Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2014 Júní16.06.2014 11:24Myndir að tínast inn á síðunaEr að setja myndir frá síðustu mánuðum inn á síðuna eftir því sem mér vinnst tími til. Vonandi hafa einhverjjir gaman af að skoða eitthvað af þeim, þó að þær séu fyrst og fremst settar inn á þessa síðu til þess að ég glati ekki myndunum og geti gengið að þeim vísum hvar sem er og hægt er að komast á netið. Skrifað af SigrJo 16.06.2014 10:32Um meðvirkniMeðvirkni hefst í æsku Mikilvægt er að tryggja börnum gott og
heilbrigt umhverfi en alls konar áföll og erfiðleikar geta valdið meðvirkni hjá
börnum sem fylgir þeim inn í fullorðins árin. Meðvirkni hefur lengi
verið þekkt hér á landi. Flestir tengja hugarástandið réttilega við alkóhólisma
en meðvirkni á sér fleiri uppruna og kemur fram með margvíslegum hætti. Kjartan
Pálmason er ráðgjafi hjá Lausninni, en þar fær fólk fræðslu um helstu einkenni
meðvirkni og aðstoð við að losa sig við hugarástandið. »Meðvirkni getur komið
fram með margvíslegum hætti og þess vegna er erfitt að skilgreina vandann með
einum einstökum hætti en það er alveg öruggt að meðvirkni verður til í barnæsku
og fylgir okkur síðan öll fullorðinsárin ef við tökum ekki á vandanum,« segir
Kjartan, en hann segir meðvirkni best lýst sem brotinni sjálfsmynd einstaklings
sem geri það að verkum að viðkomandi búi við innri sársauka og vanmáttarkennd.
»Þegar við upplifum vanmátt og sársauka innra með okkur fer heilinn að leita að
lausn á því ástandi. Vandinn er hins vegar sá að þegar heilinn reynir að leysa
vandann skortir hann oft á tíðum þekkingu til að finna skynsamlega lausn.
Þannig verða viðbrögð við sársauka og vanlíðan einkenni meðvirkninnar. Hvenær myndast meðvirkni? »Meðvirkni verður ávallt til í æsku og þá þegar barn býr við langvarandi vanvirkar aðstæður,« segir Kjartan, en vanvirkar aðstæður geta veið margvíslegar. »Þegar háttalag annarra, hegðun, framkoma eða aðstæður gera það að verkum að barn hefur ekki frelsi til að vera það sjálft. Við slíkar aðstæður laga börn sig að aðstæðum til að forðast vanlíðan, en þetta er grundvöllur meðvirkni.« Sem dæmi nefndir Kjartan rifrildi foreldra sem barn verður reglulega vitni að. »Við slíkar aðstæður getur barnið tekið upp á því að blanda sér inn í rifrildið, hafa áhrif á rifrildið eða forðast það með því að einangra sig. Allar þessar leiðir setja barnið í aðstæður sem því eru ekki eðlislægar. Barnið er farið að laga sig að vanvirkum aðstæðum af einskærri sjálfsbjargarviðleitni. Barnið lærir leiðir til að láta sér líða betur í aðstæðum sem valda því sársauka.« Birtingarmynd meðvirkni Hlutverk barna sem ala með sér meðvirkni geta verið margvísleg en allt eru þau flóttaleiðir barnsins í sjálfsbjargarviðleitni þess til að láta sér líða betur að sögn Kjartans. »Algengt hlutverk elsta barns er að verða fjölskylduhetjan, en þá leggur barnið sig fram við að fá hrós og viðurkenningar fyrir að standa sig vel í skóla og íþróttum. Þetta kann að virðast jákvæð afleiðing en getur haft slæm áhrif á tilfinningalíf barnsins. Bjargvætturinn er annað hlutverk, en þá einblínir barnið á hagi annarra og líðan og setur aðra fram fyrir sjálft sig.« Í öðrum tilvikum segir Kjartan börn taka sér hlutverk svarta sauðsins með því að vera hvatvís og setja upp tilfinningalega veggi. »Við sjáum líka týnda barnið sem einangrar sig og trúðinn sem notar skopskynið til að fela eigin tilfinningar. Hlutverkin eru margs konar og flestir hafa verið í fleiri en einu hlutverki á lífsleiðinni en hlutverkið sem barnið fer í á milli tveggja og átta ára aldurs hefur mér fundist vera mesti áhrifavaldurinn á líf barnsins. Hvert hlutverk skilur eftir sig ákveðna vanvirkni sem betur kemur í ljós á fullorðinsaldri.« Umfjöllun um meðvirkni hefur ekki skipað stóran sess í fjölmiðlaumræðunni þó að vandinn sé gífurlega stór að mati Kjartans. »Meðvirknivandinn er grunnur allra fíkna og hefur bein áhrif á gífurlegan fjölda einstaklinga á Íslandi. Meðvirkni hefur áhrif á samskipti okkar, háttalag og lífshamingju,« segir Kjartan, en Lausnin - Fjölskyldumiðstöð hefur haldið námskeið um bæði meðvirkni og samskipti sem fjöldi fólks hefur sótt. »Námskeiðin geta verið fyrsta skrefið og síðan tökum við fólk einnig í einstaklingsviðtöl og/eða tökum fjölskylduviðtöl. Meðvirkni er ekki ólæknandi en hún krefst meðhöndlunar sem reynir á þolinmæði og vilja fólks, og til okkar hér hjá Lausninni hefur gífurlegur fjöldi fólks leitað aðstoðar. >> Hjá fjölskyldumiðstöðinni Lausninni eru haldin námskeið um meðvirkni og samskipti. Fjöldi fólks hefur sótt námskeið hjá Lausninni og leitað til sérfræðinga miðstöðvarinnar til að kynna sér og leita aðstoðar við meðvirkni. Vilhjálmur A. Kjartanssonvilhjalmur@mbl.is Skrifað af SigrJo
Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is