Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2012 Apríl

27.04.2012 17:33

Kartöflugarðurinn

Gamall maður bjó einn úti á landi. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil erfiðisvinna fyrir hann. Venjulega sá sonur hans um þessi mál en nú vildi svo til að hann sat innilæstur á Hrauninu.
Gamli sendi honum tölvupóst og sagði honum frá vandræðum sínum: 

"Elsku Bubbi minn.
Mér líður hálfilla því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum því ég veit að þú mundir stinga þau upp fyrir mig.  Áttu kannski von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."

Eftir örfáa daga, fékk hann svar frá syni sínum:
"Elsku Pabbi i guðanna bænum ekki stinga upp garðinn!!!
Ég gróf nefnilega dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi."

Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og stungu upp öll beðin, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.
Sama daginn fékk hann annan tölvupóst frá syninum:

"Elsku pabbi.
Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi."

16.04.2012 01:11

Ótryggð

Konan var viss um að maðurinn hennar héldi við vinnukonuna svo hún lagði fyrir hann gildru.

Á föstudagskvöldi sendi hún vinnukonuna heim í helgarfrí án þess að láta mann sinn vita.

Um kvöldið þegar þau voru háttuð, þá sagði hann eins og oft áður:

"Afsakaðu mig elskan, mér er illt í maganum." Og hann fór á klósettið.

 Konan stökk upp og fór inn í vinnukonuherbergið, lagðist í rúmið og slökkti ljósið.

Þegar hann kom hljóðlega inn, sólundaði hann ekki tímanum og kom fram vilja sínum.

 Hann var enn másandi að því loknu þegar hún sagði: "Þú áttir ekki von á að finna mig í þessu rúmi, er það nokkuð?"

Svo kveikti hún ljósin.. 

"Nei frú" .. sagði garðyrkjumaðurinn... 

 

07.04.2012 13:31

Gaman hjá okkur

Það stóð til hjá okkur hjónum að fara í ferðalag í maí (í tilefni af ákveðnum atburði 10. maí ;) en svo droppaði inn tilboð frá Plúsferðum föstudaginn 9. mars og við slógum til og mánudaginn 12. mars var ekið suður, gist hjá Ingu og Inga í Njarðvík og þriðjudaginn 13. mars flugum við til Gran Canaria og vorum þar til 28. mars í góðum hita og sól næstum alla dagana. Þetta var yndisleg ferð og við mjög sátt við að hafa skellt okkur í hana. 
Við áttum að gista á Montemar, en upp á miðri Holtavörðuheiði fékk ég símtal og var sagt að það væri yfirbókað þar. Við fengum að velja hvort við vildum vera 4 daga á öðru hóteli og flytja okkur svo þangað, eða að við myndum vera á Las Arenas allan tímann. Svo datt síminn út og við náðum ekki sambandi aftur fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes. Við völdum að vera á Las Arenas í stúdíóíbúð og það var bara ágætt. Stutt á ströndina, Sænska kirkjan, verslunarmiðstöðvar og veitingahús hinum megin við götuna og Foto Harry í 5 mín göngufæri. 
Nokkrar myndir eru komnar á síðuna og fleiri koma innan tíðar.

Í gærkvöld fórum við í Hof á "Fjölskylduferð á Skódanum"þar sem Margrét Blöndal kynnti Ingimar Eydal og tónlistarferil hans og fjölskyldusögu. Þetta var góð skemmtun og þar sungu Helena Eyjólfs, Þorvaldur Halldórsson, Inga Eydal og Ingimar sonur hennar, Guðrún Gunnars, Stefán Hilmars og svo kom Jóhann Vilhjálmsson sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar líka, en hann hafði komið til Akureyrar í fjölskylduferð. 
Ég var með myndavélina og set fljótlega inn myndir og myndbönd af þessu frábæra söngfólki. 

Og síðast en ekki síst þá er ég búin að festa mér viku ferð til Svíþjóðar í lok maí til að heimsækja Valgeir og Röggu og fá að sjá yngsta ömmubarnið sem er stúlka fædd 20. febrúar 2012 og auðvitað hlakka ég líka til að hitta skemmtilega strákinn Jóhann Þórir sem þá verður orðinn tveggja ára.

  • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235255
Samtals gestir: 26500
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar