Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

12.03.2010 00:56

Ljóskubrandari

Einu sinni var ljóska í bíltúr, fúl yfir öllum ljóskubröndörunum: Skyndilega sá hún aðra ljósku í árabát út á túni að vingsa til árunum eins og hún væri að róa. Nú varð henni alveg nóg boðið, skrúfaði niður rúðuna og kallaði: "Það eru fávitar eins og þú sem koma óorði á okkur hinar, ég myndi koma þarna yfir og berja þig ef ég kynni að synda!"


04.03.2010 16:53

Vetrarmyndir úr Eyjafirði 2010

Setti inn myndir sem ég hef tekið á leið heim úr vinnunni frá um miðjan janúar  til mars 2010.

Og einn góður af Flakkarasíðunni:

GUÐMUNDUR OG PROCESSUS ARTICULARIS,,,,,,,,,,,,,,, Guðmundur tók eftir því einn góðan veðurdag að fermingabróðirinn á honum var að lengjast og var lengur stinnur. Varð hann gríðarlega ánægður, svo ekki sé minnst á Millu, konuna hans. En eftir nokkrar vikur var hann orðinn hátt í 50 sentimetrar. Og alltaf var Milla brosandi. En þegar hann náði 55cm lengd, var Guðmundur orðinn verulega áhyggjufullur, svo að þau hjónin fóru til dr Villhjálms, en hann var einnig vel metinn þvagfæraskurðlæknir. Eftir ítarlega og nákvæma skoðun kvað dr Vilhjámur upp úrskurð sinn; "Að þetta ástand væri afar sjaldgæfur sjúkdómur sem kallaðist "processus articularis" eða "liðatindur" en það væri hægt að bæta hann með skurðaðgerð". ,,Og hversu lengi verður hann Guðmundur minn á hækjum?"spurði Milla áhyggjufull. Ha, hvað áttu við?, hvað meinar þú Milla mín,? Spurði Vilhjámur læknir hissa. ,,Já á hækjum, sagði Milla kuldalega. Þú ætlar að lengja á honum fæturnar, er það ekki? *****   emoticon

24.02.2010 14:19

Kalli Berndsen

Las í Fréttablaðinu í dag að Karl Berndsen reiknar ekki með að missa áhorf þó að Skjár einn sé ekki lengur ókeypis fyrir áhorfendur.

Hann hefur fengið fagra stúlku til liðs við sig og segir að öllum hljóti að finnast gaman að horfa á "eitthvað" fagurt.
Og hann segir líka: "Ef konur tíma ekki að borga 500 kall á viku fyrir að njóta mín í klukkutíma á viku þá veit ég ekki hvað. Þetta er ekki nema hálfur sígarettupakki á viku. Það finnst öllum erfitt að borga fyrir hlutina en í staðinn fær fólk eitthvað sem gaman er að."
Ég verð að viðurkenna að þessir þættir voru með því eina sem ég horfði stundum á á Skjá einum en ég ætla samt ekki að kaupa áskrift í viðbót við annað sem ég er að borga fyrir.


20.02.2010 00:48

Flottir farþegar

Maðurinn sem sér um að fjarlægja dýr sem eru á vitlausum stöðum fékk upphringingu og hann beðinn að fjarlægja kind sem var á golfvelli.

Hann var úti í bæ á einkabílnum sínum og nennti ekki að fara heim og skipta um farartæki svo hann hugsaði með sér að hann gæti bara sett kindina aftur í.

 Þegar þangað var komið, kom í ljós að kindin var með tvö lömb, svo hann fékk stráka sem voru þarna til að fanga lömbin en setti kindina í framsætið og öryggisbeltið á hana.

Strákarnir settu svo lömbin í aftursætið og öryggisbelti á þau.
Á leiðinni inn í Víðidal mundi hann eftir að hann var orðinn sígarettulaus, svo að hann kom við í lúgusjoppu og bað um einn Winston.

Afgreiðslustelpunni varð dálítið starsýnt á farþegana, fer svo inn og kemur nokkrum mínútum seinna með sígaretturnar og spyr hvort það sé eitthvað fleira. Hann snýr sér þá að kindinni í framsætinu og spyr: "Villt þú eitthvað?" Þá byrja lömbin í aftursætinu að jarma og maðurinn segir:  "Þegiði, ég er að tala við mömmu ykkar"!


09.02.2010 03:02

Brandari

Gömlu hjónin Jón og Gunna voru mætt til læknis Rolling Eyes . Eftir fyrstu skoðun segir læknirinn við Jón " Ég þarf að fá hjá þér - þvagprufu , saursýni og sæðisprufu affraid .
Ha, ha, hvað segir læknirinn, confused segir Jón sem var farinn að tapa verulega heyrn. Hann er að biðja um nærbuxurnar þínar segir þá Gunna Very Happy


08.02.2010 00:02

Þorrablótsbragur

Ef þig langar mikið, á eitthvert stefnumót
ekkert veit ég betra, en íslenskt þorrablót.
Sviðasultan fína, sést á borðum þar
hvað þær eru mjúkar, hveitikökurnar.

Þvílíkt nammanamm; þvílíkt nammanamm
Lundabaggar og lambakjammakjamm.
Vasapelinn minn, besti vinurinn
ekta landa ég á honum finn.

Í eina þorraveislu, yfir langan veg
komum við að kveldi, kerla mín og ég.
Keyptum okkur aðgang, settumst sætin í
fórum svo að borða, þetta fínerí.

Fjögur stærðarföt, full með hangikjöt
mér fannst konan mín væri ei við það löt.
Ég tók pelann minn, upp með landann sinn
þar í brjósthýru fína ég finn.

Bringukollar feitir, borðast trogum úr
glóðarbakað brauðið, beljujúgur súr.
Allt í einu heyrði ég voða mikið hljóð
þetta var þá konan sem sagði sár og móð:

Éttu punginn Jón, éttu punginn Jón
ég get alls ekki horft á þessa sjón!
Éttu kona þinn, ég hef nóg með minn
það er langbest að hver hafi sinn.

(höf. óþektur)

01.02.2010 01:56

Silfur Egils

Ég sat fyrir framan sjónvarpið í kvöld og horfði á þáttinn Silfur Egils..
Ég er mjög ánægð með að hafa séð þennan þátt og hvet alla íslendinga til að horfa á hann.
Eftir að hafa hlustað á fréttamanninn (sem ég missti af hvað heitir) tala um hvernig Ísland lenti í þessari bankakreppu.. og það að við ættum að halda í lýðræðið og segja NEI við samningnum um ICESAVE.. sem hann sagði að væri tilraun Alistair Darling og Gordon Brown til að gera Ísland gjaldþrota.. ásamt ýmsu öðru fróðlegu sem hann sagði.. og hvernig þeir hylma yfir íslensku fjárglæframönnunum.. sem ætti að dæma til dauða.. þá sannfærðist ég alveg og ég segi NEI í þjóðarkosningunni..



20.01.2010 13:47

Brúnahlíð

Séð heim til okkar, frá Leifsstaðavegi í Eyjafjarðarsveit

03.01.2010 02:43

75 ára

Faðir minn Þorsteinn Marinósson varð 75 ára þann 30. 12. 2009.

Börn og barnabörn sameinuðumst um að baka og gefa honum smá veislu í afmælisgjöf.

Ég setti inn myndir sem voru teknar í tilefni af afmælinu og vona að þær segi sína sögu þrátt fyrir að vera misgóðar.

Ég óska ykkur gleðilegs árs 2010 og vona að árið verði okkur svo gott sem hægt er á þessum tímum.

27.12.2009 13:43

Jól og snjór 2009

Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir allt það góða á liðnum árum.

Jólin hafa verið notaleg hjá okkur hjónum og fengum við heimsóknir bæði á jóladag og í gær 26. des.

Villi og fjölskylda komu á jóladag og borðuðu með okkur Húsavíkurhangikjötið og um kvöldið komu Valgeir og Ragga að líta á gömlu hjónin.

Jónberg og fjölskylda komu svo í gær þrátt fyrir allan snjóinn sem hefur kyngt niður síðustu daga. 

Einar og Linda fóru til Seyðisfjarðar fyrir jól og þau koma ekki til baka fyrr en á nýju ári.

Við höfum hins vegar ekki farið neitt nema hér út fyrir hús, Fúsi til að moka snjó og berja niður snjóhengjur af þakinu svo enginn verði nú undir þeim, og ég til að mynda snjóinn.
Ég hlít nú að hafa brennt einhverju á að vaða snjóinn allt upp í mitti til að komast hringinn í kringum húsið og suður á lóðina með myndavélina emoticon

Myndirnar koma bráðlega inn á myndasíðuna.

30. des verður faðir minn (Steini Mar) 75 ára og til stendur að fjölskyldan sameinist um að baka og gefa honum smá veislu þann dag.


11.12.2009 14:24

Sony DVDirect

Þetta er græja sem ég vildi eignast  emoticon   En þegar ég valdi íslenska þýðingu með því að klikka á íslenska fánann, þá kom þýðingin svona út:

Sony DVDirect VRD-MC6 Multi- Virka DVD Uppt?kut?ki Me? St?r 2.7? S?na

?tlit fyrir ??kve?inn greinir ? ensku ??gilegur, ??gilegur lausn til flytja ?inn d?rm?tur minni inn ? DVDs? Sony hefur ?hyggjufullur af ?inn af nau?syn me? the n?stur- kynsl?? multi- virka DVDirect DVD uppt?kut?ki, nafndagur eins og Sony DVDirect VRD-MC6, hver f?r til flytja b??ir SD og HD v?de? og stafr?nn lj?smynd til DVD diskur ?n the ??rf af a Einkat?lva, l?gun st?r 2.7- tomma KRISTALSKJ?R skj?r fyrir fors?ning v?de? e?a upp til 6 stafr?nn lj?smynd ? a t?mi.

? samlagning, Sony DVDirect VRD-MC6 geta einnig flytja AVCHD g??i v?de? til DVD ? me?an tengdur beint til Sony Handlaginn ( har?ur ?kufer? e?a Minni Stafur fr? mi??ldum- undirsta?a), innlimun Stafr?nn V?de? (i.LINK/FireWire/IEEE-1394), Samsettur V?de? inntak, USB og innbygg?ur- ? nafnspjald lesandi ?essi sty?ja Minni Stafur, Minni Stafur Atvinnuma?ur, Minni Stafur D?et, Minni Stafur Atvinnuma?ur D?et, SD/SDHC og xD- mynd minni fr? mi??ldum.

"margir vi?skiptavinur enn hafa ?eirra gamall heimili b?? ? myndvefna?ur og ert ?tlit fyrir ??kve?inn greinir ? ensku ??gilegur lausn til skjalasafn ?eirra pers?nulegur stafr?nn hugsanlegur innihald ? DVD diskur" Shige Nakayama, jata af the DVDirect vi?skipti, Sony. "me? the st?r innbygg?ur- ? KRISTALSKJ?R K?lnarvatn skj?r ? a l?till l?kami, the n?r DVDirect l?kan br??abirg?a- ?a? au?veldlega fyrir vi?skiptavinur til flytja the innihald til DVD diskur fyrir skjalav?r?ur, nj?ta og hlutdeild me? fj?lskylda og vin?tta"

According to til Sony, 4.7GB DVDR+/+RW diskur geta hlj?mplata upp til 6 ?rat?mi af SD v?de?, upp til 95 m?n?ta af AVCHD v?de? e?a upp til 2,000 stafr?nn lj?smynd.

The n?r Sony DVDirect VRD-MC6 ?essi halda Dolby Stafr?nn 5.1 umger? hlj??, eins og heilbrig?ur eins og 43: og 169: hli? hlutfall me? sam???anlegur camcorders er v?ntanlegur til h?gg the marka?ur ? tilkoma September fyrir ??ur ? $230.

mikilv?gur: The bla?s??a er v?l ???a og me? ?v? skilyr?i " eins og er" ?n ?byrg?. T?lvu???ing mega vera erfi?ur til skilja. ??knast v?sa til tilfrumeintak Englendingar hlutur alltaf ?egar m?gulegur.

23.11.2009 23:21

Óvissuferð og árshátíð SM

Laugardaginn 14.11.09 fórum við í óvissuferð með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar.
Um kvöldið var svo árshátíðin haldin á Vélsmiðjunni við Pollinn á Akureyri.

Þetta var góður dagur og maturinn góður um kvöldið og skemmtum við okkur vel.

Setti inn myndir af okkur konunum í óvissuferðinni og nokkrar frá kvöldinu.

20.11.2009 22:52

Jamm...

Það tekur matinn 7 sek að ferðast frá munni til maga. Mannshár getur borið 3 kg. Lengd karlmannslims er 3x lengd þumalputta hans. Hjarta konunnar slær hraðar en hjarta mannsins. Á hverjum fæti hýsum við 1000 milljarða af bakteríum. Konan blikkar augunum 2x oftar en maðurinn. Við notum 300 vöðva, einungis til að halda jafnvægi. Konan er búin að lesa þetta. Maðurinn starir ennþá á þumalputtann á sér...

10.11.2009 16:27

Handverkshátíð á Hrafnagili 2009

Vikudagur                                        3.nóv.2009  

Fulltrúar þeirra félagasamtaka sem unnu að sýningunni og fengu styrki, ásamt fulltrúum úr sýningarstjórn Handverkshátíðarinnar.

Fulltrúar sýningarstjórnar Handverkshátíðar á Hrafnagili afhentu í vikunni félagasamtökum sem unnu að sýningunni styrki vegna vinnuframlags þeirra í tengslum við framkvæmdina. Sýningin sem haldin var á Hrafnagili dagana 7. - 10. ágúst var sú best sótta í sautján ára sögu Handverkshátíða á Hrafnagili þar sem  um 20.000  gestir heimsóttu hana. Hátíðin var einn af stærstu viðburðum ársins hérlendis og stefna forsvarsmenn hennar að því að gera enn betur næst.

Að þessu sinni var fyrirkomulagið í tengslum við hátíðina með öðru sniði en verið hefur þar sem félagasamtökum í sveitarfélaginu bauðst að nýta sér verkefni tengd sýningunni sem fjáröflun. Nægir þar að nefna vinnu við uppsetningu á tjöldum, eftirlit á sýningarsvæði, miða- og veitingasölu og fleira. Þessir aðilar voru m.a. Hjálparsveitin Dalbjörg,  Ungmennafélagið Samherjar,  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, og Kvenfélögin Aldan-Voröld og Hjálpin.   Ljóst er að þessar styrkveitingar hafa umtalsverða þýðingu fyrir marga af þeim aðilum sem tóku þátt í verkefninu enda hafa félagasamtök þurft að leita nýrra leiða hvað fjáröflun varðar á undanförnum misserum.

Handverkshátíðin á Hrafnagili verður haldin dagana 6. - 9. ágúst 2010 en nánari upplýsingar má sjá á http://www.handverkshatid.is/ .

09.11.2009 23:24

Herbergisfélaginn og mamma

Ekki reyna að plata mömmu !!?!?

Frú Bacciagalupe var boðin í kvöldverð til Tony sonar síns og herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðari og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Tony og Maríu en bara vinskapur.

Tony áttaði sig á hugsunargangi móður sinnar og sagði; "Mamma, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa, en það er ekkert á milli okkar Maríu, við erum bara herbergisfélagar."

Viku síðar og eftir mikla leit sagði María við Tony: "Ég hef verið að leita að sykurkarinu í marga daga en ég hef ekki séð það síðan mamma þín var hjá okkur. Heldurðu nokkuð að hún hafi tekið það?".

"Ég efa það, en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja", sagði Tony.
"Elsku mamma, ég er ekki að segja að þú hafir tekið sykurkarið þegar þú varst í heimsókn og ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið það. En staðreyndin er sú að við höfum ekki fundið sykurkarið síðan þú varst hjá okkur í mat."

Kveðja, Tony


Nokkrum dögum síðar barst Tony svar frá mömmu.
"Elsku sonur, ég er ekki að segja að þú sért að sofa hjá Maríu og ég er heldur ekki að segja að þú sofir ekki hjá Maríu. En staðreyndin er sú að ef María svæfi í sínu eigin rúmi, hefði hún fundið sykurkarið."

Kveðja, mamma.

Flettingar í dag: 617
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250025
Samtals gestir: 28605
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:19:32

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar