Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

06.07.2011 00:00

Sumarið komið

Þá er sumarið loksins komið í ár. Vorið var mjög kalt og ég gat ekki verið úti eins og ég hafði vonast til. En föstudaginn 1. júlí hlýnaði og 2. júlí fór hitinn í 20°C og í gær og í dag var æðislegt veður til að vinna í garðinum. Sólin er mjög heit núna og ég var eiginlega fegin að hún skein ekki nema af og til því annars hefði verið of heitt til að erfiða úti. En alveg dásamlegt að fá hlýa daga og gott að geta notið þeirra úti. 
Ég tók nokkrar myndir í garðinum af gróðrinum sem rýkur upp núna eftir að hafa verið ansi lúpulegur í kuldanum í vor. Og svo er kvöldsólin æðisleg þessa dagana. 

26.06.2011 17:55

Ættarmót í Árskógi 2011

Um helgina 24. - 26. júní 2011 var haldið ættarmót niðja Einars Ásmundssonar.
Þar mættu 86 einstaklingar og áttu saman góða helgi. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið mitt og einnig eru góðar myndir inn á síðu Ingibjargar Maríu Gylfadóttur. Slóðin á síðuna hennar er: http://img1969.123.is

16.06.2011 13:58

Bóndinn

Bóndi situr á þorpsbarnum og er orðinn all drukkinn, þegar maður kemur inn og spyr bóndann; "Hei, af hverju situr þú hérna á þessum fallega degi -  útúrdrukkinn?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist svona rosalegt?"
Bóndinn:"Nú ef þú þarft endilega að vita það.... Í dag var ég að mjólka kúnna mína og sat við hliðina á henni. Um leið og fatan varð full, sparkaði beljan fötunni niður með vinstri fætinum.
Maðurinn: "Nú það er ekki svo rosalegt, hvað er svona mikið mál við það?
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist næst?"
Bóndinn: "Ég tók vinsti fót hennar og batt hann við stólpann á básnum með reipi. Svo settist ég niður og mjólkaði. Um leið og fatan var að verða full. Sparkaði beljan í hana með hægri fætinum og velti henni líka.
Maðurinn: "Aftur?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég tók þá hægri fótinn og batt hann líka við stólpa á básnum."
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég settist niður og hélt áfram að mjólka hana, og um leið og fatan var að verða full þá velti helvítis beljan fötunni niður með halanum."
Maðurinn: "Vá þú hlýtur að hafa verið orðið pirraður þá?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu næst?"
Bóndinn: "Sko.ég hafði ekki meira reipi svo ég tók af mér beltið og batt þannig halann á henni upp.
Akkúrat þá.. duttu  buxurnar mínar niður og um leið kom konan mín inní fjósið." 

09.06.2011 14:27

Niðjatalið

Enn vantar mig nokkrar myndir og líka upplýsingar um fjölskylduhagi hjá nokkrum svo ég geti farið að prenta niðjatal Einars Ásmundssonar út.
Ég verð að fá þær sem fyrst (helst í gær) til að ég nái að klára það fyrir ættarmótið 24. júní.

04.06.2011 02:58

Inga og forstjórinn

Var að setja inn myndir sem voru teknar í afmælispartýinu hjá Ingu systir sem varð 50 ára þann 4. maí 2011.
Og svo einn góður... 
Forstjórinn kallaði einn starfsmann sinn á teppið:
"Þú veist að þú starfar hjá þekktu og virtu fyrirtæki.. En svo frétti ég að þú hefðir nýlega verið á hlaupum með hjólbörur niðri í bæ um miðja nótt"..??? " Þetta er nú ekki auglýsing sem er fyrirtækinu til framdráttar.. Hefurðu einhverjar skýringar á þessari hegðun"? Já.. svaraði starfsmaðurinn.. "þetta var nóttina eftir árshátíðina.. Það fékkst ekki leigubíll, svo það varð að aka yður heim í hjólbörum"..

03.06.2011 13:21

Bankahrunið...

'Okay, we've turned it down a bit. But if there's any more talk about us repaying our debts..!'

14.05.2011 16:57

Vínbúðin

Ég hringdi í forstjóra ÁTVR um miðnætti í gær og spurði klukkan hvað búðin opnaði.
Ekki fyrr en klukkan 9 í fyrramálið sagði forstjórinn pirraður!!
Nokkrum tímum seinna hringir ég aftur, ofurölvi og spurði " Hvunrr í fjand... opniiiiiið essa búð"
Þér verður nú ekki hleypt inn í þessu ástandi segir forstjórinn.
É atla eki innnn...  é þarf komast út!!  

01.05.2011 14:40

Niðjatal Einars Ásmundssonar

Kæru ættingjar í föðurætt minn. Nú er hver að verða síðastur til að senda mér myndir í niðjatalið.
Ég þarf að klára að vinna það í næstu viku því svo fer ég til Svíþjóðar og verð þar í tvær vikur og þá er kominn júní og stutt í ættarmótið í Árskógi og nóg annað að gera.

28.04.2011 20:12

Þegar hún reiddist við hann.

Hjón ein höfðu verið gift í meira en 60 ár. 
Þau höfðu deilt öllu. Þau höfðu talað um allt. Engu var haldið leyndu. Eða næstum því engu. Þau höfðu ekki átt nein leyndarmál að því undanskildu að gamla konan átti kassa í efstu hillunni í fataskápnum sem hún hafði beðið eiginmann sinn um að spyrja aldrei út í.  
Í öll þessi ár hafði hann aldrei hugsað um kassann, en dag einn varð gamla konan mjög veik og læknirinn sagði hjónunum að hún myndi ekki ná sér. 
Kvöld eitt tók eiginmaðurinn kassann niður úr skápnum og fór með hann til konu sinnar. Hún samþykkti að nú væri kominn tími til að segja honum hvað væri í kassanum.  
Þegar gamli maðurinn opnaði kassann fann hann tvö vettlingapör, prjóna og eina milljón í reiðufé!  Maðurinn, sem var mjög hissa, spurði konu sína út í innihald kassans.  
 "Þegar við vorum trúlofuð sagði amma mín að lykillinn að góðu hjónabandi væri að rífast aldrei. Hún sagði mér að ef ég yrði einhverntíman reið út í þig þá skyldi ég byrgja það inni í mér og prjóna eitt par af vettlingum".  
Gamli maðurinn var svo snortinn að hann átti erfitt með að halda aftur af tárunum sem byrjuðu að leka niður vanga hans. Aðeins tvennir vettlingar voru í kassanum! Hún hafði aðeins tvisvar sinnum orðið reið út í hann á öllum þessum árum! 
Maðurinn fann ástina og hamingjuna streyma um sig. "En elskan mín" sagði hann, "það skýrir vettlingana og prjónana, en... hvað með alla þessa peninga? Hvaðan koma þeir?"  
 "Já" sagði konan, "Þetta eru peningarnir sem ég fékk fyrir að selja allar vettlingana."  

19.04.2011 13:57

RÉTT uppeldi...

Íslenskir foreldrar mættu taka þetta til athugunar...  Ég bý að þeirri reynslu að hafa fengið að vera af og til hjá móður afa og ömmu í nokkra daga og ég var heimagangur hjá afa og ömmu í föðurætt því þau bjuggu rétt hjá okkur. Þessi tími stendur alltaf upp úr í æskuminningum mínum og mér fannst það ómetanleg forréttindi að hafa fengið þennan tíma með þeim. 

Öll börn verða leið á foreldrum sínum af og til og þá er gott að geta farið í annað umhverfi um tíma. 
Fullkomnir foreldrar eru ekki til. Það koma alltaf upp þær aðstæður þar sem við ráðum ekki við atburðarásina.. 
Nú eða ýmis konar veikindi og vanlíðan valda því að við erum ekki í standi til að vera til staðar fyrir börnin okkar eins og vildum þó vera.. 
Eftir því sem ég verð eldri þá kynnist ég því betur og betur af hverju eldra fólk segir ekki mikið þegar ungt fólk gagnrýnir þau.. það er nákvæmlega af þeirri sömu ástæðu og við segjum við börnin, þegar þau eru að spyrja um hluti sem við vitum að þau geta ekki skilið fyrr en þau eru orðin eldri, að þau skilji það þegar þau verði stór.. 
Ungir foreldrar skilja ekki hvað það var oft erfitt hjá þeim eldri af ýmis konar ástæðum bæði veraldlegum og tilfinningalegum.. 
Og eldra fólk veit að þau ungu skilja ekki neitt fyrr en þau lenda kannski sjálf í svipuðum hremmingum og þurfa að vinna sig út úr því.. 

Greinin úr Berlingske Tidende eftir Blaakilde:

Sjá ekki barnabörnin nema...  Meira lagt upp úr uppeldisfræðum en reynslu eldri kynslóðanna.  Miklar kröfur eru gerðar til afa og ömmu. 

Samvera...    Tíminn með barnabörnunum er mörgum mikilvægur. Það hefur löngum þótt tilheyra forréttindum afa og ömmu að mega dekra við barnabörnin og láta foreldrunum eftir að sjá um uppeldið.  Sú stefna virðist þó vera á undanhaldi hjá dönskum foreldrum sem meina jafnvel foreldrum sínum að umgangast barnabörn sín virði þeir ekki uppeldisreglurnar.

Þetta er mat fjölskyldusérfræðinganna Anne Leonora Blaakilde og Per Schultz Jørgensen. »Það er orðið erfitt að ala rétt upp, líkt og svo mikil áhersla er á í dag. Það er þó orðið enn erfiðara fyrir afa og ömmu,« hefur dagblaðið Berlingske Tidende eftir Blaakilde.

Minna á þjónustuhjálp...  Foreldrar í dag reiði sig um margt á aðstoð afa og ömmu, t.d. varðandi barnagæslu en þeir séu um leið mun heimtufrekari á að börnin fái þar »rétt« uppeldi. Hún segir leshringi og fróðleikshópa beina nú athygli sinni í síauknum mæli að listinni að ala upp börn, en minna sé gert af því að leita góðra ráða hjá eldri kynslóðinni. Afi og amma »eru farin að minna á þjónustuhjálp«, segir Blaakilde og kveður æ algengara að litið sé niður á þau vegna á vanþekkingar á nýjustu uppeldisaðferðum. 

 

Og það er nákvæmlega þetta sem margir afar og ömmur finna... foreldrarnir líta niður á þau og finnst þau ekki hafa verið fær um að ala upp börn..  í stað þess að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki sem hefur reynt ýmislegt misjafnt og leyfa þeim og börnunum að njóta samverunnar á þeirra hátt... Og eldra fólkið hugsar:  Bíðið bara ungu foreldrar.. Ykkar börn eiga eftir að dæma ykkur svona líka...  S.J.Þ.    

12.04.2011 19:35

Brandari

Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar.

Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Blessuð konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum er við henni blasti bréfið.

Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:

"Til: Konunnar sem varð eftir.

Frá: Manninum sem fór á undan.

Efni: Er kominn á áfangastað.

Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi. Er einnig búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.

Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður.

P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá"... 

22.03.2011 01:25

Íslenskt fyrirtæki

 Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu. 
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. 
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra.
Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafafyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda. Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. 
Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð". Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

15.03.2011 01:14

Hugleiðing

Það þarf mjög lítið til að láta aðra vita að við sjáum, heyrum, skiljum og okkur þykir vænt um þá. Góðleg og glettileg augu, eitt lítið vink og vingjarnlegt bros er allt sem þarf til. 

15.02.2011 00:36

Viðbót við fyrri grein.

Vil geta þess að hin yndislega Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari á Eflingu hefur sérhæft sig í meðferð og leikfimi fyrir vefjagiktarsjúklinga og það er frábært að hafa komist í meðferð hjá henni. Ég er í leikfiminni núna og það er í fyrsta skiptið í mörg ár sem leikfimi gerir mér gott og mér líður vel með.  Einnig er Sigrún Jónsdóttir í Eflingu líka mjög góð í nuddi og heilun fyrir okkur. 

14.02.2011 20:07

Þinn Ósýnilegi Óvinur.

 Ég heiti Fibromyalgia.  Ég er Ósýnilegur Krónískur sjúkdómur og ég er nú þinn fylgisveinn til æviloka. Aðrir í kringum þig geta hvorki séð eða heyrt mig, en ÞINN kroppur finnur fyrir mér. Ég get ráðist á þig hvar, hvenær og hvernig sem ég vil. Ég get valdið þér ómældum sársauka eða, ef ég er í góðu skapi, þá gefið þér verki allstaðar. Ég man þegar þú og Orka fluguð saman útum allt og höfðuð það flott. Ég tók orkuna frá þér og gaf þer magnleysi í staðinn.  Reyndu að hafa það flott núna !

Ég tók jafnvel Góðan Svefn frá þér og skipti á honum og Fibro-myrkri. Ég get fengið þig til að titra innvortis, eða fengið þig til að frjósa eða svitna meðan öðrum líður vel.

Ójá.. Ég gert valdið þér kvíða eða þunglyndi líka. Ef þú ert búin að plana eitthvað, eða hlakkar til spennandi dags, get ég tekið það frá þér. Þú baðst ekki um mig, ég valdi þig af ólíkum ástæðum, t.d. útaf vírusnum, sem þú losnaðir aldrei við, eða útaf bílslysinu, eða var það kannski útaf árinu, sem þú brotnaðir saman útaf álagi ? Hvað svo sem það var þá ég er komin til að vera. Ég heyrði að þú værir að hugsa um að fara til læknis til að reyna að losna við mig. Ég míg á mig af hlátri. Reyndu það bara. Þú neyðist til að fara til margra lækna áður en þú finnur einhvern sem getur hjálpað þér á einhvern máta. Þú kemur til með að fá endalausar verkjatöflur, svefntöflur, orkupillur, þú færð að heyra að þú þjáist af þunglyndi og eða kvíða, mælt er með að þú prófir geðlyf, farir í nudd, verður sagt að ef þú sefur og æfir reglulega komi ég til með að hverfa, sagt að hugsa jákvætt, öðruvísi, mönuð til að rífa þig upp, og HELST AF ÖLLU, það verður aldrei tekið mark á því þegar þú segir hvernig þér líður þegar þú kvartar við læknana um hve orkulaus þú sért hvern einasta dag. Fjölskyldan þín, vinirnir, og vinnufélagarnir munu hlusta á þig þangað til þeir þreytast á að heyra hvernig ég fæ þér til að líða og hversu orkudrepandi sjúkdómur ég sé. Hluti af þeim kemur til segja hluti eins og "Hva, þú átt bara lásí dag í dag eins og fleiri!" eða " jájá, ég veit veit að þú getur ekki gert það sem þú gast fyrir 20 ÁRUM" án þess að heyra að þú sagðir eiginlega fyrir 20 DÖGUM.. Einhverjir byrja að baktala þig á meðan þú smám saman ferð að sjá að þú ert á góðri leið með að missa alla virðingu við að reyna að fá þá til að skilja. Sérstaklega þegar þú ert í miðjum samræðum við "normal" manneskju og gleymir hvað þú ætlaðir að segja. Svona til að enda þetta! (Ég vonaðist til að geta haldið þessum hluta leyndum en ég held að þú sért búin að komast að því). 

Eini staðurinn þar sem þú getur fengið stuðning eða skilning frá varðandi mig.. 

ER HJÁ ÖÐRUM MANNESKJUM MEÐ FIBROMYALGIA (vefjagigt). 

Þinn Æruverðugi Ósýnilegi Króníski Sjúkdómur. 

Þessi texti er þýddur úr sænskum pistli og ég afritaði hann og límdi án þess að bæta eða breyta neinu.   Kveðja Helga J. Andrésdóttir (setti inn á Facebook) 



Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar