Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2011 Febrúar15.02.2011 00:36Viðbót við fyrri grein.Vil geta þess að hin yndislega Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari á Eflingu hefur sérhæft sig í meðferð og leikfimi fyrir vefjagiktarsjúklinga og það er frábært að hafa komist í meðferð hjá henni. Ég er í leikfiminni núna og það er í fyrsta skiptið í mörg ár sem leikfimi gerir mér gott og mér líður vel með. Einnig er Sigrún Jónsdóttir í Eflingu líka mjög góð í nuddi og heilun fyrir okkur. Skrifað af SigrJo 14.02.2011 20:07Þinn Ósýnilegi Óvinur. Ég
heiti Fibromyalgia. Ég er Ósýnilegur Krónískur
sjúkdómur og ég er nú þinn fylgisveinn til æviloka. Aðrir í kringum þig geta
hvorki séð eða heyrt mig, en ÞINN kroppur finnur fyrir mér. Ég get ráðist á þig
hvar, hvenær og hvernig sem ég vil. Ég get valdið þér ómældum sársauka eða, ef
ég er í góðu skapi, þá gefið þér verki allstaðar. Ég man þegar þú og Orka
fluguð saman útum allt og höfðuð það flott. Ég tók orkuna frá þér og gaf þer
magnleysi í staðinn. Reyndu að hafa það
flott núna ! Ég tók
jafnvel Góðan Svefn frá þér og skipti á honum og Fibro-myrkri. Ég get fengið
þig til að titra innvortis, eða fengið þig til að frjósa eða svitna meðan öðrum
líður vel. Ójá.. Ég gert valdið þér kvíða eða þunglyndi líka. Ef þú ert búin að plana eitthvað, eða hlakkar til spennandi dags, get ég tekið það frá þér. Þú baðst ekki um mig, ég valdi þig af ólíkum ástæðum, t.d. útaf vírusnum, sem þú losnaðir aldrei við, eða útaf bílslysinu, eða var það kannski útaf árinu, sem þú brotnaðir saman útaf álagi ? Hvað svo sem það var þá ég er komin til að vera. Ég heyrði að þú værir að hugsa um að fara til læknis til að reyna að losna við mig. Ég míg á mig af hlátri. Reyndu það bara. Þú neyðist til að fara til margra lækna áður en þú finnur einhvern sem getur hjálpað þér á einhvern máta. Þú kemur til með að fá endalausar verkjatöflur, svefntöflur, orkupillur, þú færð að heyra að þú þjáist af þunglyndi og eða kvíða, mælt er með að þú prófir geðlyf, farir í nudd, verður sagt að ef þú sefur og æfir reglulega komi ég til með að hverfa, sagt að hugsa jákvætt, öðruvísi, mönuð til að rífa þig upp, og HELST AF ÖLLU, það verður aldrei tekið mark á því þegar þú segir hvernig þér líður þegar þú kvartar við læknana um hve orkulaus þú sért hvern einasta dag. Fjölskyldan þín, vinirnir, og vinnufélagarnir munu hlusta á þig þangað til þeir þreytast á að heyra hvernig ég fæ þér til að líða og hversu orkudrepandi sjúkdómur ég sé. Hluti af þeim kemur til segja hluti eins og "Hva, þú átt bara lásí dag í dag eins og fleiri!" eða " jájá, ég veit veit að þú getur ekki gert það sem þú gast fyrir 20 ÁRUM" án þess að heyra að þú sagðir eiginlega fyrir 20 DÖGUM.. Einhverjir byrja að baktala þig á meðan þú smám saman ferð að sjá að þú ert á góðri leið með að missa alla virðingu við að reyna að fá þá til að skilja. Sérstaklega þegar þú ert í miðjum samræðum við "normal" manneskju og gleymir hvað þú ætlaðir að segja. Svona til að enda þetta! (Ég vonaðist til að geta haldið þessum hluta leyndum en ég held að þú sért búin að komast að því). Eini staðurinn þar sem þú getur fengið stuðning eða skilning frá varðandi mig.. ER HJÁ ÖÐRUM MANNESKJUM
MEÐ FIBROMYALGIA (vefjagigt). Þinn Æruverðugi
Ósýnilegi Króníski Sjúkdómur. Þessi texti er þýddur úr sænskum pistli og ég afritaði hann og límdi án þess að bæta eða breyta neinu. Kveðja Helga J. Andrésdóttir (setti inn á Facebook) Skrifað af SigrJo 14.02.2011 15:14Niðjatal Einars ÁsmundssonarNú eiga afkomendur Einars Ásmundssonar að geta skoðað Niðjatalið frá 2005 hér á síðunni. Þar sem ekki er æskilegt að hver sem er hafi aðgang að þessum upplýsingum sem eru í Niðjatalinu þarf aðgangsorð til að opna síðuna. Þeir ættingjar mínir og aðstandendur þeirra sem vilja skoða geta beðið um aðgangsorðið annað hvort hér á síðunni eða sent mér tölvupóst til að fá meiri upplýsingar. Skrifað af SigrJo
Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is