Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Færslur: 2008 September20.09.2008 14:22Mamma fer að sofa.Mamma og pabbi sátu
við sjónvarpið. Mamma segir:
Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppí rúm. Hún fór inn í eldhús
og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir
næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á
sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna. Svo setti hún nokkur
föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi
eina tölu. Hún tók saman
dagblöðin sem lágu á gólfinu. Hún safnaði saman
nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niðu í skúffu, svo
vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það
myndi þorna. Hún stoppaði við
skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin
og tók upp eina bók sem lá undir stól. Hún skrifaði eitt
afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo skrifaði hún
minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni. Svo fór hún að þvo
sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér. Pabbin hropaði
úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa. Já sagði hún og
hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk úr skugga um að
dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á
börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi
sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn,
tók rúmteppið af rúminu. Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann. Á sama tíma slökti
pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú fer ég að sofa - og það
gerði hann. PS. Svo eru kallarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar. Skrifað af SigrJoh 20.09.2008 14:14Tvær góðar sögurÍ tengslum við umgengni heimilisfólksins. Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni
kemur hann að öllu gjörs amlega á hvolfi í húsinu.. Mín kona líkist ekki mömmu. Það
er ekki neitt til í því að ég hafi valið konu, sem líkist mömmu. Svo ég byrji á
byrjuninni þá hirti mamma alltaf upp sokka, skyrtur og annað, sem ég henti frá
mér og það gerði hún samdægurs. Mín kona hirti þetta ekki upp fyrr en hálfu ári
eftir að við fórum að búa saman, en þá var sumt næstum því gróið við gólfið. Matur
var alltaf hjá mömmu á föstum tímum, en það kom líka fyrir í fyrstu að mín
kona var enn að vinna klukkan 7 og hafði ekki gert neinar ráðstafanir. Eftir að
ég gerði henni grein fyrir því hvað ég væri illa haldinn, þá mátti hún eiga það
að nú eru alltaf til 1944 réttir í ísskápnum. Eini gallinn er sá að ég veit
ekki hvað á að láta þá vera lengi í örbylgjuofninum og er því alltaf
glorhun-graður, þegar hún kemur heim. Segið svo að maður velji sér konu, sem líkist móður manns. Skrifað af SigrJoh 20.09.2008 01:56Dökkva hlustar á Elvis PrestleySkemmtileg sería af kisunni Dökkvu og DVD spilaranum komin á myndasíðuna. My sons cat and Elvis. Skrifað af SigrJoh 10.09.2008 12:24Nýjar myndirLoksins eru myndirnar komnar inn sem ég tók á mærudögum á Húsavík í sumar. Einnig setti ég myndir frá dönskum dögum Í Stykkishólmi, ferð okkar á Eyjalín út í Brokey og svo ókum við um í Snæfellsbæ og stoppuðum í Skarðsvík og við vitann í Svörtuloftum. Skrifað af SigrJoh
Flettingar í dag: 178 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249586 Samtals gestir: 28525 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is