Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2009 Apríl

27.04.2009 00:58

Gosi

Sjáðu mamma ég er Gosi

Sjáðu mamma, ég er Gosi....

18.04.2009 18:03

Eiturlyfjaframleiðsla

Vonlaust að fá þá til að játa.

Lögreglumönnum gengur auðveldlega að finna kanabisgróðrastíur sem eiturlyfjasalar hafa "plantað" víðsvegar um bæinn. það þarf ekki nema að hleypa einum hasshundi nokkra metra út fyrir Lögreglustöðina þá er hann búinn að renna á slóðina eða fá upplýsingar hjá rafmagnsveitunni um óeðlilega háan hitareikning. Vandamál lögreglunar er sem sé ekki að uppræta starfsemi kannabisgrænmetis bænda heldur mun frekar að fá þá til að játa. 

Sjáum dæmi 

lagregluþjónn emoticon   Jæja ... svo þú hefur varið staðin að verki að selja milljónir hassplanta

emoticon hasshaus- Hei djöfull er þetta kúl húfa maður 

lögregluþjónn emoticon .. Ha uu já... en  þú gengst við þessari kanabisrækt ekki satt ? 

emoticon hasshaus- Hei er þér sama að ég fái að reykja hérna inni 

Lögreglu þjónnemoticon - já já en ætlarðu að svara spurningunni, stóðst þú að þessari kanabisrækt eða ekki?

hasshaus emoticon ..Djöfull er þetta heví stöff.. má ég bjóða þér að prófa ? 

emoticon lögregluþjónn- ertu að reykja hass hérna inni á lögreglustöðinni drengur

emoticon hasshaus-Hei tjillaðu á því maður 

emoticon lögregluþjónn- VERÐIR VILJIÐ ÞIÐ HANDTAKA ÞENNAN MANN EINS OG SKOT hann er að reykja kanabis hérna inni. 

emoticon hasshaus- Já en ég er inn á lögreglustöð maður... Slappaðu af...

Höfundur:  Brynjar Jóhannsson háðfugl


01.04.2009 22:49

Félagsfælni

Persona.is

Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar.  Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu.  Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir öðrum er þetta hrikaleg þolraun.  Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögulega hugsað sér að taka þátt í félagslegum viðburðum eða umgangast fólk yfir höfuð. 

Flest upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða.  Fyrir ákveðnum hópi fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé og forðast það sem vekur hjá því kvíða.  Þegar fólk fer að forðast hluti með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast.  Fælni getur myndast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin.  Félagsfælni felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum aðstæðum.  Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um sjálft sig í slíkum aðstæðum.  Í stað þess að taka þátt í samræðum og njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi fyrir sjónir.  Það verður mjög sjálfsgagnrýnið á allt sem það segir og gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því.  Þetta gerir það, að sjálfsögðu, að verkum að það verður líklegra að fólkið taki eftir smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti og ímyndar sér þá að þar sem það taki eftir þessu hljóti allir aðrir einnig að gera það og að þau hljóti að líta út eins og verstu aumingjar.  Þessi mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þá framkallað vítahring fyrir sjálft sig.  Eftir að hafa lent í svona aðstæðum styrkist því óttinn við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að umgangast aðra eykst. 

Rannsóknir hafa sýnt að algengi félagsfælni sé á bilinu 5-15% og því þriðja algengasta geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkohólisma.  Miðað við þessar tölur má því ætla að á bilinu 15 - 45.000 íslendingar þjáist af félagsfælni.  Félagsfælni er mjög oft falin og uppgötvast ekki en nokkuð algengara hefur verið að hún greinist hjá karlmönnum.  Þessi kynjamunur kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring á þessu sé sú að karlmenn hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við félagslegar aðstæður og því frekar þurft að leita sér aðstoðar.  Þetta kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á algengi þar sem ótal konur kunna að þjást af þessum vanda án þess að gera neitt í því.  Ef mann grunar að maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að takast á við fælnina með því að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar þar sem fælninni hættir til að vinda upp á sig og versna ef ekkert er að gert.

Félagsfælni hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg.  Andlegu einkennin eru ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur athyglinnar.  Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða, skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinning, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík vandamál.

Ekki má gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í talsverðri einangrun eins og til dæmis að hafa verið að læra mikið eða bara ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum.  Oftast er hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda sig við að horfast í augu við fólk þegar maður er í samræðum og einbeita sér á að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins.  Oft þegar maður er orðinn svolítið félagslega einangraður verður maður hálfpartinn að pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt að vera bara heima og losna við að eiga í samskiptum við fólk.  Að eiga samskipti við aðra hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi.  Eftir því sem maður æfir sig því færari verður maður og þar að leiðandi sjálfsöruggari.  Ef félagsfælnin er þó orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila. 

Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingu
  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar