Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
17.01.2012 00:46Ömmur og afar nauðsynlegÖmmur og afar nauðsynleg þroska barna Rannsóknarmenn
frá Sviss og Ástralíu hafa komist að því að ömmur og afar eru lykillinn að
þroska barna. Ást
þeirra og hæfileiki til að hlusta á vandamál ungs fólks stuðlar síðan að
aukinni sjálfsbjargarviðleitni. þau
stuðla að áframhaldandi þroska tegundarinnar. Ég tek alveg undir þessa rannsókn.. ég get ekki séð fyrir mér æskuár mín án ömmu og afa.. og það tvö sett.. sem höfðu mikil áhrif á minn þroska Skrifað af SigrJo 14.01.2012 14:22Góð heilræðiÞessi
heilræði eru rétt og góð og ætti að hafa þau prentuð upp á vegg þar sem við sjáum
þau alla daga: 5. Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði.
6. Þú þarft ekki að
vinna öll deilumál.. Samþykktu að vera
ósammála. þeirra líf er. En sú seinni er alveg undir þér komin og
engum öðrum. "Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5
ár" ? þá myndum við hrifsa okkar til baka. Skrifað af SigrJo 24.12.2011 21:42Gleðileg jólÉg óska öllum þeim sem heimsækja og skoða heimasíðuna mína gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Merry Christmas and happy New Year to you all. Skrifað af SigrJo 15.12.2011 19:28Líkamshluti sem stækkar tífalt..Kennari við 10. bekk
spyr nemendurna: "Hver getur sagt mér, hvaða hluti líkamans getur stækkað
tífalt á við sína upprunalegu stærð þegar hann verður fyrir ertingu?" Skrifað af SigrJo 19.11.2011 00:16SveitaballÞetta hefði getað verið á Melaballi forðum daga.. Þegar lögreglan mætir á staðinn er kráin sneisafull og mikill glaumur og gleði. Lögreglumennirnir bíða og kl. 00:50 kemur fyrsti gesturinn út og hann er greinilega óstöðugur á fótunum. Maðurinn slumpast inn í bifreið og ekur af stað. Maðurinn er snöggur af stað svo lögreglumennirnir ná honum ekki fyrr en þeir eru búnir að aka í 5 mínútur frá kránni. Maðurinn er tekinn inn í bíl og yfirheyrður, hann er þvoglumæltur en þegar hann er spurður, "hvað drakkstu mikið?" Svara hann: "fimmtán glös." Maðurinn er látinn anda í tölvuna en ekkert mælist svo löggan fær grun um að maðurinn gæti hafa neytt annarra efna og fara að spyrja hann. Maðurinn neitar fyrst að svara nokkru svo þeir láta hann ganga nokkur skref og viti menn allt í einu gekk maðurinn eins og eðlilegt er. Þeir þefuðu andann úr honum, fundun enga lykt svo þeir spurðu hann: "Hvað drakkstu eiginlega?" og maðurinn sagði: "Ég drakk bara gos." Næst var spurt: "Hvers vegna reikaðir þú svona þegar þú komst út?" Maðurinn svaraði: "Ég er tálbeitan í kvöld. Félagar mínir þurftu að komast heim." Skrifað af SigrJo 18.11.2011 01:06Eldri borgararTrúir nokkur eldri borgurum.. hljóta þeir ekki að vera elliærir? Eldri hjón, sem voru búin að vera saman frá barnsaldri, fögnuðu demantsbrúðkaupi sínu. Hugsið ykkur.. eftir sextíu ára hjónaband voru þau flutt aftur í gamla hverfið sitt, héldust í hendur og gengu í átt að gamla skólanum sínum. Skólinn var ólæstur, svo þau gengu inn og fundu gamla borðið þar sem þau höfðu setið saman og Alli hafði rispað í viðinn "Ég elska þig Lóa." Brynvarinn bíll ók framhjá þeim á leiðinni heim og af honum féll peningasekkur sem lenti rétt við fætur þeirra. Lóa var snögg að hrifsa sekkinn, en í vafa um hvað gera skyldi, svo hún bar hann heim. Þar hvolfdu þau peningunum úr sekknum og töldu. Það reyndust vera tæpar sex milljónir króna! "Við verðum að skila þessu" sagði Alli ákafur. "Sá á fund sem finnur" sagði Lóa pollróleg, setti seðlana aftur í sekkinn og faldi hann uppi á háalofti. Tveir lögreglumenn sem fínkembdu hverfið í leit að peningunum, bönkuðu uppá daginn eftir. "Afsakið, en fann annað hvort ykkar poka sem féll af brynvörðum bíl í gær?" "Nei" svaraði Lóa og sýndi engin svipbrigði. "Hún er að ljúga.. hún faldi pokann uppi á háalofti" sagði Alli sem nötraði og skalf af stressi. "Ekki trúa honum.. þetta eru bara elliglöp hjá honum blessuðum" sagði Lóa pollróleg sem fyrr. Lögreglumennirnir sneru sér samt að Alla og tóku til við að yfirheyra hann. "Byrjaðu nú á byrjuninni og segðu okkur hvernig þetta var" sagði annar þeirra og Alli byrjaði: "Sjáðu til, þegar við Lóa vorum að ganga heim úr skólanum í gær..." Þá sneri löggan sér að félaga sínum og sagði: "Komdu.. við skulum drífa okkur héðan!" Skrifað af SigrJo 30.10.2011 19:23EineltiÞessi saga er á netinu og getur alveg verið er sönn.. Góð er hún allavega.. Hvernig væri nú að kennarar tækju smá tíma í að framkvæma þetta verkefni.. Pappírsbúturinn sem notaður er getur varla sett skólastarfið á hausinn.. Kennari í New York var að kenna bekknum um einelti og lét þau framkvæma smá æfingu. Hún fékk börnunum pappírsbút og sagði þeim að hnoða og kuðla og trampa svo á kuðlinu.. og skemma eins og þau gætu, bara ekki að rífa niður. Svo lét hún börnin breiða úr pappírnum og prófa að slétta krumpurnar, en ekki síst, virða fyrir sér hvernig þau hefðu skemmt pappírinn og gera sér grein fyrir hvað hann var orðinn óhreinn. Síðan sagði kennarinn börnunum að biðja pappírinn afsökunar. Hversu mikið sem börnin báðu pappírinn afsökunar og reyndu að laga það sem þau hefðu krumpað og óhreinkað, þá hurfu skemmdirnar ekki. Kennarinn fékk börnin til að ræða og skilja að hvað sem þau reyndu eða vildu slétta og laga það sem þau hefðu gert við pappírinn, myndi aldrei lagast og búið væri að skemma pappírinn varanlega.. Þetta væri einmitt það sem gerðist þegar einelti væri beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf. Upplitið á börnunum í bekknum sagði kennurunum að hún hafði hitt í mark. Skrifað af SigrJo 29.10.2011 15:49Stjörnumerkin og ljósaperurnarÞetta er svo skemmtilegt og á alveg við!! Sérstaklega þar sem naut og tvíburi eru hér á þessum bæ.. Stjörnumerkin og ljósaperurnar!!! *Hvað þarf margar hrúta til að skipta um ljósaperu? Bara einn, en það þarf margar perur. *Hvað þarf mörg naut til að skipta um ljósaperu? Ekkert, nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu. *Hvað þarf marga tvíbura til að skipta um ljósaperu? Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhaldslit hvers og eins sem kemur inní herbergið. *Hversu marga krabba þarf til að skipta um ljósaperu? Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn. *Hversu mörg ljón þarf til að skipta um ljósaperu? Ljón skipta ekki um perur, í mesta lagi heldur hann henni á meðan heimurinn snýst í kringum hann. *Hversu margar meyjur þarf til að skipta um ljósaperu? Sjáum nú til: eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk og hvenær hún var keypt, aðra til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna. *Hversu margar vogir þarf til að skipta um ljósaperu? Í raun veit ég það ekki.. það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir einn ef þetta er bara venjuleg ljósapera, tvo ef hann veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og áhyggjum yfir því. *Hversu marga sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu? Og hver veit það? Af hverju viljiði vita það? Eruði kannski lögreglumenn? * Hversu marga bogamenn þarf til að skipta um ljósaperu? Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af einhverri ljósaperu??? *Hversu margar steingeitur þarf til að skipta um ljósaperu? Enga. Steingeitur skipta ekki um ljósaperur því eftir góðar og athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er miklu skynsamlegra að hún skipti um sig sjálf. *Hversu marga vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu? Það koma helling af vatnsberum í keppni um hver þeirra er sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur. *Hversu marga fiska þarf til að skipta um ljósaperu? Af hverju?! Fór ljósið? Skrifað af SigrJo 02.10.2011 00:56GolfTvær vinkonur
voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í
upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni fór inn miðjan hóp
karlmanna. Skrifað af SigrJo 22.09.2011 12:50Góð ráð einkaþjálfaraViltu
grennast án þess að fara í ræktina eða velta þér um of upp úr mataræðinu? Þá er einkaþjálfarinn James Duigan með svarið
fyrir þig. Duigan er með þeim frægari í bransanum en meðal viðskiptavina hans
eru ofurkroppurinn Elle Mcpherson og Rosie Huntington-Whiteley. Samkvæmt nýlegri rannsókn er
þetta ekki endilega spurning um hvað þú borðar heldur hvernig. Hér fyrir neðan
er listi sem tekinn var saman af téðum James Duigan og næringarfræðingunum
Marlyn Glenville og Kim Pearson fyrir dagblaðið Daily Mail. Einbeittu þér að
því að tyggja Rannsóknir sýna að því
lengur sem þú tyggur, því færri hitaeiningar borðar þú. Það tekur heilann
tuttugu mínútur að fá skilaboðin um að maginn sé fullur. Á þessum mínútum eru
því óþarfa hitaeiningar borðaðar. Borðaðu innan klukkustundar
frá því að þú vaknar Sérfræðingar eru sammála um
að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og að fólk sem borðar
morgunverð sé yfirlétt grennra, léttara og sæki síður í óhollustu milli mála. Einbeittu þér að
matnum Rannsóknir sýna að ef þú ert
upptekinn við allt annað en að borða þá fær heilinn misvísandi skilaboð um það
magn sem hann hefur innbyrt. Einbeittu þér því að matnum og borðaðu hægt. Ekki ofelda
matinn Gættu þess vel að ofelda
ekki matinn þar sem dýrmæt næringarefni geta skemmst. Borðaðu fyrst
ávöxt Ávextir innihalda einfaldar
sykrur sem meltast hratt. Sérfræðingar vilja meina að ef ávaxta er neytt
í lok máltíðar hægi það á meltingunni og sykrurnar staldri lengur við í
meltingarkerfinu en þurfa þykir, sem er ekki gott. Muna því að borða áður en
flóknari fæðu er neytt. Ekki borða eftir
klukkan átta á kvöldin Ef að búið er að neyta
góðrar fæðu með reglulegu millibili yfir daginn þarf ekki að borða eftir átta á
kvöldin. Slíkt er óþarfi og fitandi. Borðaðu minna
þegar þú ert undir álagi Þegar álagi er mikið fer
orkan í allt annað en að melta mat. Því á að draga úr áti þegar stressið er
mikið þar sem þú ert líklegri til að fitna við þær aðstæður. Skerðu matinn í
bita Nýleg könnun leiddi í ljós
að fólk sem sker matinn í bita borðar að meðaltali 20% færri hitaeiningar en
þeir sem borða sama mat óskorinn. Er skurðurinn talinn valda því að viðkomandi
er meðvitaðri um hvað hann er að borða, hversu mikið er verið að borða og
meltingin fær meiri tíma til að vinna næringuna úr fæðunni. Borðaðu oft og
lítið í senn Annars gæti líkaminn haldið
að hann væri að svelta og neitað að brenna dýrmætar hitaeiningar. Án gríns.
Flestir sérfræðingar eru sammála um gildi þess að borða oft og lítið í senn. Heimild: Daily
Mail Skrifað af SigrJo 09.09.2011 11:08Tvíburar - þríburar - ?Þrír menn biðu spenntir á ganginum á fæðingarheimili LSH. Læknirinn kom fram og sagði við þann fyrsta að hann hefði fengið tvíbura. Maðurinn hló og sagðist vinna hjá fyrirtæki sem héti 2 fyrir 1. Svo leið tíminn og læknirinn kom og sagði við annan manninn að það hefði fæðst þríburar. Hann hló og sagði "Það er skrítið, ég vinn hjá 3 frökkum. Þá leið yfir þann þriðja. "Hvað kom fyrir hann" spurði læknirnn? Þá svöruðu hinir tveir: "Hann vinnur hjá 10/11". Skrifað af SigrJo 06.09.2011 16:42Gamla fólkið í dag.Hvernig við förum með gamla fólkið í dag. Lausnin: Setjum gamla fólkið í fangelsi og glæpamenn á elliheimili!. Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði, tölvu, sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu, eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga háan hluta af ellilífeyrinum sínum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á aðfangadag! Glæpamennirnir fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku, þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn. Látið þetta ganga ef ykkur finnst að ellilífeyrisþegar eigi betra skilið! Skrifað af SigrJo 04.09.2011 12:38DetoxViltu heilsusamlega hreinsun? Þá skaltu borða þetta: Rauðbeður: Eru fullar af vítamínunum B3, B6 og C ásamt því að vera járnrík, full af magnesíum, sinki og kalki. Allt þetta stuðlar að hreinsun í líkamanum og því eru þær fullkomnar til að borða einar og sér ásamt því að auðvelt er að búa til rauðbeðusafa. Þari: Er fullur af andoxunarefnu sem auka blóðflæði og hafa góð áhrif á meltinguna. Fíflablóm: Eru stúfull af næringu og vinna gegn fitumyndun. Þau eru steinefnamikil og eru frábær fyrir lifrina, hægt er að bæta fílfablómum út í hefðbundið salat. Flaxfræ: Eru rík af omegasýrum og eru góð til að setja út í heitt sítrónuvatn á morgnanna til að stuðla að góðri heilsu. Sítrónur: Hver elskar ekki sítrónur? Sítrónur eru góðar tl þess að losna við auka vökva sem sest fyrir í líkamanum og eru því einstaklega góðar þegar kemur að því að hreinsa líkamann. Hvítlaukur: Enginn ætti að detox-hreinsa líkamann án þess að nota hvítlauk að einhverju leyti. Hvítlaukurinn hefur sótthreinsandi áhrif á líkamann ásamt því að hann styrkir varnir gegn sýklum og veirum. Epli: Epli eru full af vítamínum og hafa góð áhrif á líkamann þegar hann er í hreinsun þar sem þau eru einnig næringarrík. Pressan.is Skrifað af SigrJo 21.07.2011 00:34Myndir lengi að birtast á síðunniHjá 123.is er verið að færa síðurnar í nýtt kerfi og þess vegna hafa myndirnar verið lengi að koma upp. Það er leiðinlegt að skoða margar myndir í einu ef það þarf að bíða eftir að þær komi upp en þetta á að lagast þegar búið verður að færa myndirnar í nýja kerfið og það verður farið að virka eins og það á að gera. Endilega kíkjið bara seinna á síðuna til að fletta myndunum og vonandi kemst þetta í lag fljótlega. Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is