|
Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2014 Apríl29.04.2014 12:33Páskar 2014Stefán Daníel Svanlaugsson var fermdur annan í pákum í Grensáskirkju og var okkur boðið í ferminguna. Myndir úr fermingunni eru komnar á myndasíðuna mína. Við pabbi fengum far með Manna og Indu suður um páskana. Við fengum lánaðan bíl hjá Einari og Lindu og skruppum í nokkrar heimsóknir, svo helgin nýttist okkur vel. Gistum fyrri nóttina hjá Ásu og fórum svo í Njarðvík til Ingu á páskadag þar sem okkur var boðið í mat ásamt Manna og Indu og gistum síðan þar síðari nóttina. Inga lánaði okkur bílinn sinn til að við pabbi kæmumst í kirkjuna kl. 11 og notuðum við tækifærið og heimsóttum Fjólu Ósk í nýju íbúðina hennar. Ég er mjög ánægð eftir þessa skemmtilegu ferð með fólkinu mínu. Svo styttist í að við Fúsi förum til Svíþjóðar í heimsókn til Valgeirs og fjölskyldu. Eigum flug út 15. maí og vonum að það verði ekkert vesen s.s. verkfall og þess háttar tafir. Skrifað af SigrJo
Flettingar í dag: 1461 Gestir í dag: 31 Flettingar í gær: 224 Gestir í gær: 7 Samtals flettingar: 586500 Samtals gestir: 40087 Tölur uppfærðar: 3.11.2025 20:39:31 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is