At er við Austurstræti, andskotans bölvuð læti víst sem að vonum er. Við þetta er vont að búa. Valdamenn farnir að trúa lyginni í sjálfum sér.
Áfram nú, engar skyssur, ókeypis hríðskotabyssur nú láta má löggur fá. Skorinorð skýrsla samin, í skyndingu saman lamin, hvaða skaðvalda skjóta má.
Hér má ei fara fetið, flestöllu lekið á netið svo fljótt sem auðið er. Vill enginn við neitt kannast, veit enginn hvað er sannast. Verður og fer sem fer.
Geðið er gramt og lúið, ég get ekki burtu flúið því gamall ég orðinn er. Ef ætti ég æskuþróttinn, auðveldur væri flóttinn. ég fljótt myndi forða mér.