Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2012 Janúar

29.01.2012 16:15

Auðvelt að plata okkur neytendur

" Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson ( Jói Fel)." 

Hvað veistu um sykur og hveiti? Er til hollur sykur? Er lífrænt ræktaður matur hollari en annar? Og er spelt betra en venjulegt hveiti?

Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara. Hann segir sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, en hvað er þá hrásykur?

"Hrásykur er alveg sami sykurinn en hefur ekki farið í gegnum síðasta vinnsluferli sykurs, sem telst mikið unnin vara. Því verður eftir dökkt síróp sem kallast melassi og er stundum bætt við hvítan sykur svo úr verður hrásykur, og þannig er púðursykur búinn til," segir Jói og bætir við að melassi innihaldi örlítið af bætiefnum sem þó hafi engin teljandi áhrif á næringargildið.

"Hrásykur meltist og nýtist líkamanum nákvæmlega eins og hvítur sykur og ótrúlegt að fólk komist upp með að halda því fram að hann sé hollari, en því miður er auðvelt að plata neytendur á fölskum forsendum," segir Jói og áréttar að agave-síróp sé í engu skárri lausn.

"Agave-síróp er mikið unnin vara úr agave-plöntu. Það samanstendur aðallega af ávaxta- og þrúgusykri, en í þær sykrur brotnar einmitt hvítur sykur í líkamanum. Agave-síróp hækkar blóðsykur hægar, en á endanum virkar það á sama hátt fyrir líkamann. Því er alls ekki hollara að neyta agave-síróps eða hrásykurs, og sé verið að hugsa um hollari sykur en hvítan sykur, þá er hann ekki til."

Jói segir sama eiga við þegar fullyrt er um heilsubót speltis umfram hveiti. "Munur á venjulegu hveiti og spelti er nánast enginn sé litið er á næringarinnihald. Spelt er hægþroska, aðeins hægt að nýta um 60% korns þess og þar af leiðandi er það allt að helmingi dýrara en venjulegt hveitikorn. Næringarinnihald og hollusta er hins vegar sú sama, hvort sem kornin eru lífrænt ræktuð eður ei, því álíka mikið glúten er í báðum korntegundum og í sumum mælingum er meira glúten í spelthveiti," segir Jói og vísar í næringartöflu sem fylgir greininni.

"Korn er ýmist malað í fínt eða gróft mjöl, en líka malað í heilkorn sem er næringarríkast. Við mölun missir fínna korn meira af vítamínum og steinefnum, en brauð sem er bakað úr heilkorni, sykurlaust og með ferskum, góðum súr er afar næringar- og trefjaríkt og einhver hollasta kornvara sem völ er á, en flest þurfum við að bæta við grófu korni og heilkorni í fæðu okkar," segir Jói og ítrekar að eini munur á venjulegu hveiti og spelti sé sá að spelt sé helmingi dýrara.

"Því er neytendum sagt ósatt þegar þeim er talin trú um að brauð þeirra verði hollara úr spelti. Þá hafa margar rannsóknir sýnt að lífrænt ræktaður matur er ekki hollari þegar litið er eingöngu á næringarinnihald," segir Jói.

"Öll þörfnumst við orku svo líkaminn komist vel frá amstri dagsins og æskilegt að 60% hennar komi úr kolvetnum. Gróf, sykurlaus brauð gefa góða orku, innihalda mikið af trefjum, vítamínum og steinefnum, og þá sama hvort borðað er brauð úr spelti eða hveitikorni. Allt er gott í hófi og farsælast að njóta alls sem lífið hefur upp á að bjóða."

17.01.2012 00:46

Ömmur og afar nauðsynleg

Ömmur og afar nauðsynleg þroska barna 

Rannsóknarmenn frá Sviss og Ástralíu hafa komist að því að ömmur og afar eru lykillinn að þroska barna.
Í rannsókninni kemur fram að gagnleg speki eldra fólks ásamt fjárhagslegum stuðningi sem þau veita hefur mikil áhrif á tilfinningalegan þroska barna.

Ást þeirra og hæfileiki til að hlusta á vandamál ungs fólks stuðlar síðan að aukinni sjálfsbjargarviðleitni.
Niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að afar og ömmur virka eins og stuðpúði á ungt fólk. Ungt fólk sem gengur í gegnum erfiðleika eins og skilnað foreldra eiga mun auðveldara með að vinna úr sorginni ef afar og ömmur eru virkir þátttakendur í lífi þeirra.
Vísindamennirnir tóku saman rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið víðsvegar um heiminn.
Það væri því kannski ágætt að hringja öðru hvoru í gamla settið..

þau stuðla að áframhaldandi þroska tegundarinnar.

 Vísir 16.1.2012

Ég tek alveg undir þessa rannsókn.. ég get ekki séð fyrir mér æskuár mín án ömmu og afa.. og það tvö sett.. sem höfðu mikil áhrif á minn þroska  emoticon

14.01.2012 14:22

Góð heilræði

Þessi heilræði eru rétt og góð og ætti að hafa þau prentuð upp á vegg þar sem við sjáum þau alla daga: 
1. Lífið er ekki sanngjarnt..  En það er samt ljúft.
2. Þegar þú ert í vafa..  Taktu þá bara lítið skref.
3. Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern.
4. Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik(ur). Vinir þínir og fjölskylda 
munu gera það.  Vertu því í sambandi við þau. 

5. Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði.

6. Þú þarft ekki að vinna öll deilumál..  Samþykktu að vera ósammála.
7. Gráttu með einhverjum..  Það er betra en að gráta einn.
8. Það er allt í lagi að reiðast út í guð..   Hann þolir það
9. Safnaðu fyrir elliárunum og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum.
10. Þegar kemur að súkkulaði..  þá er mótstaða árangurslaus.
11. Semdu frið við fortíðina.. Þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina.
12. Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta.
13. Berðu ekki þitt líf saman við annarra..  Þú hefur ekki hugmynd um hvernig 

     þeirra líf er.
14. Ef samband þarf að vera leynilegt.. Þá áttu ekki að vera í því.
15. Allt getur breyst á augabragði..  En hafðu ekki áhyggjur.
16. Dragðu andann djúpt að þér..  Það róar hugann.
17. Losaðu þig við allt sem ekki er nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt.
18. Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari.
19. Það er aldrei of seint að hafa skemmtilega barnæsku.

     En sú seinni er alveg undir þér komin og engum öðrum.
20. Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei NEI sem svar.
21. Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin.
     Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni.. Í dag er sérstakt tilefni.
22. Undirbúðu þig ávallt vel..  Láttu svo strauminn taka þig.
23. Vertu óvenjuleg(ur) í dag.. Bíddu ekki eftir gamals aldri til > að klæða þig í fjólubláan lit !
24. Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn.
25. Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú.
26. Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum..

     "Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár" ?
27. Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi.
28. Fyrirgefðu öðrum allt.
29. Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki við.
30. Tíminn læknar svo til allt..   Gefðu tímanum tíma.
31. Hversu gott eða slæmt sem ástandið er..  Þá mun það breytast.
32. Taktu þig ekki of hátíðlega..  Enginn annar gerir það.
33. Trúðu á kraftaverk.
34. Guð elskar þig vegna þess hver hann er..  Ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki.
35. Endurskoðaðu ekki lífið..  Vertu til staðar og taktu þátt í því.
36. Að verða gamall er betra en hinn kosturinn..  Að deyja ungur.
37. Börnin þín fá bara eina barnæsku.
38. Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað.
39. Farðu út á hverjum degi..  Kraftaverk bíða alls staðar.
40. Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna..  

     þá myndum við hrifsa okkar til baka.
41. Öfund er tímasóun..  Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.
42. Það besta er ef til vill einnig ókomið.
43. Það skiptir ekki máli hvernig þér líður..  Farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.
44. Láttu undan.
45. Lífið er ekki skreytt með slaufum..  en samt er það gjöf.

  • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235255
Samtals gestir: 26500
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar