Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2010 Júní27.06.2010 15:34Jónsmessumyndir 2010Fór út að vökva blómin eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 26. júní 2010 Sólin skein við fjarðarmynnið og ég stökk inn og sótti myndavélina og tók nokkrar myndir sem ég setti hér í myndaalbúmið. Þessar myndir segja það sem segja þarf. Skrifað af SigrJo 19.06.2010 14:58Meiri ferðalögNú erum við stödd á ættarmóti niðja Bergvins og Rósu sem er haldið á Reykjum í Hrútafirði. Jón Bergvins og Haukur Berg eru einu börn þeirra á lífi ennþá og eru ættarhöfðingjarnir hér og ekki annað að sjá en þeir séu bara hressir báðir. Veður er þurrt og hlýtt, en óþarflega mikill vindur. Sunnudaginn 13. júní fórum við í kvenfélaginu Öldunni-Voröld í vorferðina og þær tóku mig með þar sem ég var stödd í Ljósvetningabúð og við héldum í Öxarfjörð þar sem kvenfélag Öxfirðinga tók vel á móti okkur með veitingum og leiðsögn um sveitina. Ferðin lukkaðist vel í alla staði og fengum við frábært veður. 16. júní fórum við hjónin í siglingu með Húna frá Grenivík til Húsavíkur og það var líka frábær ferð og mjög gott veður. Myndir sem ég tók í þessum ferðum eru komnar inn, en myndir af ættarmótinu koma inn síðar. Skrifað af SigrJo 12.06.2010 02:26Veiðiferðin 2010Þá er veiðiferðin hafin hjá Flökkurum og nú er vel mætt eða um 63 bílar og er það met í veiðiferð. Í kvöld léku Mundi og Kiddi fyrir dansi og var ósköp gott að hreyfa fæturnar í dansinum aftur. Annað kvöld verður svo ball með Stúlla og Dúa hér í Ljósvetningabúð og von á enn fleiri bílum þá. Það rættist úr veðrinu í dag og sólin skein um og eftir hádegið þegar ég var í vinnunni, en nú er svalt u.þ.b. 2-3 °C en við höfum núna gasofn svo það fer vel um okkur í útilegunni. Skrifað af SigrJoh 05.06.2010 01:21Myndlist og handverkssýningarNú er komið að sýningum á föndri vetrarins hjá okkur hjónum. Nemendasýning verður í Myndlistarskóla Arnars Inga í Klettagerði 6 á Akureyri 5. og 6. júní 2010 kl. 14 til 18 báða dagana og eru allir velkomnir að skoða mjög fjölbreyttar myndir eftir nokkra nemendur. Fyrri sýningin var um síðustu helgi og þar voru sýnd 28 falleg verk og þessi síðari verður ekki síðri en ég á þar 3 málverk, ekki kannski þau bestu en bara nokkuð ánægð með árangurinn sem vonandi á nú eftir að batna meira á komandi árum. Handverkssýning verður einnig þessa helgi þar sem félag aldraðra í Eyjafirði verður með sýningu á ýmsum munum og handverki í Félagsborg í Hrafnagilsskóla og þar verður kaffihlaðborð þar sem hægt verður að láta ofan í sig ýmis konar góðgæti fyrir hæfilegan pening. Hér hefst hinn margrómaði pönnukökubakstur Vigfúsar í fyrramálið þar sem hann snarar í c.a. 100 pönnkökur á hlaðborðið og hann á líka fallega muni á sýningunni, bæði unnið í gleri og útskurð í tré. Vonandi fáum við gott sumar því framundan eru hjá okkur hver ferðahelgin á fætur annarri svo sem; ættarmót, húsbílaferðir og vorferð kvenfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Skrifað af SigrJoh
Flettingar í dag: 59 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235255 Samtals gestir: 26500 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is