Færslur: 2012 Febrúar04.02.2012 15:10
Barnið á brjóstið um leið og það fæðist
svo enginn í mafíunni að þér hæðist
Brjóst skaltu gefa í mánuði sex
...guðhjálpiþér gefirðu barninu kex
Gefirðu pela ertu óhæf móðir
þótt barninu finnist þeir yfirleitt góðir
Mjaltavélina skaltu leigja
Brjóst þín eru almenningseiga
Það mega allir rýna og spyrja og pæla
af hverju grænn kúkur, gubb og æla
Hvað er barninu fyrir bestu?
Allir hafa skoðanir á flestu
Þó þú sért mamman þá veistu ekki neitt
"Jeminn barnið er allt of feitt"
"Hann hlýtur bara að vera svangur"
"Af hverju er hann svona langur?"
"Af hverju er barnið ekki á brjósti?"
Spyr fólk með hneykslisþjósti
Getur það ekki gefið mér frið?
Þetta kemur andskotans engum við!
Þegar þau eldast skánar það ekki
fólk heldur áfram með sína hrekki
"Fær hann ennþá pela og snuð?"
Endalaust andskotans helvítis tuð |
Vilji fólk endalaust hnýta og jaga
skal það fyrst sína galla laga
Efast ég um að þeirra ráð
séu eitthvað betri ef að er gáð
ég er ekki fullkomin mamma
ég á það til að öskra og skamma
En ég geri mitt besta, eins vel og ég kann
Að koma mínum börnum til manns
Meðan börnin mín brosa og gráta
sýna mér listir og gera mig káta
sofa og pissa og hlægja og gretta
er ég líklegast að gera það rétta
Mín eru börnin og ég er mamman
þú ert "bara" frænkan eða amman
ég veit þú vilt vel en hlustaðu nú
ég ætla ekki að gera allt alveg eins og þú
Á misjöfnu þrífast börnin best
og ég hef lesið mér til um flest
Vanti mig ráð kannski ég spyr þig
en hættu að agnúast út í mig. Því ég er mamman, huggarinn og knúsarinn að eilífu amen. Höfundur: Ninna Karla Katrínardóttir
|
Flettingar í dag: 290 Gestir í dag: 119 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235486 Samtals gestir: 26597 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:38
|