Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2011 Október

30.10.2011 19:23

Einelti

Þessi saga er á netinu og getur alveg verið er sönn.. Góð er hún allavega.. Hvernig væri nú að kennarar tækju smá tíma í að framkvæma þetta verkefni.. 
Pappírsbúturinn sem notaður er getur varla sett skólastarfið á hausinn.. 
Kennari í New York var að kenna bekknum um einelti og lét þau framkvæma smá æfingu. Hún fékk börnunum pappírsbút og sagði þeim að hnoða og kuðla og trampa svo á kuðlinu.. og skemma eins og þau gætu, bara ekki að rífa niður. Svo lét hún börnin breiða úr pappírnum og prófa að slétta krumpurnar, en ekki síst, virða fyrir sér hvernig þau hefðu skemmt pappírinn og gera sér grein fyrir hvað hann var orðinn óhreinn. Síðan sagði kennarinn börnunum að biðja pappírinn afsökunar. Hversu mikið sem börnin báðu pappírinn afsökunar og reyndu að laga það sem þau hefðu krumpað og óhreinkað, þá hurfu skemmdirnar ekki. 
Kennarinn fékk börnin til að ræða og skilja að hvað sem þau reyndu eða vildu slétta og laga það sem þau hefðu gert við pappírinn, myndi aldrei lagast og búið væri að skemma pappírinn varanlega.. 
Þetta væri einmitt það sem gerðist þegar einelti væri beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf. Upplitið á börnunum í bekknum sagði kennurunum að hún hafði hitt í mark. 

29.10.2011 15:49

Stjörnumerkin og ljósaperurnar

Þetta er svo skemmtilegt og á alveg við!!  Sérstaklega þar sem naut og tvíburi eru hér á þessum bæ.. 
  
Stjörnumerkin og ljósaperurnar!!!

*Hvað þarf margar hrúta til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en það þarf margar perur.

*Hvað þarf mörg naut til að skipta um ljósaperu?
Ekkert, nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu.

*Hvað þarf marga tvíbura til að skipta um ljósaperu?
Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhaldslit hvers og eins sem kemur inní herbergið.

*Hversu marga krabba þarf til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn.

*Hversu mörg ljón þarf til að skipta um ljósaperu?
Ljón skipta ekki um perur, í mesta lagi heldur hann henni á meðan heimurinn snýst í kringum hann.

*Hversu margar meyjur þarf til að skipta um ljósaperu?
Sjáum nú til: eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk og hvenær hún var keypt, aðra
til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna.

*Hversu margar vogir þarf til að skipta um ljósaperu?
Í raun veit ég það ekki.. það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir einn ef þetta er bara venjuleg
ljósapera, tvo ef hann veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og áhyggjum yfir því.

*Hversu marga sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu?

Og hver veit það? Af hverju viljiði vita það? Eruði kannski lögreglumenn?

* Hversu marga bogamenn þarf til að skipta um ljósaperu?
Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af einhverri ljósaperu???

*Hversu margar steingeitur þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Steingeitur skipta ekki um ljósaperur því eftir góðar og athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er
miklu skynsamlegra að hún skipti um sig sjálf.

*Hversu marga vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu?
Það koma helling af vatnsberum í keppni um hver þeirra er sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur.

*Hversu marga fiska þarf til að skipta um ljósaperu?
Af hverju?!  Fór ljósið?

02.10.2011 00:56

Golf

Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni fór inn miðjan hóp karlmanna.
Einn maðurinn hné til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Konan var miður sín og bauðst til að aðstoða manninn, en hann hafnaði allri aðstoð enda myndi þetta allt jafna sig.
Vinkonan gafst ekkert upp og sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast, konar tók hendurnar hans úr klofinu, renndi niður buxnaklaufinn og byrjaði að nudda hann.
Þegar hún var búinn að nudda hann í nokkurn tíma og manninum virtist vera farið að líða betur spurði hún hann hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í þumalputtanum!" 

  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249586
Samtals gestir: 28525
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar