Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2011 Júní

26.06.2011 17:55

Ættarmót í Árskógi 2011

Um helgina 24. - 26. júní 2011 var haldið ættarmót niðja Einars Ásmundssonar.
Þar mættu 86 einstaklingar og áttu saman góða helgi. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið mitt og einnig eru góðar myndir inn á síðu Ingibjargar Maríu Gylfadóttur. Slóðin á síðuna hennar er: http://img1969.123.is

16.06.2011 13:58

Bóndinn

Bóndi situr á þorpsbarnum og er orðinn all drukkinn, þegar maður kemur inn og spyr bóndann; "Hei, af hverju situr þú hérna á þessum fallega degi -  útúrdrukkinn?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist svona rosalegt?"
Bóndinn:"Nú ef þú þarft endilega að vita það.... Í dag var ég að mjólka kúnna mína og sat við hliðina á henni. Um leið og fatan varð full, sparkaði beljan fötunni niður með vinstri fætinum.
Maðurinn: "Nú það er ekki svo rosalegt, hvað er svona mikið mál við það?
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist næst?"
Bóndinn: "Ég tók vinsti fót hennar og batt hann við stólpann á básnum með reipi. Svo settist ég niður og mjólkaði. Um leið og fatan var að verða full. Sparkaði beljan í hana með hægri fætinum og velti henni líka.
Maðurinn: "Aftur?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég tók þá hægri fótinn og batt hann líka við stólpa á básnum."
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég settist niður og hélt áfram að mjólka hana, og um leið og fatan var að verða full þá velti helvítis beljan fötunni niður með halanum."
Maðurinn: "Vá þú hlýtur að hafa verið orðið pirraður þá?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu næst?"
Bóndinn: "Sko.ég hafði ekki meira reipi svo ég tók af mér beltið og batt þannig halann á henni upp.
Akkúrat þá.. duttu  buxurnar mínar niður og um leið kom konan mín inní fjósið." 

09.06.2011 14:27

Niðjatalið

Enn vantar mig nokkrar myndir og líka upplýsingar um fjölskylduhagi hjá nokkrum svo ég geti farið að prenta niðjatal Einars Ásmundssonar út.
Ég verð að fá þær sem fyrst (helst í gær) til að ég nái að klára það fyrir ættarmótið 24. júní.

04.06.2011 02:58

Inga og forstjórinn

Var að setja inn myndir sem voru teknar í afmælispartýinu hjá Ingu systir sem varð 50 ára þann 4. maí 2011.
Og svo einn góður... 
Forstjórinn kallaði einn starfsmann sinn á teppið:
"Þú veist að þú starfar hjá þekktu og virtu fyrirtæki.. En svo frétti ég að þú hefðir nýlega verið á hlaupum með hjólbörur niðri í bæ um miðja nótt"..??? " Þetta er nú ekki auglýsing sem er fyrirtækinu til framdráttar.. Hefurðu einhverjar skýringar á þessari hegðun"? Já.. svaraði starfsmaðurinn.. "þetta var nóttina eftir árshátíðina.. Það fékkst ekki leigubíll, svo það varð að aka yður heim í hjólbörum"..

03.06.2011 13:21

Bankahrunið...

'Okay, we've turned it down a bit. But if there's any more talk about us repaying our debts..!'

  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar