Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2009 Nóvember

23.11.2009 23:21

Óvissuferð og árshátíð SM

Laugardaginn 14.11.09 fórum við í óvissuferð með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar.
Um kvöldið var svo árshátíðin haldin á Vélsmiðjunni við Pollinn á Akureyri.

Þetta var góður dagur og maturinn góður um kvöldið og skemmtum við okkur vel.

Setti inn myndir af okkur konunum í óvissuferðinni og nokkrar frá kvöldinu.

20.11.2009 22:52

Jamm...

Það tekur matinn 7 sek að ferðast frá munni til maga. Mannshár getur borið 3 kg. Lengd karlmannslims er 3x lengd þumalputta hans. Hjarta konunnar slær hraðar en hjarta mannsins. Á hverjum fæti hýsum við 1000 milljarða af bakteríum. Konan blikkar augunum 2x oftar en maðurinn. Við notum 300 vöðva, einungis til að halda jafnvægi. Konan er búin að lesa þetta. Maðurinn starir ennþá á þumalputtann á sér...

10.11.2009 16:27

Handverkshátíð á Hrafnagili 2009

Vikudagur                                        3.nóv.2009  

Fulltrúar þeirra félagasamtaka sem unnu að sýningunni og fengu styrki, ásamt fulltrúum úr sýningarstjórn Handverkshátíðarinnar.

Fulltrúar sýningarstjórnar Handverkshátíðar á Hrafnagili afhentu í vikunni félagasamtökum sem unnu að sýningunni styrki vegna vinnuframlags þeirra í tengslum við framkvæmdina. Sýningin sem haldin var á Hrafnagili dagana 7. - 10. ágúst var sú best sótta í sautján ára sögu Handverkshátíða á Hrafnagili þar sem  um 20.000  gestir heimsóttu hana. Hátíðin var einn af stærstu viðburðum ársins hérlendis og stefna forsvarsmenn hennar að því að gera enn betur næst.

Að þessu sinni var fyrirkomulagið í tengslum við hátíðina með öðru sniði en verið hefur þar sem félagasamtökum í sveitarfélaginu bauðst að nýta sér verkefni tengd sýningunni sem fjáröflun. Nægir þar að nefna vinnu við uppsetningu á tjöldum, eftirlit á sýningarsvæði, miða- og veitingasölu og fleira. Þessir aðilar voru m.a. Hjálparsveitin Dalbjörg,  Ungmennafélagið Samherjar,  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, og Kvenfélögin Aldan-Voröld og Hjálpin.   Ljóst er að þessar styrkveitingar hafa umtalsverða þýðingu fyrir marga af þeim aðilum sem tóku þátt í verkefninu enda hafa félagasamtök þurft að leita nýrra leiða hvað fjáröflun varðar á undanförnum misserum.

Handverkshátíðin á Hrafnagili verður haldin dagana 6. - 9. ágúst 2010 en nánari upplýsingar má sjá á http://www.handverkshatid.is/ .

09.11.2009 23:24

Herbergisfélaginn og mamma

Ekki reyna að plata mömmu !!?!?

Frú Bacciagalupe var boðin í kvöldverð til Tony sonar síns og herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðari og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Tony og Maríu en bara vinskapur.

Tony áttaði sig á hugsunargangi móður sinnar og sagði; "Mamma, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa, en það er ekkert á milli okkar Maríu, við erum bara herbergisfélagar."

Viku síðar og eftir mikla leit sagði María við Tony: "Ég hef verið að leita að sykurkarinu í marga daga en ég hef ekki séð það síðan mamma þín var hjá okkur. Heldurðu nokkuð að hún hafi tekið það?".

"Ég efa það, en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja", sagði Tony.
"Elsku mamma, ég er ekki að segja að þú hafir tekið sykurkarið þegar þú varst í heimsókn og ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið það. En staðreyndin er sú að við höfum ekki fundið sykurkarið síðan þú varst hjá okkur í mat."

Kveðja, Tony


Nokkrum dögum síðar barst Tony svar frá mömmu.
"Elsku sonur, ég er ekki að segja að þú sért að sofa hjá Maríu og ég er heldur ekki að segja að þú sofir ekki hjá Maríu. En staðreyndin er sú að ef María svæfi í sínu eigin rúmi, hefði hún fundið sykurkarið."

Kveðja, mamma.

08.11.2009 02:20

Heldri kona og tölvunámið

Eldri kona sem hafði unnið til fjölda ára á saumastofu hafði loksins haft sig út í að skrá sig á tölvunámskeið. Hún dreif sig síðan í Elko og keypti sér nýja tölvu til að æfa sig á heima áður en námskeiðið byrjaði. Viku síðar fór hún aftur í Elko og kvartaði við Gunna afgreiðslumann og sagði að fótstigið sem fylgdi tölvunni virkaði illa. Hvaða fótstig? spurði Gunni hissa. Þetta hérna sagði konan og rétti honum músina.... :o)

Tók þennan af síðunni hjá Dæda, en hann setti hann á Facebook


05.11.2009 17:52

Aspartam ekki hættulegt.

Segir Ólafur Gunnar Sæmundsson í grein eftir Baldur Guðmundsson í Dv.

Svokallaðir diet drykkir eða sykurlausir drykkir hafa fyrir löngu rutt sér til rúms á Íslandi. Ólafur segir að með tilvist þeirra hafi þeir, sem þurfi að passa upp á fjölda hitaeininga en vilju fá eitthvað annað bragð en af vatninu og mjólkinni val.

"Þeir geta þá leitað í diet drykki þar sem hitaeiningarnar eru nánast engar," segir hann.

Ólafur segir furðulegt að fylgjast með umræðunni um diet drykkina. Sérstaklega gervisætuefninu aspartam, sem sé það aukaefni í matvælum, sem mest hafi verið rannsakað af þeim öllum.

"Ef það væri einhver hætta á því að efnið myndi leiða til krabbameins í heila eða jafnvel blindu hlyti það að sjást í mælingum á tíðni slíkra sjúkdóma.

Það er ekki svo.
Eftirlitsstofnanir hafi í meira en 20 ár sýnt fram á að þessi efni séu skaðlaus.

"Það er hægt að vitna í eina og eina músarannsókn sem sýnir fram á skaðsemi í músum.
Alltaf þegar þetta hefur verið rannsakað af óhlutdrægum aðilum hefur komið í ljós að þessar rannsóknir standa ekki á föstum grunni," segir hann.

Hann segir enn fremur að meginvandi Íslendinga sé samviskubitið: "Við erum alltaf að drepast úr samviskubiti og höldum alltaf að við séum að borða eitthvað rosalega óhollt."

Sem sagt: Það er ekki Aspartam sem veldur skjálfta, hjartsláttartruflunum og magaverkjum, heldur er það koffínið eins og þeir þekkja sem drekka mikið kaffi og te.

Ólafur Gunnar er sko minn maður þar sem ég er ein af þessum sem er að drepast úr samviskubiti yfir að drekka töluvert af Coke Light.
Ég drekk ekki kaffi eða te (nema koffínlaust ávaxtate) og ég þarf sökum ofnæmis að neita mér um margt í mat og mér finnst ekki nóg að drekka bara vatn þó að það sé yfirleitt gott vatnið hér á Íslandi.



  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249586
Samtals gestir: 28525
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar