Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2008 Apríl

30.04.2008 11:21

Gestabókin

Gaman væri að fá smá komment í gestabókina frá ykkur.

30.04.2008 10:45

Nýjar myndir

Fórum á Kirkjubæjarklaustur miðvikudaginn 23. apríl, þar sem Ása systir mín og fjölskylda hennar býr, til að vera á sumardaginn fyrsta við fermingu Herdísar Lindar Jónsdóttur og við skírn litla bróður hennar Gunnars Vals Sigurðarsonar.
Setti inn myndir frá því ferðalagi.

Í bakaleiðinni á föstudag komum við við í Njarðvík hjá Ingu og Inga fengum gistingu þar og þegar heim var komið um kl. 10:30 á laugardagskvöld þá höfðum við ekið tæplega 1500 km.

Fúsi skutlaði mér svo að Leifstöðum sem er hér stutt frá og þar hitti ég hluta af þeim sem útskrifuðust með mér frá Laugaskóla 1973.
Setti inn nokkrar myndir af þeim  sem mættir voru.
Nokkrir makar fylgdu með og var gaman að sjá þá.




20.04.2008 23:00

Jón Klaufi

Fórum í 60 ára afmæli í gær.

Jón Klaufi hennar Snjólaugar Kóngsdóttur hélt upp á 60 ára afmælið sitt í Rimum í Svarfaðardal í gærkvöld.

Við skelltum okkur þangað og áttum góða kvöldstund.
Gaman að hitta fólkið að sunnan og líka héðan að norðan því að við förum ákaflega sjaldan í heimsóknir og hingað koma fáir nema þeir séu sérstaklega boðnir.
En þannig er nú heimurinn í dag.

Í það fyrsta var sólin í stuði á leiðinni þangað.
Ekki gott fyrir bílstjórann en farþeginn (ég) naut þess að horfa á fjöllin og af því að þau eru hvít ennþá, þá sá ég þau í nýju ljósi og naut þess að horfa á alla gilskorningana, fjallstoppana og aðrar ójöfnur í þessum fallegu fjöllum sem eru á þessari leið frá Eyjafjarðarsveit og í Svarfaðardalinn.
Ég sé svolítið eftir því að hafa ekki beðið Fúsa að stoppa oftar og taka fleiri myndir á leiðinni.
Tók þó myndir af Kaldbak og Múlanum og nágrennið fylgdi með.
Gott ef sést ekki aðeins í Vaðlaheiðina þar sem ég bý.
Á heimleiðinni var tunglið fullt og birtist okkur hvar sem fjöllin náðu ekki að hylja það.
Ég held bara að það hafi verið á undan okkur heim.

Set inn nokkrar myndir frá þessu kvöldi.

14.04.2008 01:53

Einn góður



Ljóska og brúnetta ganga saman fram hjá blómabúð. Allt í einu segir sú
brúna: ?Æææi, neiii, þarna er kærastinn minn að kaupa handa mér blóm?

Sú ljóshærða: Af hverju er það svo slæmt?

Sú brúna: Alltaf þegar hann gefur mér blóm ætlast hann til að fá
eitthvað í staðinn.
Mig langar ekki að eyða allri helginni á bakinu með
fótleggina upp í loft!

Ljóshærða: Núú.. áttu ekki blómavasa?


12.04.2008 13:30

Fleiri lítil börn.

Fleiri börn hafa fæðst í stórfjölskyldunni.
Hitti Ásu í Kálfskinni og hún sagði mér það í fréttum að þau Sveinn hefðu lengst svolítið því að Ásrún dóttir Jónsa hefði eignast barn og þar með eru þau orðin langamma og langafi.

Mér finnst þau samt gott dæmi um fólk sem er síungt hvað sem aldur  og barnabarnabörn segja til um.




05.04.2008 22:55

Sævarsdóttir

Ég  eignaðist aðra litla frænku.

Hún fæddist 4 apríl og á því sama afmælisdag og Anna Marý dótturdóttir mín.

Hún  er dóttir Sævars og Guðrúnar.

Þar með er Svanlaugur litli bróðir minn orðinn afi og ég spái því að þetta barn sé það fyrsta af mörgum  barnabörnum hans og Heiðu því að þau hafa afrekað það að eignast 6 börn.

Þar sem ég erfði það frá föður mínum að eiga erfitt með að muna ýmislegt eins og afmælisdaga og hvað fólk er gamalt (og jafnvel nöfnin ef ég hef ekki heyrt þau nýlega) þá er það hentugt fyrir mig að ný börn fæðist sama dag og mín börn eða barnabörn því þá man ég frekar afmælisdaga þeirra.

Eins og að ég á gott með að muna að hann Stefán Daníel föðurbróðir litlu stúlkunnar er fæddur 27. maí  sama dag og Einar Þórir sonur minn (árið 2000 eins og Anna Marý).






  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249586
Samtals gestir: 28525
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:37:00

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar