Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2010 Maí24.05.2010 18:30Skírn og brúðkaupÍ dag fórum við í Laufáskirkju í Höfðahverfi við Eyjafjörð til að vera við skírn sonarsonar míns. Jóhann Þórir var skírður og það kom skemmtilega á óvart að foreldrarnir, Valgeir Árnason og Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, giftu sig á eftir og síðan var veisla í þjónustuhúsinu í Laufási. Í gær fórum við í fermingarveislu til Elvars Óla bróðursonar míns og í fyrradag héldu tvíburarnir Vigfús og Valur upp á 13 ára afmæli sitt, en þeir eiga afmæli 26. maí. Sem sagt þriggja daga veisluhöld og ekki hægt að segja annað að maður sé vel haldinn þessa dagana. Skrifað af SigrJoh 16.05.2010 01:57Brandarar Magga litla var að fylgjast með þegar foreldrar hennar höfðu fataskipti til að fara út að skemmta sér. Þegar hún sá pabba sinn fara í jakkafötin sagði hún aðvarandi "pabbi, þú skalt ekki fara í þessi föt". "Og af hverju ekki elskan mín" spyr pabbinn. "Þú veist þú færð alltaf höfuðverk daginn eftir að þú hefur notað þessi föt". Vitiði hvað ljóskan sagði þegar hún eignaðist tvíbura? Gvvöð, hver gerði copy/paste?? Skrifað af SigrJoh 04.05.2010 00:18ÞjónarnirSkeið og
spotti! Í síðustu
viku fór ég með nokkrum vinum út að borða á vinsælum veitingastað. Ég tók eftir
því að þjónninn sem tók pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta
var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér. Þegar "glasabarnið"
kom með vatnið til okkar, tók ég eftir því að hann var einnig með skeið í
skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir því að allt
starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum. Þegar þjónninn kom aftur með
súpuna til okkar spurði ég hann: "Hvað er með skeiðina?"
"Sko...", útskýrði hann, "eigendur veitingastaðarins réðu
ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og
afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar. Eftir margra mánaða greiningu
og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri
það áhald sem oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar
á hvert borð á klukkustund. Ef starfsólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu
vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem varar 15
mannstundum á hverri vakt." Eins og örlögin kusu þá misst ég skeiðina í
gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. "Ég
næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka
ferð þangað núna." Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu
saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni
hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir
höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný
og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn: "Afsakið, en geturðu sagt
mér af hverju þið hafið þessa spotta hangandi þarna...". "Já,
það...", sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki
allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan,
fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu."
"Hvernig þá?" "Sko", hélt hann áfram, "með því að
binda þennan spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án þess að snerta
hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með
stytt tímann á klósettinu um 76.39%." "En eftir að þú nærð honum út,
hvernig seturðu hann þá inn aftur?" "Ja...", hvíslaði hann jafnvel
enn lægra, "ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina." Skrifað af SigrJoh
Flettingar í dag: 178 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249586 Samtals gestir: 28525 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is