Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2014 Nóvember

07.11.2014 14:22

Bragur eftir Birgir Marinósson

4. nóvember 2014

At er við Austurstræti,
andskotans bölvuð læti
víst sem að vonum er.
Við þetta er vont að búa.
Valdamenn farnir að trúa
lyginni í sjálfum sér.

Áfram nú, engar skyssur,
ókeypis hríðskotabyssur
nú láta má löggur fá.
Skorinorð skýrsla samin,
í skyndingu saman lamin,
hvaða skaðvalda skjóta má.

Hér má ei fara fetið,
flestöllu lekið á netið
svo fljótt sem auðið er.
Vill enginn við neitt kannast,
veit enginn hvað er sannast.
Verður og fer sem fer.

Geðið er gramt og lúið,
ég get ekki burtu flúið
því gamall ég orðinn er.
Ef ætti ég æskuþróttinn,
auðveldur væri flóttinn.
ég fljótt myndi forða mér.

Birgir Marinósson.

07.11.2014 13:26

Myndir

Myndir frá 80 ára afmæli Huldu Baldvnsdóttur komnar inn.
Myndir úr fermingu Önnu Marýar Aðalsteinsdóttur komnar inn. 
  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar