Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2010 Febrúar24.02.2010 14:19Kalli BerndsenLas í Fréttablaðinu í dag að Karl Berndsen reiknar ekki með að missa áhorf þó að Skjár einn sé ekki lengur ókeypis fyrir áhorfendur. Hann hefur fengið fagra stúlku til liðs við sig og segir að öllum hljóti að finnast gaman að horfa á "eitthvað" fagurt. Og hann segir líka: "Ef konur tíma ekki að borga 500 kall á viku fyrir að njóta mín í klukkutíma á viku þá veit ég ekki hvað. Þetta er ekki nema hálfur sígarettupakki á viku. Það finnst öllum erfitt að borga fyrir hlutina en í staðinn fær fólk eitthvað sem gaman er að." Ég verð að viðurkenna að þessir þættir voru með því eina sem ég horfði stundum á á Skjá einum en ég ætla samt ekki að kaupa áskrift í viðbót við annað sem ég er að borga fyrir. Skrifað af SigrJoh 20.02.2010 00:48Flottir farþegarMaðurinn sem sér um að fjarlægja dýr sem eru á vitlausum stöðum fékk upphringingu og hann beðinn að fjarlægja kind sem var á golfvelli. Hann var úti í bæ á einkabílnum sínum og nennti ekki að fara heim og skipta um farartæki svo hann hugsaði með sér að hann gæti bara sett kindina aftur í. Þegar þangað var komið, kom í ljós að kindin var með tvö lömb, svo hann fékk stráka sem voru þarna til að fanga lömbin en setti kindina í framsætið og öryggisbeltið á hana. Strákarnir settu svo lömbin í aftursætið og öryggisbelti á þau. Afgreiðslustelpunni varð dálítið starsýnt á farþegana, fer svo inn og kemur nokkrum mínútum seinna með sígaretturnar og spyr hvort það sé eitthvað fleira. Hann snýr sér þá að kindinni í framsætinu og spyr: "Villt þú eitthvað?" Þá byrja lömbin í aftursætinu að jarma og maðurinn segir: "Þegiði, ég er að tala við mömmu ykkar"! Skrifað af SigrJoh 09.02.2010 03:02BrandariGömlu hjónin Jón og Gunna voru mætt til læknis . Eftir fyrstu skoðun segir læknirinn við Jón " Ég þarf að fá hjá þér - þvagprufu , saursýni og sæðisprufu . Ha, ha, hvað segir læknirinn, segir Jón sem var farinn að tapa verulega heyrn. Hann er að biðja um nærbuxurnar þínar segir þá Gunna Skrifað af SigrJoh 08.02.2010 00:02ÞorrablótsbragurEf þig langar mikið, á eitthvert stefnumót ekkert veit ég betra, en íslenskt þorrablót. Sviðasultan fína, sést á borðum þar hvað þær eru mjúkar, hveitikökurnar. Þvílíkt nammanamm; þvílíkt nammanamm Lundabaggar og lambakjammakjamm. Vasapelinn minn, besti vinurinn ekta landa ég á honum finn. Í eina þorraveislu, yfir langan veg komum við að kveldi, kerla mín og ég. Keyptum okkur aðgang, settumst sætin í fórum svo að borða, þetta fínerí. Fjögur stærðarföt, full með hangikjöt mér fannst konan mín væri ei við það löt. Ég tók pelann minn, upp með landann sinn þar í brjósthýru fína ég finn. Bringukollar feitir, borðast trogum úr glóðarbakað brauðið, beljujúgur súr. Allt í einu heyrði ég voða mikið hljóð þetta var þá konan sem sagði sár og móð: Éttu punginn Jón, éttu punginn Jón ég get alls ekki horft á þessa sjón! Éttu kona þinn, ég hef nóg með minn það er langbest að hver hafi sinn. (höf. óþektur) Skrifað af SigrJoh 01.02.2010 01:56Silfur EgilsÉg sat fyrir framan sjónvarpið í kvöld og horfði á þáttinn Silfur Egils.. Ég er mjög ánægð með að hafa séð þennan þátt og hvet alla íslendinga til að horfa á hann. Eftir að hafa hlustað á fréttamanninn (sem ég missti af hvað heitir) tala um hvernig Ísland lenti í þessari bankakreppu.. og það að við ættum að halda í lýðræðið og segja NEI við samningnum um ICESAVE.. sem hann sagði að væri tilraun Alistair Darling og Gordon Brown til að gera Ísland gjaldþrota.. ásamt ýmsu öðru fróðlegu sem hann sagði.. og hvernig þeir hylma yfir íslensku fjárglæframönnunum.. sem ætti að dæma til dauða.. þá sannfærðist ég alveg og ég segi NEI í þjóðarkosningunni.. Skrifað af SigrJoh
Flettingar í dag: 59 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235255 Samtals gestir: 26500 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is