Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
29.05.2009 22:44FöstudagsbrandariGóður þessi! Kvöldbænin Kæri guð Viltu vera svo vænn að senda þessum fátæku fatalausu konum í tölvunni hans pabba föt til að vera í... Skrifað af SigrJoh 24.05.2009 23:48MyndlistMyndir teknar á nemendasýningunni um helgina. Önnur sýning verður næstu helgi því að nemar eru orðnir svo margir að skipta varð sýningunni á tvær helgar. Skrifað af SigrJoh 22.05.2009 00:37Myndlistarskóli Arnar IngaSýning á verkum nemenda í Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri verður laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. maí 2009 frá kl. 14 til 18 í Klettagerði 6. Á sýningunni eru mörg mjög falleg málverk og eru allir velkomnir. Ég á þar tvær myndir sem ég er bara nokkuð ánægð með a.m.k. finnst mér þær bara góðar miðað við að ég er að byrja að læra að mála og á mikið eftir ólært ennþá enda bara hobbý sem ég hef mjög gaman af. Skrifað af SigrJoh 09.05.2009 03:03Snjór 9. maí 2009Leiðinda veður í gær og hvítnaði hér allt í kring. Í dag er bjart og fallegt veður og töluverður snjór yfir öllu og blómin sem voru farin að blómstra eru komin undir nokkurra sentimetra snjólag. Set inn myndir sem ég tók fyrir snjó, í hríðinni í gær og svo í blíðunni í dag. Telma Brimdís bauð okkur að koma á útskriftarsýninguna sína í Myndlistarskólanum og við fórum í dag og skoðuðum sýninguna. Mjög flottar myndirnar hennar. Skrifað af SigrJoh 18.04.2009 18:03EiturlyfjaframleiðslaVonlaust að fá þá til að játa. Lögreglumönnum gengur auðveldlega að finna kanabisgróðrastíur sem eiturlyfjasalar hafa "plantað" víðsvegar um bæinn. það þarf ekki nema að hleypa einum hasshundi nokkra metra út fyrir Lögreglustöðina þá er hann búinn að renna á slóðina eða fá upplýsingar hjá rafmagnsveitunni um óeðlilega háan hitareikning. Vandamál lögreglunar er sem sé ekki að uppræta starfsemi kannabisgrænmetis bænda heldur mun frekar að fá þá til að játa. Sjáum dæmi lagregluþjónn Jæja ... svo þú hefur varið staðin að verki að selja milljónir hassplanta hasshaus- Hei djöfull er þetta kúl húfa maður lögregluþjónn .. Ha uu já... en þú gengst við þessari kanabisrækt ekki satt ? hasshaus- Hei er þér sama að ég fái að reykja hérna inni Lögreglu þjónn - já já en ætlarðu að svara spurningunni, stóðst þú að þessari kanabisrækt eða ekki? hasshaus ..Djöfull er þetta heví stöff.. má ég bjóða þér að prófa ? lögregluþjónn- ertu að reykja hass hérna inni á lögreglustöðinni drengur hasshaus-Hei tjillaðu á því maður lögregluþjónn- VERÐIR VILJIÐ ÞIÐ HANDTAKA ÞENNAN MANN EINS OG SKOT hann er að reykja kanabis hérna inni. hasshaus- Já en ég er inn á lögreglustöð maður... Slappaðu af... Höfundur: Brynjar Jóhannsson háðfugl Skrifað af SigrJoh 01.04.2009 22:49FélagsfælniPersona.is Á sumrin fer
fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar.
Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr
bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því
indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir
öðrum er þetta hrikaleg þolraun. Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að
stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögulega
hugsað sér að taka þátt í félagslegum viðburðum eða umgangast fólk yfir
höfuð. Flest
upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel
daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða. Fyrir ákveðnum hópi
fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé
og forðast það sem vekur hjá því kvíða. Þegar fólk fer að forðast hluti
með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast. Fælni getur
myndast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu
og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin. Félagsfælni
felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum
aðstæðum. Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem
verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um
sjálft sig í slíkum aðstæðum. Í stað þess að taka þátt í samræðum og
njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi
fyrir sjónir. Það verður mjög sjálfsgagnrýnið á allt sem það segir og
gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að
það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því. Þetta
gerir það, að sjálfsögðu, að verkum að það verður líklegra að fólkið taki eftir
smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti
og ímyndar sér þá að þar sem það taki eftir þessu hljóti allir aðrir einnig að
gera það og að þau hljóti að líta út eins og verstu aumingjar. Þessi
mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að
fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þá framkallað vítahring
fyrir sjálft sig. Eftir að hafa lent í svona aðstæðum styrkist því óttinn
við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að
umgangast aðra eykst. Rannsóknir
hafa sýnt að algengi félagsfælni sé á bilinu 5-15% og því þriðja algengasta
geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkohólisma. Miðað við þessar
tölur má því ætla að á bilinu 15 - 45.000 íslendingar þjáist af
félagsfælni. Félagsfælni er mjög oft falin og uppgötvast ekki en nokkuð
algengara hefur verið að hún greinist hjá karlmönnum. Þessi kynjamunur
kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring á þessu sé sú að karlmenn
hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við
félagslegar aðstæður og því frekar þurft að leita sér aðstoðar. Þetta
kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á algengi þar sem ótal konur kunna
að þjást af þessum vanda án þess að gera neitt í því. Ef mann grunar að
maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að takast á við fælnina með því
að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar þar sem fælninni hættir til að
vinda upp á sig og versna ef ekkert er að gert. Félagsfælni
hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg. Andlegu einkennin eru
ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur
athyglinnar. Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða,
skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinning, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem
þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt
sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík
vandamál. Ekki má
gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í
talsverðri einangrun eins og til dæmis að hafa verið að læra mikið eða bara
ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum. Oftast er
hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað
með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda
sig við að horfast í augu við fólk þegar maður er í samræðum og einbeita sér á
að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins. Oft þegar
maður er orðinn svolítið félagslega einangraður verður maður hálfpartinn að
pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt
að vera bara heima og losna við að eiga í samskiptum við fólk. Að eiga
samskipti við aðra hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem
þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi. Eftir því sem maður æfir
sig því færari verður maður og þar að leiðandi sjálfsöruggari. Ef
félagsfælnin er þó orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er
mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila. Sálfræðingu Skrifað af SigrJoh 28.03.2009 01:35Fúlar á mótiÉg, Fúsi og Hulda fórum að sjá "Fúlar á móti" með þeim Eddu Björgvins, Björk Jakobs og Helgu Braga í kvöld. Skemmtum okkur konunglega og þær voru alveg frábærar í þessari sýningu. Skrifað af SigrJoh 25.03.2009 01:24Konur yfir fertugu...Konur yfir fertugu - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld... Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn. Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar: Skrifað af SigrJoh 22.03.2009 20:39Grái fiðringurinn!Ég horfði gagnrýnum augum á konuna sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði: Heyrðu elskan - fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu. Núna á ég 50 miljóna hús, 8 miljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá - en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: Ekki vandamálið..."Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu!! Ég sé um að þú fáir hitt aftur; ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp." "Og eftir þessi 30 ár veistu að ég meina það sem ég segi!!!" Er konan mín ekki frábær - grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!! Skrifað af SigrJoh 06.03.2009 00:36Hvað gerum við við reiði?Réttlæti. Eitt sinn kom ungur maður að máli við Abraham Lincoln forseta BNA. Skrifaðu manninum skammarbréf svaraði Lincoln að bragði og dragðu nú ekkert
undan sem þú vilt segja. Láttu fúlmennið fá ærlega fyrir ferðina eins og hann á
réttilega skilið! Ungi maðurinn var að vonum ánægður og vildi senda manninum bréfið undireins og kvaðst fara með það strax á pósthúsið. Bíddu aðeins hægur ungi maður kvað Lincoln alvarlegur í bragði. Bréfinu skaltu henda á eldinn sem hér logar glatt í arninum. Hversvegna spurði ungi maðurinn forviða. Það er vegna þess að nú ert þú búinn að fá útrás fyrir reiði þína í bréfinu
og ert maður meiri að láta hér við staðið og brenna reiðihugsunum þínum sem
skaða engan meir en þig sjálfan komi þær fyrir nokkurs manns sjónir annarra en
okkar. Ef fleiri færu að þessu fordæmi og hugsuðu sig um áður en skrifað er í
uppnámi og reiði og sett fyrir almannasjónir á netinu væri umræðan málefnalegri
og vandaðri. Skrifað af SigrJoh 01.03.2009 22:56Sesselja í FornhagaSesselja Ingólfsdóttir (Silla í Fornhaga) varð 60 ára þann 28.2.2009 og var veisla haldin í Þelamerkurskóla um kvöldið og fram á nótt. Setti inn myndir sem ég tók í afmælisveislunni. Skrifað af SigrJoh 12.02.2009 19:12Lauganemar 73Setti inn myndir frá því að nemendur sem útskrifuðust frá Laugaskóla í Reykjadal 1973 hittust aftur eftir 20 ár, eða árið 1993. Ungir og sætir krakkar ekki satt??? Skrifað af SigrJoh 08.02.2009 19:20Þorrablót FlakkaraMyndir sem teknar voru á þorrablóti Flakkara 7. 2. 2009 eru komnar í myndaalbúmið. Blótað var í Lóni á Akureyri og var mjög vel lukkað að mínu mati og ég skemmti mér vel. Skrifað af SigrJoh 04.02.2009 23:56Davíð lagður í einelti?"Yfirlýsingar Jóhönnu [Sigurðardóttur forsætisráðherra, innsk. blm.] um
störf bankastjórnarinnar eru pólitískar og þær jaðra, eins og sumir
segja, við að vera einelti," segir Halldór Blöndal, formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands. (Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is) Sigurveig Eysteinsdóttir bloggar: ¨"Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin. Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum. Af hverju fór hann ekki þá ??? Það
er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að
ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður
og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver
hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera. Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna. Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla." Mikið er ég sammála henni.Ég skil heldur ekki þessa hugsun Sjálfstæðismanna. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 59 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235255 Samtals gestir: 26500 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:21 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is