Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2009 Ágúst

20.08.2009 01:16

Á suðurlandinu ágúst 09

Er í sumarfríi þessa viku og lögðum við af stað til Reykjavíkur seinnipart sunnudagsins 16. ágúst.
Mánudagsmorguninn fór í skoðun hjá Jóhannesi Kára augnlækni og gekk það vel.
Sjónin hefur breyst hjá mér eins og ég vissi nú sjálf og ný gleraugu komin í pöntun hjá
PROFIL OPTIK (að sjálfsögðu) á Laugarvegi 24.

Hjólhýsinu var plantað á planinu hjá Jóni og Gunnu í nágrenni við Glæsibæ þar sem augnlæknastofan er til húsa og sváfum við þar í 2 nætur og fluttum okkur svo í Laugardalinn á tjaldstæðið þar. 
Eftir að hafa farið í heita pottinn og skolað af okkur ferðarykið þá tókum við okkur upp og héldum áleiðis til Njarðvíkur þar sem við gistum núna hjá Ingu systir.
Við vorum drjúgan tíma á leiðinni, því við komum við í IKEA og gáfum okkur góðan tíma til að skoða okkur um þar. 

Veðrið hefur leikið við okkur og þetta hafa bara verið notalegir dagar hjá okkur.
Spurning hvað við gerum á morgun því veðurspáin er ekki góð til aksturs með hjólhýsi.


 

15.08.2009 13:47

Fiskidagar á Dalvík 09

Vorum á Dalvík á Fiskidögum og áttum þar góða helgi í plássinu sem við höfum haft hjá Snjólaugu og Jóni við Böggvisbraut. Þetta er þriðja árið sem við holum okkur niður þar og þrengir að okkur með hverju ári sem líður, svo að Fúsi fór með hjólhýsið úteftir miðvikudeginum áður.
Setti inn myndir þaðan, en þar sem ég festi kortið úr myndavélinni minni í kortalesaranum í tölvunni á laugardeginum, þá á Fúsi heiðurinn af sumum myndunum.



  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar