Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Færslur: 2007 Nóvember

30.11.2007 22:47

Kaupmannahöfn

Fórum til Kaupmannahafnar með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar 8. - 11.(12.) nóvember 2007.

Fín ferð og stóðst að miklu leiti. Þ.e.a.s. lögðum bara einum klukkutíma of seint af stað vegna þess að flugvél Iceland Express var ekki lent í Keflavík þegar við áttum að fara af stað frá Akureyri. En hvað um það, "Fríhöfnin og barinn" opinn.

Í Kaupmannahöfn var ágætt að vera og héldum við skemmtilega árshátíð að vanda, að þessu sinni í gömlu klaustri.

Á sunnudaginn ( daginn eftir árshátíð ) þurftum við að losa hótelherbergin kl. 12 á hádegi, en fórum ekki út á flugvöll fyrr en kl. 17:30 og voru margir ansi framlágir á þessum tíma (þar á meðal ég sem hefði gjarnan þegið að sofa lengur en til kl. 10:00 að ísl. tíma) og dagurinn fór að mestu í það að bíða eftir flugi heim og ekki margar búðir opnar á þessum sunnudegi.

Magga og Gunni bentu okkur á að það væri fallegt svæði stutt frá hótelinu sem væri áhugavert að skoða og eru nokkrar myndir á síðunni úr þeirri göngu.

Heimferðin, þ.a.s.beina flugið, átti að vera í lagi og lending áætluð um kl. 23 að ísl. tíma. Stuttu fyrir þann tíma þá tilkynnir flugstjórinn að því miður þá sé ekki hægt að lenda á Akureyri og verði því lent á Egilsstöðum. Viðbrögðin voru allt frá því að vera algjör þögn og annars vegar klapp fyrir því frá nokkrum sem höfðu lýst því yfir fyrr um daginn að þeir vonuðust eftir því að það yrði ekki hægt að lenda á Akureyri, heldur yrði lent á Egilsstöðum.      Ehemm.

Þannig að það var lent á Egilsstöðum um kl 23:00, tollskoðað þar, töskurnar selfluttar í rútur á vegum Svenna (Ferðaskrifstofan Tanni) og ekið til Akureyrar (enginn Fríhöfn).  U.þ.b. 4 klukkutímar auka og það að næturlagi.  Við vorum komin heim og farin að sofa eftir kl. 4:00 aðfaranótt mánudags. Og einhverjir áttu að byrja að vinna kl. 6. á mánudagsmorgun.



22.11.2007 11:30

Frinsar

http://www.dramadrottning.com/konnun2/img/frog_small.png" Þú fellur fyrir froskum.

Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).

Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.

Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.

 

  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar