Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

15.07.2008 14:43

Gömul kona



Þessi er frábær

This one is fantastic


15.07.2008 14:36

Háir hælar

Háir hælar eru stórhættulegir að mínu mati og á þessu videoskoti sést það vel en það er hins vegar mjög fyndið að hlusta á hlátur fréttamannanna þegar þeir horfa á þetta fall.

I know this has been posted before but this is the full length version and is just too good to miss. A model falls on the catwalk, gets up then falls again. It`s the laughter from the two newsreaders that makes this one good.



07.07.2008 16:09

Stóraferðin

Flakkarar eru nú í sinni árlegu Stóruferð og hófst ferðin í Möðrudal á laugardag og síðan liggur leiðin austur á firðina.
Við byrjuðum ferðina í Möðrudal, en Fúsi er ekki í fríi þessa viku svo við komum aftur heim á sunnudag og ekki ákveðið enn þá hvort við förum austur næstu helgi til að enda ferðina með þeim.
Fer eftir veðri og fleiru.

Set inn myndir frá helginni.

Some pictures from Möðrudal, a champing place in the highland on the way Northeast in Iceland where the members of champing car group "Flakkarar" stayed last weekend.


04.07.2008 23:35

Ljósmyndasamkeppni mbl.is og Nýherja

http://www.mbl.is/folk/ljosmyndasamkeppni/images/big/486ea21bwfLy6Bgl.jpg

Þetta er linkur á hreint út sagt frábæra mynd sem var send í ljósmyndasamkeppni mbl.is og Nýherja.

Ég hef verið að fylgjast með myndum sem eru sendar inn og það koma margar fallegar og aðrar skemmtilegar myndir þar og alveg þess virði að skoða.
Ég hef líka sent nokkrar myndir í keppnina, en ég sé svo margar góðar myndir þar að ég finn (aðeins) fyrir minnimáttarkennd. Svo að ég tali nú ekki um að ljósmyndarinn Pálmi Guðmyndsson á þar nokkrar mjög fallegar myndir enda er hann eflaust með góðar græjur en ég er bara með mína Sony Cybershot DSC-W80 7.2 pixla.

Ég er samt mjög ánægð með þessa vél og hún er mjög góð fyrir það verð sem ég greiddi fyrir hana eða ca kr. 25.000.- og ákaflega lítil og hentug í vasa og veski.








23.06.2008 23:38

Orlof húsmæðra

Orlofsferð húsmæðra í Eyjafirði  22. júní 2008  var að þessu sinni menningarferð á Akureyri sem hófst með morgunmat á KEA.
Síðan var farið í gallerí og vinnustofur, sýningar og söfn. Síðdegis fórum við um borð í Húna og sigldum við til Hjalteyrar.
Borðuðum þar forréttinn og svo var grillað um borð í Húna og borðað og dansað við harmonikkuspil Núma.





22.06.2008 00:59

Útilega og 17. júní

Nokkrar nýlegar myndir komnar inn.

Fórum í fyrstu útilegu sumarsins á F 215 og F 222  í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Þar voru u.þ.b. 50 bílar og góður andi að vanda hjá Flökkurum.

Þaðan fórum við til Húsavíkur á sunnudeginum og heimsóttum Stellu og fjölskyldu og Eva og Anna komu með okkur í Lystigarðinn þar með brauð handa öndunum, en Ásgarðsvegur 11 þar sem þær búa er þar rétt hjá.

Einnig setti ég inn myndir frá 17. júní og myndir af Einari Þóri og Lindu Björk sem varð stúdent frá MA.

05.06.2008 00:00

Miðnæturmyndir

Set inn nokkrar myndir teknar um miðnætti nú um þessa hlýju og góðu vordaga.

29.05.2008 23:30

Aldan-Voröld

Hittumst í Kolgerði 1 (Kolvitlausagerði eins og Rannveig sagði) hjá Rannveigu í kvöld.

Eftir léttan fund og ávaxtadrykk þá voru bakaðar hveitikökur og svo voru þær náttúrulega étnar með bestu lyst ásamt c.a. tveim sortum af tertum.

Nokkrar myndir frá þeim atburði ásamt myndum sem ég tók eftir að  ég kom heim.


24.05.2008 13:38

Keila á Kaffi Jónsson

Starfsmenn Sandblásturs og Málmhúðunar fóru á Kaffi Jónsson í gærkvöld til að fara í keilu. Mér var að sjálfsögðu boðið með eins og öðrum mökum þeirra.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa þennan leik og mér fannst gaman þó svo að árangurinn væri svona upp og ofan.

Myndavélin varð því miður eftir heima svo engar myndir voru teknar af þessum atburði.

19.05.2008 23:42

Orlofsferðinni lokið

Allar komust heilar heim úr orlofsferðinni að því að ég best veit og var þetta hin besta skemmtun.
Birna Þórðardóttir var fylgdarmær okkar í Reykjavík og hafði hún frá mörgu að segja og var líka bráðskemmtileg.

Á föstudagskvöldið borðuðum við í Iðnó og Guðrún Ásmundsdóttir skemmti okkur svo og hafði ungan mann með sér til að leika á píanóið en ég man ekki hvað hann heitir.

Á laugardag örkuðum við af stað með Birnu kl. 10 og vorum undir hennar leiðsögn í miðbænum fram undir kl. 17 og komum við á nokkrum vel völdum stöðum svo sem í galleríum og hjá hönnuðum og listamönnum.

Um kvöldið fórum við á Kaffi Reykjavík og komum við á Ísbarnum (sem er alveg ekta ísbar eins og sjá má á myndunum) áður en við borðuðum kvöldverð þar.

Setti inn nokkrar vel valdar myndir úr þessari orlofsferð húsmæðra í Eyjafirði.

16.05.2008 12:49

Orlofsferð kvenna í Eyjafirði

47 konur eru nú að leggja af stað í orlofsferð til Reykjavíkur umþessa helgi.

Við Hulda ætlum með og það verður örugglega gaman hjá okkur.

12.05.2008 23:14

Yfirliðsbræður

Ég gaf manninum mínum tvo miða á "Yfirliðsbræður" í afmælisgjöf þann 10. maí og að sjálfsðgðu bauð hann mér með sér á skemmtunina með þeim í KA heimilinu í kvöld.
Þetta var hin besta skemmtun hjá þeim Erni Árnasyni og Óskari Péturssyni með Jónasi Þóri undirleikara og var svo til fullt hús.
 
Yndælisveður var í dag og fór hitinn hátt í 20° C þó að ekki væri mikið sólskin og vorum við svolitla stund úti í garðinum að hreinsa til.
Þar er allt að lifna við eftir vetrardvalann og fyrstu blómin að taka vi sér.
Annars er ekki mikið af blómum komið í garðinn og ég þarf að fara að láta verða af því að heimsækja Sillu í Fornhaga og fá mér nokkur blóm.

07.05.2008 20:24

Ónefnd Sævarsdóttir

Dædi sendi mér nokkrar myndir af barnabarni þeirra Svanlaugs og Heiðu, dóttir Sævars og Guðrúnar.
Ég stalst til að setja sumar þeirra á mína síðu.
Anna Marý fékk frænkuna í afmælisgjöf þann 4.4.2008.
Myndarleg stúlka ekki satt?


30.04.2008 11:21

Gestabókin

Gaman væri að fá smá komment í gestabókina frá ykkur.

30.04.2008 10:45

Nýjar myndir

Fórum á Kirkjubæjarklaustur miðvikudaginn 23. apríl, þar sem Ása systir mín og fjölskylda hennar býr, til að vera á sumardaginn fyrsta við fermingu Herdísar Lindar Jónsdóttur og við skírn litla bróður hennar Gunnars Vals Sigurðarsonar.
Setti inn myndir frá því ferðalagi.

Í bakaleiðinni á föstudag komum við við í Njarðvík hjá Ingu og Inga fengum gistingu þar og þegar heim var komið um kl. 10:30 á laugardagskvöld þá höfðum við ekið tæplega 1500 km.

Fúsi skutlaði mér svo að Leifstöðum sem er hér stutt frá og þar hitti ég hluta af þeim sem útskrifuðust með mér frá Laugaskóla 1973.
Setti inn nokkrar myndir af þeim  sem mættir voru.
Nokkrir makar fylgdu með og var gaman að sjá þá.




Flettingar í dag: 617
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250025
Samtals gestir: 28605
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:19:32

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar