Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2009 Mars

28.03.2009 01:35

Fúlar á móti

Ég, Fúsi og Hulda fórum að sjá "Fúlar á móti" með þeim Eddu Björgvins, Björk Jakobs og Helgu Braga í kvöld.
Skemmtum okkur konunglega og þær voru alveg frábærar í þessari sýningu.

Fúlar á móti


25.03.2009 01:24

Konur yfir fertugu...

Konur yfir fertugu - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld...

Eftir því sem ég eldist, kann ég betur að meta konur yfir fertugu og hér eru nokkrar ástæður fyrir því:
Kona yfir fertugu mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?"      Henni gæti ekki verið meira sama.

Ef kona yfir fertugu vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.  

Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.   Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti  þína fyrir þeim.

Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.   Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugu af mörgum ástæðum.

Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greinda konu yfir fertugu, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22  ára gengilbeinu.   Konur, ég biðst afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.        Hvers vegna?

Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa
heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!

Andy Rooney

22.03.2009 20:39

Grái fiðringurinn!

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

Heyrðu elskan - fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.

Núna á ég 50 miljóna hús, 8 miljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá - en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu.

Ég verð að játa að ég á skynsama konu.  Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið..."Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu!! 
Ég sé um að þú fáir hitt aftur;  ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp."

"Og eftir þessi 30 ár veistu að ég meina það sem ég segi!!!"

Er konan mín ekki frábær - grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!


06.03.2009 00:36

Hvað gerum við við reiði?

Réttlæti.

Eitt sinn kom ungur maður að máli við Abraham Lincoln forseta BNA.
Ungi maðurinn var sárgramur út í mann sem hafði gert honum ljótan grikk og svikið af honum fé.
Hann spurði Lincoln ráða hvað hann ætti til bragðs að taka.

Skrifaðu manninum skammarbréf svaraði Lincoln að bragði og dragðu nú ekkert undan sem þú vilt segja. Láttu fúlmennið fá ærlega fyrir ferðina eins og hann á réttilega skilið!
Hann fékk unga manninum vandaða pappírsörk og setti hann við borð þar sem var penni og blek.
Ungi maðurinn settist niður og tók til við skriftir. Eftir góða stund stóð hann upp og afhenti Lincoln örkina þéttskrifaða. Lincoln las bréfið svipbrigða laust og hrósaði unga manninum fyrir kjarnyrtar skammirnar sem hann lét dynja á misgjörðamanni sínum.

Ungi maðurinn var að vonum ánægður og vildi senda manninum bréfið undireins og kvaðst fara með það strax á pósthúsið.

Bíddu aðeins hægur ungi maður kvað Lincoln alvarlegur í bragði.

Bréfinu skaltu henda á eldinn sem hér logar glatt í arninum.

Hversvegna spurði ungi maðurinn forviða.

Það er vegna þess að nú ert þú búinn að fá útrás fyrir reiði þína í bréfinu og ert maður meiri að láta hér við staðið og brenna reiðihugsunum þínum sem skaða engan meir en þig sjálfan komi þær fyrir nokkurs manns sjónir annarra en okkar.
Þú ert maður meiri að trúa eldinum fyrir leyndarmáli okkar.

Ef fleiri færu að þessu fordæmi og hugsuðu sig um áður en skrifað er í uppnámi og reiði og sett fyrir almannasjónir á netinu væri umræðan málefnalegri og vandaðri.


01.03.2009 22:56

Sesselja í Fornhaga

Sesselja Ingólfsdóttir (Silla í Fornhaga) varð 60 ára þann 28.2.2009 og var veisla haldin í Þelamerkurskóla um kvöldið og fram á nótt.
Setti inn myndir sem ég tók í afmælisveislunni.


  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 308382
Samtals gestir: 30282
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 04:47:33

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar