Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2010 Nóvember23.11.2010 17:04SkjaldarvíkFór í gærkvöld á sykurmassa/fondant námskeið í Skjaldarvík. Gaman að sjá hvað þessi ungu hjón eru búin að gera fínt hótel í Skjaldarvík og það var sniðugt hjá Hildi að halda svona námskeið þarna og konur á ýmsum aldri skemmtu sér við að skreyta með sykurmassa og þemað var jólin. Myndir af kökunum sem voru skreyttar (frumraun hjá flestum) eru komnar inn.. og getraun: Hver þeirra er kakan mín?... Skrifað af SigrJo 22.11.2010 16:22Myndir frá HandverkshátíðinniVar að setja inn myndir frá Handverkshátíðinni á Hrafnagili og líka frá uppskeruhátíðinni í Funaborg. Skrifað af SigrJo 13.11.2010 15:55Félag aldraðra í EyjafirðiÉg er loksins að setja myndir inn á síðuna sem ég hef tekið í ferðum og á skemmtunum sem mér hefur boðist að taka þátt í með Félagi aldraðra í Eyjafirði (þó að ég sé nú ekki gjaldgeng í félagið ennþá). Skrifað af SigrJo 13.11.2010 15:35Friðarhugleiðsla 2010Spakmæli dagsins eru í boði Friðarhugleiðslu Íslands: Má bjóða þér að taka þátt í Friðarhugleiðslu Íslands? Þú þarft ekki að kunna hugleiðslutækni til að geta tekið þátt! Í ljósi þess að það er mikil þörf fyrir meira ljós í hugum okkar Íslendinga, jákvæðara andrúmsloft, meiri von og trú á okkar land og þjóð, höfum við ákveðið að bjóða öllum þeim sem eru sama sinnis að taka þátt í einfaldri hugleiðslu heima hjá sér... Fyrsta Hugleiðslan fer fram: fimmtudagskvöldið 11.11. 2010 kl. 11:00 í 11 mínútur. Frá og með 11. nóvember mun hópur fólks fara í þessa hugleiðslu á fimmtudagskvöldum kl. 11:00, alltaf sama hugleiðslan í 11 mínútur. Þú tekur þátt þau kvöld sem þér hentar. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er: Þú lætur fara vel um þig hvar sem þú ert stödd/staddur, sitjandi eða liggjandi og hugleiðir í 11 mínútur á FRIÐ OG LJÓS. Með lokuð augu byrjar þú á að slaka á líkamlega og andlega, andar rólega og hugsar um ljós og frið fyrir þig. Leyfðu þér að finna frið innra með þér og ímyndaðu þér fallegt, hlýtt og notalegt ljós skína á þig og í gegnum þig. Gefðu þér þann tíma sem þarf til að finna frið og ljós innra með þér. Hugsaðu svo að ljósið og friðurinn færist yfir fjölskylduna þína, þú getur tekið eina manneskju í einu eða alla fjölskylduna saman. Sendu Frið og Ljós inní þau öll. Færðu síðan Ljósið og Friðinn yfir á nágrannana þína, vinnufélaga, hverfið þitt, bæjarfélagið þitt og endaðu á að senda þetta Ljós og Frið yfir allt Ísland. ATH. það skiptir ekki máli þó þér takist ekki að senda Ljósið og Friðinn frá þér. Það skiptir heldur ekki máli hversu langt þú sendir Ljós og Frið, ef þér tekst að finna Ljós og Frið innra með þér þá er tilganginum náð ! Tilgangurinn er: Að hver og einn Íslendingur upplifi FRIÐ og LJÓS í 11 mínútur. Það er upphaf þess að geta séð og hrundið í framkvæmd jákvæðri orku, breyttu hugarfari og aðstæðum okkar dásamlegu þjóðar. Þegar margir einstaklingar taka sig til og hugleiða á frið þá hefur það verið marg sannað að orkustig hækkar á jákvæðan hátt og hefur áhrif á umhverfið og líðan fólks allt í kring, andrúmsloftið breytist, ekkert ósvipað því sem gerist þegar farið er með bænir fyrir einstaklingum, en margir þekkja mátt bænarinnar. Þess vegna er tilvalið að fólk á heimilum eða jafnvel vinnustöðum sameinist í 11 mínútna ósk um frið og ljós, okkur öllum til handa. Til þess að gera öllum kleift að taka þátt í þessu jákvæða verkefni, hvaða trú sem þeir fylgja, ákváðum við að hafa Friðarhugleiðslu óháða öllum trúarstöðum. Ef þú hefur áhuga á að vera í hópnum "Friðarhugleiðsa Íslands" í framtíðinni endilega sendu póst með nafni og síma á eitt af eftirfarandi póstföng: hugleidsla@hotmail.com osk@osk.is birna@centrum.is hoopono@ymail.com kbaldursdottir@gmail.com Mundu að stilla símann þinn á áminningu, fimmtudaginn 11. nóvember. Þökkum þér innilega fyrir samhug og þátttökuna. Friður og Ljós. Arnbjörg, Birna, Guðrún, Katrín, Kristín og Ósk Skrifað af SigrJo
Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is