Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 16:20

2011

11.12.2010 16:12

Fallegur himinn og glitský

Ég hef mjög gaman af að horfa til himins þessa dagana.
Í gær fór ég í heimsókn til Einars sonar míns og Lindu sem búa í Keilusíðu á Akureyri og þegar ég nálgaðist blokkina þá varð mér litið upp og þá voru þessi fallegu glitský yfir Glerárdal.
Ég var með myndavél  (því miður ekki þessa nýju) og náði nokkrum myndum.
Flesta daga sést til sólar hér um og eftir hádegi og það er mjög fallegt að horfa í suður  og vestur eftir Eyjafirðinum þangað sólin hverfur á bak við Kerlingu og Súlur.
Ég set inn myndir, af því sem ég næ á "filmu" og ég vil geyma, af og til þegar ég er í stuði til þess.   emoticon

08.12.2010 14:50

Ísland í dag

Svona er Ísland í dag.

Nú er Gunna á gömlu skónum, það var að falla lán. 
Siggi er í útrásinni og er að fremja rán.   
Pabbi enn í ógnarbasli á með víxilinn. 
Fljótur Siggi hringdu nú í bankastjórann minn.   
Heimilið í ljósum logum, pabbi drakk sig frá. 
Mamma er í athvarfinu gul og rauð og blá..  .

  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249586
Samtals gestir: 28525
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar