Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

22.01.2008 00:15

Golf

Þá veit ég af hverju golfið er að verða svo vinsælt hjá sumum konum !!!

http://www.dv.is/divi/spila/fqcdxoh358zr1lw3be015gb9s2q

22.01.2008 00:03

Hrútasýning???

Þetta minnir mig á hrútasýningu þar sem velja á hrúta til undaneldis og kjötframleiðslu.

http://www.dv.is/divi/spila/902zbqccdu2qvcndtwy7i9zdxwq

15.01.2008 00:03

Gestabókin

Hæ hæ

Ég sé að það eru einhverjir sem fara inn á síðuna mína en eru rosalega feimnir við að kvitta fyrir sig í gestabókina.

Mér þætti vænt um að einhverjir kvittuðu fyrir sig, þarf ekki að vera neitt merkilegt. 
Kveðja
Sigrún

14.01.2008 00:02

Árið 2007


Það helsta sem gerðist árið 2007.

Amma mín Sigrún Guðbrandsdóttir varð 90 ára 1. janúar. Hún var búin að banna okkur að hafa veislu fyrir hana og ætlaði að láta sig hverfa og  vera að heiman. Seinna sagði hún mér að hún hafði ætlað að fara út á Árskógsströnd þar sem hún er fædd, og koma við í kirkjugarðinum hjá foreldrum, dóttur sinni og ömmu sem eru jarðsett þar.
En veðurspáin var ekki góð þennan dag og auk þess hafði Gunna komið norður og skipulagt smá kaffisamsæti hjá Ingu út í Skógarhlíð. Þar komum við nokkur saman og sú gamla fékk sér smá sérrí og lék á alls oddi og hafði gaman af.
Seinna sagði hún mér að hún hefði ekki viljað halda upp á afmælið vegna þess að hún þekkti svo marga sem höfðu dáið eftir afmælisveislu!!
Nema hvað, í mars þá veikist hún og lést þann 24. og var jarðsett 29. mars í Laufási.
Hún var samt svo heppin að fá að búa á heimili sínu þar til hún veiktist og fór á FSA og það var þessi sjálfstæða kona mjög ánægð með.

Fyrsti sólardagurinn var 13. janúar.  Nú árið  2008 skein sól á Akureyri 9. janúar.

Fórum á þorrablót hjá Flökkurum 20. jan. og skemmtum okkur vel.

Kvenfélagið Aldan-Voröld í Eyjafjarðarsveit réðst í það stórvirki að fara í utanlandsferð nr. 2.  Þar sem ég er í ferðanefnd þá fór töluverður tími í að skipuleggja þá ferð, en ég hafði gaman af því og héldum við til Tallinn í Eistlandi 30. mars og komum heim aftur 4.apríl. 
Samt ekki nógu snemma til að ég gæti farið út á Grenivík í 60 ára afmælisveislu móðurbróður míns, Badda í Áshóli og Anna Marý dótturdóttir mín varð 7 ára þennan dag.

Fúsi fékk leyfi til að fara með, því hann hefur tvisvar staðið í pönnukökubakstri fyrir félagið og ég held að hann langi bara til að teljast með í kvenfélaginu.

Þann 21. apríl hefðu foreldrar mínir átt 50 ára brúðkaupsafmæli og ég varð 50 ára 14. júní og hafði smá veislu þann 16.

Í júlí fórum við í Stóruferð Flakkara sem var þetta árið á Vestfirðina. Við fengum frábært veður og þar sem ég hafði ekki komið á flesta þessa staði áður, þá fannst mér það meiriháttar og útsýnið einstakt.
Myndir úr þessari ferð eru á síðunni undir F 215.

Síðari aðgerðin á augum mínum var gerð 1. ágúst og nú get ég lesið og fleira (með gleraugum) og er það mikill munur frá því sem var síðustu ár. Ég lenti svo með Ingu á Flúðum um verslunarmannahelgina og var það bara skemmtilegt.

Við skelltum okkur á Fiskidagana miklu á Dalvík 10. - 12. ágúst og dvöldum í nýja hjólhýsinu okkar í garðinum hjá Snjólaugu og Jóni.

Árshátíð Flakkara var haldin á Stóru-Tjörnum 15. sept.  Góður matur þar. 

21. sept. fór ég í mína fyrstu söluferð til Skagastrandar og það gekk bara nokkuð vel.

22. sept fórum við til Ingu og Inga í Innri-Njarðvík og haldið var upp á 4 ára afmæli Emblu Dísar, 50 ára afmæli Inga og svo hefði mamma orðið 70 ára. Auk þessa alls var haldið upp á það að Inga og Ingi eru flutt í nýja húsið sitt.
Myndir eru frá þessum atburði undir "Afmæli".

8. nóvember fór SM til Kaupmannahafnar og var haldin árshátíð þar í gömlu klaustri (sjá myndir).

6. desember voru litlu-jólin haldin í Öldunni-Voröld. Komum við saman hjá Vilborgu, áttum saman notalega kvöldstund og var maturinn fenginn frá Bautanum.

Þetta er það helsta sem ég get rifjað upp frá árinu 2007 og læt ég þessu lokið í bili.



11.01.2008 00:01

Gott þetta

http://www.dv.is/divi/spila/6fiityiphxhxtoxs3nrt3uvv754

Þetta er linkur á videoskot sem mér fannst fyndið.

30.11.2007 22:47

Kaupmannahöfn

Fórum til Kaupmannahafnar með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar 8. - 11.(12.) nóvember 2007.

Fín ferð og stóðst að miklu leiti. Þ.e.a.s. lögðum bara einum klukkutíma of seint af stað vegna þess að flugvél Iceland Express var ekki lent í Keflavík þegar við áttum að fara af stað frá Akureyri. En hvað um það, "Fríhöfnin og barinn" opinn.

Í Kaupmannahöfn var ágætt að vera og héldum við skemmtilega árshátíð að vanda, að þessu sinni í gömlu klaustri.

Á sunnudaginn ( daginn eftir árshátíð ) þurftum við að losa hótelherbergin kl. 12 á hádegi, en fórum ekki út á flugvöll fyrr en kl. 17:30 og voru margir ansi framlágir á þessum tíma (þar á meðal ég sem hefði gjarnan þegið að sofa lengur en til kl. 10:00 að ísl. tíma) og dagurinn fór að mestu í það að bíða eftir flugi heim og ekki margar búðir opnar á þessum sunnudegi.

Magga og Gunni bentu okkur á að það væri fallegt svæði stutt frá hótelinu sem væri áhugavert að skoða og eru nokkrar myndir á síðunni úr þeirri göngu.

Heimferðin, þ.a.s.beina flugið, átti að vera í lagi og lending áætluð um kl. 23 að ísl. tíma. Stuttu fyrir þann tíma þá tilkynnir flugstjórinn að því miður þá sé ekki hægt að lenda á Akureyri og verði því lent á Egilsstöðum. Viðbrögðin voru allt frá því að vera algjör þögn og annars vegar klapp fyrir því frá nokkrum sem höfðu lýst því yfir fyrr um daginn að þeir vonuðust eftir því að það yrði ekki hægt að lenda á Akureyri, heldur yrði lent á Egilsstöðum.      Ehemm.

Þannig að það var lent á Egilsstöðum um kl 23:00, tollskoðað þar, töskurnar selfluttar í rútur á vegum Svenna (Ferðaskrifstofan Tanni) og ekið til Akureyrar (enginn Fríhöfn).  U.þ.b. 4 klukkutímar auka og það að næturlagi.  Við vorum komin heim og farin að sofa eftir kl. 4:00 aðfaranótt mánudags. Og einhverjir áttu að byrja að vinna kl. 6. á mánudagsmorgun.



22.11.2007 11:30

Frinsar

http://www.dramadrottning.com/konnun2/img/frog_small.png" Þú fellur fyrir froskum.

Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).

Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.

Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.

 

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar