Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|||
16.09.2012 11:23Nýjar myndirEr búin að setja inn myndir sem ég tók í veislunni sem Inda mágkona mín hélt í tilefni af fimmtugsafmæli hennar sem var 12. sept. Fitt og falleg skvísan er fimmtug súper amma. Hún af hinum öllum ber. Heldur fast í Manna. Skrifað af SigrJo 10.09.2012 22:39Fyrsta snjókoma vetrarinsVeðrið í dag hefur verið óvenjulega slæmt miðað við að nú er einungis10. september. Árið er 2012 og haustlitir rétt farnir að sjást, en enn er garðurinn í blóma og laufið á gljámispilnum er ennþá grænt. Hér hefur verið norðan rok og slyddurigning í dag og hitinn um frostmark. En á hálendinu og á heiðum víða á landinu, sérstaklega á Norðurlandi, hefur verið enn verra veður og meiri snjókoma t.d. í Mývatnssveit þar sem féll 20 - 30 cm. snór. Það var búið að spá þessu fyrir helgina og sem betur fer fyrir Flakkara þá sluppu allavega flestir heim áður en veður fór að versna verulega enda voru flestir farnir af stað fyrir kl. 11:00 á sunnudagsmorgun en þá var ausandi rigning. Á laugardag var betra veður en spáð hafði verið og þó að það gengi á með skúrum þá sáum við til sólar á Ídölum í þó nokkurn tíma um miðjan daginn. Haustfundurinn var haldinn og um kvöldið var árshátíðin sem að þessu sinni var veglegri í tilefni af 25 ára afmæli Flakkara. Nokkrir hættu samt við að koma vegna slæmrar veðurspár enda ekki gaman að vera á ferð á húsbílum í roki og jafnvel snjókomu með tilheyrandi hálku. Skrifað af SigrJo 25.08.2012 13:28Myndir frá sumrinu væntanlegarÉg hef lítið staðið í því að setja inn myndir sem ég hef tekið í sumar. Bæði vegna þess að þeir hjá 123.is hafa verið að uppfæra hjá sér og flytja á milli véla og þá voru einhverjar tafir hjá þeim og mér fannst betra að bíða með að dæla öllum mínum myndum inn þangað til þeir væru búnir að þessu. Og ekki síður vegna þess að sumarið hefur verið sólríkt, viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur hjónum. En nú fer ég að hugsa til þess að sitja yfir myndunum og setja inn eitthvað af öllum þessum sem ég á eftir þetta góða sumar og tíni eitthvað inn á myndasíðuna á næstu vikum. Skrifað af SigrJo 26.07.2012 16:22Eru eldri borgarar óvitar?Vasklegir eldri
borgarar Það er furðulega sterk
hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk nánast sem óvita sem þurfi að
hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að vo... Það er furðulega sterk hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk
nánast sem óvita sem þurfi að hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að
voða. Þannig finnast einstaklingar sem skotra stöðugt áhyggjuaugum til gamla
fólksins og telja brýnt að hafa vit fyrir því og helst geyma það á stofnun þar
sem ekkert ónæði stafi af því. Nú er samt svo að gamalt fólk hefur yfirleitt
sjálfstæðan vilja og á ekki í erfiðleikum með að mynda sér skoðanir. Það þarf
ekki stöðugt að taka ákvarðanir fyrir þetta fólk eins og það sé ómálga börn
heldur á það, eins og aðrir fullorðnir, rétt á því að velja úr sem flestum
möguleikum. Ellin á ekki að verða til þess að fólk sé sett á geymslustað þar
sem er komið fram við það eins og það sé úr sér gengið eintak af manneskju sem
sé búin að glata öllum sjálfstæðum vilja og því þurfi að hugsa fyrir hana. Eins
og aðrir þarf gamalt fólk hæfilegan frið til að fá að vera það sjálft. Nú eru deilur um það
hvort rétt sé að heimila sölu á áfengi á veitingastað á Hrafnistu. Það er alveg
dæmigert fyrir íslenska umræðu að hópur manna skuli rísa upp vegna þessarar
hugmyndar og góla af angist yfir því að gömlu fólki verði heimilað að kaupa sér
rauðvínsglas á veitingastað á dvalarheimilinu þar sem það býr. Þessi vælandi
hópur, sem segist bera hagsmuni eldri borgara fyrir brjósti, dregur síðan upp
hrollvekjandi mynd af útúrdrukknum og afvelta gamlingjum
skapandi alls kyns vandræði á viðkomandi dvalarheimili. Semsagt: allsherjar
sukk og svínarí. Það var leitt að sjá
forstjóra Hrafnistu viðurkenna í kvöldfréttum sjónvarps að hann hefði að sumu
leyti fengið bakþanka vegna harðrar gagnrýni á fyrirhugaða vínsölu til
vistmanna. Svo virðist sem alls kyns þrýstihópar geti haldið fram hvaða
vitleysu sem er og haft áhrif vegna þess að of margir þola ekki gagnrýni og
hætta jafnvel við ágætar fyrirætlanir sínar af því öðrum líkar þær ekki. Bulli
á annaðhvort að svara fullum hálsi eða láta eins og maður viti ekki af því.
Síst af öllu eiga menn að láta kverúlanta ráða för. Það var því hressandi að
heyra þetta sama kvöld í tveimur eldri borgurum sem hafa fengið nóg af bullinu
og mótmæla því kröftuglega. Á skjáinn birtist eldri kona, vistmaður á
Hrafnistu, greinilega mikill kvenskörungur, sem mislíkaði að talað væri til
eldra fólks eins og stöðugt þyrfti að passa það. Hún sagðist hafa verið
húsmóðir í um sjö áratugi og taldi það sjálfsagðan hlut að geta boðið gestum
sínum upp á rauðvín með steikinni, eins og hún hefði gert áður í
húsmóðurhlutverkinu. Annar eldri borgari, fyrrverandi sjómaður, tjáði sig svo í
fréttatíma á annarri sjónvarpsstöð um bann við neftóbaki og sagðist alfarið
vera á móti boðum og bönnum. Það var einkar ánægjulegt að heyra í fulltrúum
gamla fólksins sem töluðu svo hressilega gegn forræðishyggjunni. Megum við sem
flest verða jafn vasklegir eldri borgarar. Skrifað af SigrJo 03.07.2012 13:40Svíþjóð, Kópavogur, A-V og FAEEr búin að setja inn myndir frá Svíþjóðarferðinni. Við Inga fórum og heimsóttum Valgeir, Röggu, Jóhann og Emilíu í Uppsala og enduðum með þeim í Sigtuna, sem er einn elsti bær Svíþjóðar, en þau voru að flytja þangað vegna húsnæðisleysis í Uppsala. Sigtuna er rólegur og vinalegur bær. Salka Dröfn Ásgeirsdóttir var í fyrirsætu stuði þegar ég kom í heimsókn að skoða nýju íbúðina þeirra í Kópavoginum áður en við fórum að hjálpa Ásu systir og fjölskyldu að flytja, en þau voru líka að flytja í Kópavoginn. Ég tók engar myndir af flutningunum en svo kíktum við Inga í Smáralind og þar hittum við Ásu með bumbuna og Gunnar Val. Nú er Ása ekki lengur með bumbuna og hún eignaðist litla bráðfallega stúlku þann 14. júní (á 55 ára afmælisdeginum mínum ) sem ég vonast til að fá að líta á á næstunni því við erum að fara á ættarmót á Hólum og í framhaldi af því förum við líklega suður á bóginn nema veður verði þeim mun betra hér norðan og austanlands. Við sleppum þá Stóruferð Flakkara þetta árið en það er ekki hægt að vera á mörgum stöðum í einu, sérstaklega þegar bensínið kostar alveg augun úr á ferðalögum. Kvenfélagið Aldan-Voröld fór í sína árlegu vorferð og eru myndir úr þeirri ferð komnar inn og einnig myndir sem Vigfús tók í ferð FAE, félags aldraðra í Eyjafirði, um sunnanverða Vestfirði. Skrifað af SigrJo 18.05.2012 16:19Myndir af snjónum í maíVar að setja inn myndir frá afmælisdegi húsbóndans og einnig myndir sem eru teknar hér í nágrenninu. Skrifað af SigrJo 03.05.2012 00:48SkapvonskaÞetta
er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka
og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann
negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Skrifað af SigrJo 27.04.2012 17:33KartöflugarðurinnGamall maður bjó einn úti á landi. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil erfiðisvinna fyrir hann. Venjulega sá sonur hans um þessi mál en nú vildi svo til að hann sat innilæstur á Hrauninu. Gamli sendi honum tölvupóst og sagði honum frá vandræðum sínum: "Elsku Bubbi minn. Mér líður hálfilla því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum því ég veit að þú mundir stinga þau upp fyrir mig. Áttu kannski von á helgarleyfi bráðlega? Kær kveðja elsku sonur, pabbi." Eftir örfáa daga, fékk hann svar frá syni sínum: "Elsku Pabbi i guðanna bænum ekki stinga upp garðinn!!! Ég gróf nefnilega dópið og byssurnar þar! Þinn Bubbi." Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og stungu upp öll beðin, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut. Sama daginn fékk hann annan tölvupóst frá syninum: "Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur. Þinn elskandi sonur Bubbi." Skrifað af SigrJo 16.04.2012 01:11ÓtryggðKonan var viss um
að maðurinn hennar héldi við vinnukonuna svo hún lagði fyrir hann gildru. Á föstudagskvöldi
sendi hún vinnukonuna heim í helgarfrí án þess að láta mann sinn vita. Um kvöldið þegar
þau voru háttuð, þá sagði hann eins og oft áður: "Afsakaðu mig
elskan, mér er illt í maganum." Og hann fór á klósettið. Konan stökk upp og fór inn í vinnukonuherbergið, lagðist í rúmið og slökkti ljósið. Þegar hann kom
hljóðlega inn, sólundaði hann ekki tímanum og kom fram vilja sínum. Hann var enn másandi að því loknu þegar hún sagði: "Þú áttir ekki von á að finna mig í þessu rúmi, er það nokkuð?" Svo kveikti hún
ljósin.. "Nei frú"
.. sagði garðyrkjumaðurinn...
Skrifað af SigrJo 07.04.2012 13:31Gaman hjá okkurÞað stóð til hjá okkur hjónum að fara í ferðalag í maí (í tilefni af ákveðnum atburði 10. maí ;) en svo droppaði inn tilboð frá Plúsferðum föstudaginn 9. mars og við slógum til og mánudaginn 12. mars var ekið suður, gist hjá Ingu og Inga í Njarðvík og þriðjudaginn 13. mars flugum við til Gran Canaria og vorum þar til 28. mars í góðum hita og sól næstum alla dagana. Þetta var yndisleg ferð og við mjög sátt við að hafa skellt okkur í hana. Við áttum að gista á Montemar, en upp á miðri Holtavörðuheiði fékk ég símtal og var sagt að það væri yfirbókað þar. Við fengum að velja hvort við vildum vera 4 daga á öðru hóteli og flytja okkur svo þangað, eða að við myndum vera á Las Arenas allan tímann. Svo datt síminn út og við náðum ekki sambandi aftur fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes. Við völdum að vera á Las Arenas í stúdíóíbúð og það var bara ágætt. Stutt á ströndina, Sænska kirkjan, verslunarmiðstöðvar og veitingahús hinum megin við götuna og Foto Harry í 5 mín göngufæri. Nokkrar myndir eru komnar á síðuna og fleiri koma innan tíðar. Í gærkvöld fórum við í Hof á "Fjölskylduferð á Skódanum"þar sem Margrét Blöndal kynnti Ingimar Eydal og tónlistarferil hans og fjölskyldusögu. Þetta var góð skemmtun og þar sungu Helena Eyjólfs, Þorvaldur Halldórsson, Inga Eydal og Ingimar sonur hennar, Guðrún Gunnars, Stefán Hilmars og svo kom Jóhann Vilhjálmsson sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar líka, en hann hafði komið til Akureyrar í fjölskylduferð. Ég var með myndavélina og set fljótlega inn myndir og myndbönd af þessu frábæra söngfólki. Og síðast en ekki síst þá er ég búin að festa mér viku ferð til Svíþjóðar í lok maí til að heimsækja Valgeir og Röggu og fá að sjá yngsta ömmubarnið sem er stúlka fædd 20. febrúar 2012 og auðvitað hlakka ég líka til að hitta skemmtilega strákinn Jóhann Þórir sem þá verður orðinn tveggja ára. Skrifað af SigrJo 07.03.2012 17:56Dali Lama
"Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningum til að ná aftur heilsu sinni.
Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins.
Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð.
Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja og svo deyr hann án þess að hafa lifað.“
Dalai Lama
Skrifað af SigrJo 04.02.2012 15:10Ég er mamman
Skrifað af SigrJo 29.01.2012 16:15Auðvelt að plata okkur neytendur" Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson ( Jói Fel)." Hvað veistu um sykur og hveiti? Er til hollur sykur? Er lífrænt ræktaður matur hollari en annar? Og er spelt betra en venjulegt hveiti?
Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara. Hann segir sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, en hvað er þá hrásykur? "Hrásykur er alveg sami sykurinn en hefur ekki farið í gegnum síðasta vinnsluferli sykurs, sem telst mikið unnin vara. Því verður eftir dökkt síróp sem kallast melassi og er stundum bætt við hvítan sykur svo úr verður hrásykur, og þannig er púðursykur búinn til," segir Jói og bætir við að melassi innihaldi örlítið af bætiefnum sem þó hafi engin teljandi áhrif á næringargildið. "Hrásykur meltist og nýtist líkamanum nákvæmlega eins og hvítur sykur og ótrúlegt að fólk komist upp með að halda því fram að hann sé hollari, en því miður er auðvelt að plata neytendur á fölskum forsendum," segir Jói og áréttar að agave-síróp sé í engu skárri lausn. "Agave-síróp er mikið unnin vara úr agave-plöntu. Það samanstendur aðallega af ávaxta- og þrúgusykri, en í þær sykrur brotnar einmitt hvítur sykur í líkamanum. Agave-síróp hækkar blóðsykur hægar, en á endanum virkar það á sama hátt fyrir líkamann. Því er alls ekki hollara að neyta agave-síróps eða hrásykurs, og sé verið að hugsa um hollari sykur en hvítan sykur, þá er hann ekki til." Jói segir sama eiga við þegar fullyrt er um heilsubót speltis umfram hveiti. "Munur á venjulegu hveiti og spelti er nánast enginn sé litið er á næringarinnihald. Spelt er hægþroska, aðeins hægt að nýta um 60% korns þess og þar af leiðandi er það allt að helmingi dýrara en venjulegt hveitikorn. Næringarinnihald og hollusta er hins vegar sú sama, hvort sem kornin eru lífrænt ræktuð eður ei, því álíka mikið glúten er í báðum korntegundum og í sumum mælingum er meira glúten í spelthveiti," segir Jói og vísar í næringartöflu sem fylgir greininni. "Korn er ýmist malað í fínt eða gróft mjöl, en líka malað í heilkorn sem er næringarríkast. Við mölun missir fínna korn meira af vítamínum og steinefnum, en brauð sem er bakað úr heilkorni, sykurlaust og með ferskum, góðum súr er afar næringar- og trefjaríkt og einhver hollasta kornvara sem völ er á, en flest þurfum við að bæta við grófu korni og heilkorni í fæðu okkar," segir Jói og ítrekar að eini munur á venjulegu hveiti og spelti sé sá að spelt sé helmingi dýrara. "Því er neytendum sagt ósatt þegar þeim er talin trú um að brauð þeirra verði hollara úr spelti. Þá hafa margar rannsóknir sýnt að lífrænt ræktaður matur er ekki hollari þegar litið er eingöngu á næringarinnihald," segir Jói. "Öll þörfnumst við orku svo líkaminn komist vel frá amstri dagsins og æskilegt að 60% hennar komi úr kolvetnum. Gróf, sykurlaus brauð gefa góða orku, innihalda mikið af trefjum, vítamínum og steinefnum, og þá sama hvort borðað er brauð úr spelti eða hveitikorni. Allt er gott í hófi og farsælast að njóta alls sem lífið hefur upp á að bjóða." Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is