Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2008 Mars

26.03.2008 23:20

Tvíburar


TVÍBURARNIR
21. maí - 21. júní

Óþolinmótt eftir að hefja leikinn er líklegt að tvíburabarnið hafi sparkað duglega í móðurkviði. Tvíburabörn eru líkleg til að byrja snemma að tala og þau segja sína skoðun frá byrjun. Þau eru mjög forvitin í eðli sínu og þurfa því alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Þau eiga mjög erfitt með að sitja kyrr og eiga mjög erfitt með að þegja. Athyglin beinist stöðugt að nýjum viðfangsefnum en áhuginn hverfur oft mjög fljótt. Tvíburarnir þurfa mikla örvun og hyggilegt er að leikföng þeirra séu margvísleg og vitsmunalega þroskandi, svo sem púsluspil og þrautir af ýmsu tagi. Því fyrr sem tvíburabarnið kemst í hóp annarra barna því betra því tvíburarnir elska félagslíf enda hafa þeir mikla samskiptahæfileika. Líf og fjör er tvíburum að skapi. Yfirleitt er tvíburinn bráðþroska vitsmunalega og því nauðsynlegt að sinna þessum þætti í uppeldinu með því að reyna að svara t.d. spurningum hans (þær eru reyndar oft ansi margar) og ræða við hann. Litlir tvíburar eru oft stríðnir og hrekkjóttir en það ber ekki að taka of alvarlega því yfirleitt er meiningin ekki slæm. Hann grípur oft til prakkarastrika til að hrista upp í umhverfinu því hann hefur ríka þörf fyrir tilbreytingu.

Barn í tvíburamerkinu er snöggt í hreyfingum eins og svipu sé veifað, þó svo að flestar hreyfingar séu uppávið. Þetta barn er alltaf á leiðinni upp á eitthvað. Talandi um orku og virkni! Þetta barn fer létt með að gera 3 hluti í einu og er líklegt til að gera þá alla vel. Hægt er að segja um barn í tvíburamerkinu að það sé mjög klókt og komi sífellt á óvart. Það er einnig ósvífið og gæti komið heim með kettling með slaufu um hálsinn (sem það fann) og fært mömmu sinni að ?gjöf?. Sætt, ekki satt? Það sem þessu barni leiðist er að hafa ekkert að gera, svo vertu viss um að stundatafla þess sé alveg þétt skipuð (íþróttir, klúbbar, útivist o.s.frv.) Vegna þess hve barnið er upptekið og hefur margt fyrir stafni þá eignast það marga vini. Tvíburanum líkar að vera trúðurinn í bekknum og gerir í því að gretta sig og segja brandara. Tvíburinn er fyndinn og býr yfir góðum húmor. Hugur hans ferðast á ógnarhraða og auðvelt að örva. Vertu viss um að hann hafi alltaf nóg að lesa. Fyrir utan lestur þá hefur barn í tvíburamerkinu einnig mikla unun af því að tala, segja brandara og taka þátt í íþróttum, og það vill gera þetta allt núna strax. Þegar þú reynir að sjá fyrir þér barn í tvíburamerkinu þá skaltu hugsa um Línu Langsokk. Hallaðu þér aftur, dragðu andann djúpt og taktu þátt í fjörinu.


Setti þetta inn því þetta er mitt merki og nokkurra annara í fjölskyldunni svo sem Ásu systir, Einars sonar míns og Evu barnabarns míns, Regínu Óskar, Vigfúsar og Vals, svo og nokkurra fleiri.



26.03.2008 22:53

Brandarar

Rakst á góða brandara og kóperaði þá á mína síðu.

Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.
Þar andaðist eiginkonan.



Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.

Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.

Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."



                                                                                                                      


Ljóskubrandari

Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að
stjórinn myndi ekki taka það í mál.  Þá datt mér í hug að hugsanlega
 myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður.
 Svo að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér
 furðuleg hljóð.
 Samstarfskona mín - sem er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera.
 Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri
 héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra daga leyfi.
 Skömmu síðar birtist stjóri á skrifstofunni og sagði við mig:
"Drottinn minn, hvað ertu að gera?" Ég sagði honum að ég væri
 ljósapera.
 Hann sagði: "Þú ert yfir þig stressaður, það fer ekki á milli mála.
 Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér." Ég stökk
 niður og gekk út úr skrifstofunni.
 Þegar samstarfskona mín (ljóskan) elti mig spurði stjóri hana hvert
 hún væri eiginlega að fara. Hún sagði:
 "Ég er líka farin heim. Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér
  að ég vinni í þessu myrkri!"


21.03.2008 15:33

Páskar

Gleðilega páska





18.03.2008 00:11

Ferming Sesselju

Setti inn myndir frá fermingu Sesselju Fanneyjardóttur.
Hún varð einnig 14 ára þennan dag 16.mars 2008.

10.03.2008 22:52

Halló


Glitter Comments

10.03.2008 00:10

Vetrarmyndir

Tók nokkrar fallegar vetrarmyndir í nágrenni Akureyrar

03.03.2008 11:23

Netið

Nettengingin hefur að mestu legið niðri hjá okkur síðustu daga. Ég hef einstaka sinnum náð sambandi og þá er netið inni í stutta stund og dettur svo út aftur.
Ég er búin að vera á netinu núna í c.a. 10 mín. og mér sýnist á signalinu að það sé að detta út aftur svo að ef einhverjar villur eru í innsetningunni hjá mér þá verður bara að hafa það þangað til netið er nógu lengi inni í einu til þess að ég geti lagfært þær.

02.03.2008 14:34

Börnunum fjölgar

Það hefur fjölgað um 3 börn í stórfjölskyldunni. 

Á  Árskógsströnd búa Steini bróðursonur minn og Kristín. Þau eignuðust Bergdísi Birtu þann 17. júní 2007. Hún á 2 systkini og þau heita  Sandra Ósk og Baldur Smári.

Á Kirkjubæjarklaustri búa Ása systir mín og Siggi. Þau eignuðust Gunnar Val þann 3. nóvember 2007. Hann á stóra systur sem heitir Herdís Lind og það á að ferma hana á sumardaginn fyrsta og þá verður Gunnar Valur líka skírður.

Þann 1. mars 2008 fæddist lítil stúlka á Akureyri. Foreldrar hennar eru Fjóla Ósk systurdóttir mín og Ásgeir. Hún á líka "stóra" systur sem heitir Embla Dís.

Linkar á síðurnar þeirra eru á forsíðunni minni. Það þarf að vísu að hafa lykilorð á síðurnar þeirra Gunnars og Bergdísar en það er örugglega hægt að fá það uppgefið hjá þeim ef einhver vill.

Veturinn.

Það er komið að sunnlendingum að hafa vetur núna 07-08.
Í fréttum er sagt frá því að á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum stefnir í það að starfsfólk vinni 3ju vaktina í röð vegna þess að björgunarsveitin hefur ekki komist með starfsfólk til vaktaskipta að sjúkrahúsinu vegna ófærðar og veðurs.

Og í Vík í Mýrdal er ófært núna og á Kirkjubæjarklaustri hefur verið snjór síðan í desember að sögn Ásu.

Annars er nú hvítt yfir öllu hér fyrir norðan og ákaflega fallegt að horfa hér í kringum okkur.

Set inn nokkrar vetrarmyndir sem teknar eru hér í nágrenninu og ég ætla líka að stelast til að setja nokkrar myndir af barnalandi inn á síðuna mína.
  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar