Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
04.09.2010 22:29Hitabylgja í September 2010Hitabylgja er nú á norðanverðu landinu og hefur hitinn í dag farið hæst upp í 25 gráður í Eyjafirði, nánar tiltekið á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem hitamælir sýndi 24,9 gráður. Á Akureyri mældist 24 stiga hiti, á Mánárbakka norðan Húsavíkur fór hitinn í 24,3 gráður og raunar hefur verið um og yfir 20 stiga hiti um allt Norðurland. Óvenju hlýtt er á öllu landinu, miðað við að septembermánuður er genginn í garð. Veðurstöðvar á fjöllum og á hálendi hafa sýnt allt upp í 19 stiga hita, eins og á Mývatnsheiði, Vatnsskarði og Vaðlaheiði. Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má sjá að í Reykjavík mældust 16,4 gráður, í Stykkishólmi 17,6 gráður, á Bíldudal 19,2 gráður og á Blönduósi 21,4 gráður. Á Egilsstöðum voru 18 gráður, í Skaftafelli 20,7 gráður og á Hellu mældust 18,9 gráður. Skrifað af SigrJo 29.08.2010 22:41Lítillæti, kærleiki og skilningur fólksUmhugsunarvert. Skrifað af SigrJo 14.07.2010 00:50Stóraferð Flakkara 2010Fórum í Stóruferð Flakkara og vorum með allan tímann frá Grenivík 2. júlí og enduðum á Vopnafirði 11. júlí. Var að setja inn myndir frá Grenivík (og komum við á Húsavík og tókum mynd af Elmari Leó). Skrifað af SigrJo 27.06.2010 15:34Jónsmessumyndir 2010Fór út að vökva blómin eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 26. júní 2010 Sólin skein við fjarðarmynnið og ég stökk inn og sótti myndavélina og tók nokkrar myndir sem ég setti hér í myndaalbúmið. Þessar myndir segja það sem segja þarf. Skrifað af SigrJo 19.06.2010 14:58Meiri ferðalögNú erum við stödd á ættarmóti niðja Bergvins og Rósu sem er haldið á Reykjum í Hrútafirði. Jón Bergvins og Haukur Berg eru einu börn þeirra á lífi ennþá og eru ættarhöfðingjarnir hér og ekki annað að sjá en þeir séu bara hressir báðir. Veður er þurrt og hlýtt, en óþarflega mikill vindur. Sunnudaginn 13. júní fórum við í kvenfélaginu Öldunni-Voröld í vorferðina og þær tóku mig með þar sem ég var stödd í Ljósvetningabúð og við héldum í Öxarfjörð þar sem kvenfélag Öxfirðinga tók vel á móti okkur með veitingum og leiðsögn um sveitina. Ferðin lukkaðist vel í alla staði og fengum við frábært veður. 16. júní fórum við hjónin í siglingu með Húna frá Grenivík til Húsavíkur og það var líka frábær ferð og mjög gott veður. Myndir sem ég tók í þessum ferðum eru komnar inn, en myndir af ættarmótinu koma inn síðar. Skrifað af SigrJo 12.06.2010 02:26Veiðiferðin 2010Þá er veiðiferðin hafin hjá Flökkurum og nú er vel mætt eða um 63 bílar og er það met í veiðiferð. Í kvöld léku Mundi og Kiddi fyrir dansi og var ósköp gott að hreyfa fæturnar í dansinum aftur. Annað kvöld verður svo ball með Stúlla og Dúa hér í Ljósvetningabúð og von á enn fleiri bílum þá. Það rættist úr veðrinu í dag og sólin skein um og eftir hádegið þegar ég var í vinnunni, en nú er svalt u.þ.b. 2-3 °C en við höfum núna gasofn svo það fer vel um okkur í útilegunni. Skrifað af SigrJoh 05.06.2010 01:21Myndlist og handverkssýningarNú er komið að sýningum á föndri vetrarins hjá okkur hjónum. Nemendasýning verður í Myndlistarskóla Arnars Inga í Klettagerði 6 á Akureyri 5. og 6. júní 2010 kl. 14 til 18 báða dagana og eru allir velkomnir að skoða mjög fjölbreyttar myndir eftir nokkra nemendur. Fyrri sýningin var um síðustu helgi og þar voru sýnd 28 falleg verk og þessi síðari verður ekki síðri en ég á þar 3 málverk, ekki kannski þau bestu en bara nokkuð ánægð með árangurinn sem vonandi á nú eftir að batna meira á komandi árum. Handverkssýning verður einnig þessa helgi þar sem félag aldraðra í Eyjafirði verður með sýningu á ýmsum munum og handverki í Félagsborg í Hrafnagilsskóla og þar verður kaffihlaðborð þar sem hægt verður að láta ofan í sig ýmis konar góðgæti fyrir hæfilegan pening. Hér hefst hinn margrómaði pönnukökubakstur Vigfúsar í fyrramálið þar sem hann snarar í c.a. 100 pönnkökur á hlaðborðið og hann á líka fallega muni á sýningunni, bæði unnið í gleri og útskurð í tré. Vonandi fáum við gott sumar því framundan eru hjá okkur hver ferðahelgin á fætur annarri svo sem; ættarmót, húsbílaferðir og vorferð kvenfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Skrifað af SigrJoh 24.05.2010 18:30Skírn og brúðkaupÍ dag fórum við í Laufáskirkju í Höfðahverfi við Eyjafjörð til að vera við skírn sonarsonar míns. Jóhann Þórir var skírður og það kom skemmtilega á óvart að foreldrarnir, Valgeir Árnason og Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, giftu sig á eftir og síðan var veisla í þjónustuhúsinu í Laufási. Í gær fórum við í fermingarveislu til Elvars Óla bróðursonar míns og í fyrradag héldu tvíburarnir Vigfús og Valur upp á 13 ára afmæli sitt, en þeir eiga afmæli 26. maí. Sem sagt þriggja daga veisluhöld og ekki hægt að segja annað að maður sé vel haldinn þessa dagana. Skrifað af SigrJoh 16.05.2010 01:57Brandarar Magga litla var að fylgjast með þegar foreldrar hennar höfðu fataskipti til að fara út að skemmta sér. Þegar hún sá pabba sinn fara í jakkafötin sagði hún aðvarandi "pabbi, þú skalt ekki fara í þessi föt". "Og af hverju ekki elskan mín" spyr pabbinn. "Þú veist þú færð alltaf höfuðverk daginn eftir að þú hefur notað þessi föt". Vitiði hvað ljóskan sagði þegar hún eignaðist tvíbura? Gvvöð, hver gerði copy/paste?? Skrifað af SigrJoh 04.05.2010 00:18ÞjónarnirSkeið og
spotti! Í síðustu
viku fór ég með nokkrum vinum út að borða á vinsælum veitingastað. Ég tók eftir
því að þjónninn sem tók pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta
var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér. Þegar "glasabarnið"
kom með vatnið til okkar, tók ég eftir því að hann var einnig með skeið í
skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir því að allt
starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum. Þegar þjónninn kom aftur með
súpuna til okkar spurði ég hann: "Hvað er með skeiðina?"
"Sko...", útskýrði hann, "eigendur veitingastaðarins réðu
ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og
afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar. Eftir margra mánaða greiningu
og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri
það áhald sem oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar
á hvert borð á klukkustund. Ef starfsólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu
vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem varar 15
mannstundum á hverri vakt." Eins og örlögin kusu þá misst ég skeiðina í
gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. "Ég
næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka
ferð þangað núna." Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu
saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni
hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir
höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný
og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn: "Afsakið, en geturðu sagt
mér af hverju þið hafið þessa spotta hangandi þarna...". "Já,
það...", sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki
allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan,
fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu."
"Hvernig þá?" "Sko", hélt hann áfram, "með því að
binda þennan spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án þess að snerta
hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með
stytt tímann á klósettinu um 76.39%." "En eftir að þú nærð honum út,
hvernig seturðu hann þá inn aftur?" "Ja...", hvíslaði hann jafnvel
enn lægra, "ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina." Skrifað af SigrJoh 27.04.2010 09:09Ragnheiðar og ValgeirssonFæddur er drengur, 4265 gr. og 56 cm. Hann kom í heiminn í dag kl. 7:45 og er sonur Valgeirs Árnasonar, sonar míns, og Ragnheiðar Diljá Gunnarsdóttur (Röggu). Fyrir stuttu eða 23. mars 2010 fæddist Elmar Leó sonur Stellu dóttur minnar og Aðalsteins Kjartanssonar. Þeir eiga líklega eftir að fylgjast að í uppvextinum þessir tveir. Skrifað af SigrJoh 24.04.2010 01:03Nýjar myndirMyndir sem ég tók þegar Valgeir sonur minn varð þrítugur eru komnar inn í myndaalbúmið. Einnig myndirnar sem ég tók á Húsavík þegar barnabörnin mín Eva Rakel var fermd og Elmar Leó bróðir hennar var skírður. Skrifað af SigrJoh 07.04.2010 23:51Hvítt og fallegt í apríl 2010Tók nokkrar myndir inn Eyjafjörðinn frá Leiruveginum á leið í vinnuna í dag. Afskaplega fallegt núna, hvítt yfir öllu og bjart veður. Skrifað af SigrJoh 29.03.2010 03:09Kynlífið...Stúlka nokkur bauð kærastanum sínum að koma á föstudagskvöldi til að hitta foreldra sína fyrsta sinni og borða með þeim kvöldverð. Hann sig íapótekið til að ná sér í verjur. Hann sagði lyfsalanum að þetta yrði fyrsta skiptið hans í kynlífi. Lyfsalinn tók ljúflega á móti honum og í nærri heila klukkustund leiddi hann strákinn í allan sannleik um kynlíf og getnaðarvarnir. Við sjóðsvélina spurði lyfsalinn strákinn hversu margar verjur hann vildi kaupa. Hægt var að kaupa öskjur með þremur eða 10 verjum nú eða þá fjölskylduöskjuna stóru. Strákurinn kvaðst endilega vilja kaupa fjölskylduöskjuna þar sem hann ætlaði sér að taka til óspilltra málanna enda taldi hann að þau myndu ekki draga neitt af sér - enda í fyrsta sinni að þessu og svona. Sama kvöldið kom kærastinn að húsi foreldra stúlkunnar og hitti fyrir kærustuna í anddyrinu. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 347 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 55 Gestir í gær: 7 Samtals flettingar: 308705 Samtals gestir: 30348 Tölur uppfærðar: 13.3.2025 12:17:31 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is