Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

02.11.2008 11:50

Marinó Þorsteinsson 50 ára

Manni bróðir náði þeim áfanga að verða 50 ára 28. október 2008.

Veisla var haldin í Árskógi 1. nóvember og tók ég myndir og setti þær svo á myndasíðuna þar sem hægt er að skoða þær.

Veislan heppnaðist vel og þegar við fórum heim var komið fram á nótt og Manni var ennþá að dansa og það brosandi út að eyrum.

Gaman væri nú að fá kvitt í gestabókina frá ykkur sem skoðið myndirnar.





19.10.2008 21:45

Safnasafnið og Sveinbjarnargerði

Haustfundur hjá Öldunni-Voröld 2008 var haldinn laugardaginn 18. okt.

Þar sem ekkert varð úr vorferð þetta árið þá var ákveðið að gera okkur eitthvað til skemmtunar í leiðinni og fórum við í Safnasafnið á Svalbarðsströnd og síðan héldum við í Sveinbjarnargerði og héldum fund og fengum okkur svo að borða.

Maturinn bragðaðist alveg sérstaklega vel og álít ég að allar hafi farið saddar og ánægðar heim að því loknu.

Þar voru líka starfsmenn á Heilsugæslustöðinni á Dalvík, ásamt læknisfrúnni, að borða og skemmta sér í skemmtilegum Týrólabúningum og smellti ég mynd af þeim líka.


15.10.2008 23:15

Hlutabréf og Thule bjór

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári, væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 kr.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron, væri sú eign í dag u.þ.b. 1.650 kr.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 kr. væri minna en 500 kall eftir.

Hefði peningurin hins vegar verið notaður til að kaupa Thule bjór fyrir ári, þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 kr. upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað, virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna !!!

Þetta barst í tölvupósti og þar sem ég hef ekki verið fylgjandi hlutabréfakaupum (ég nota peningana sem ég afla og fer létt með að eyða þeim) þá fannst mér tilvalið að setja þetta á síðuna.


15.10.2008 01:02

Maður við stjórn

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð.
Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér?
Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð milli 40. og 41. notðlægrar breiddargráðu og mili 59. og 60. vestlægrar lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan.  Hvernig vissirðu það?
Nú, svaraði maðurinn. Allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum og reyndar er ég enn villtur.
Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér.
Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við sjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, Þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara.
Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert.
Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál.
Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn orðin mín sök.

15.10.2008 00:45

Sofnaði í ruslagámi og lenti í ruslaþjöppu

Drukkinn Tékki er alvarlega slasaður eftir að hann sofnaði í ruslagámi í gær. Varð maðurinn fyrir því óláni að gámurinn var tæmdur í ruslabíl sem þjappaði sorpið úr gámnum. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús með innvortis blæðingar.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, býr í bænum Znojmo. Ekki er vitað frekar um líðan hans en tékkneska fréttastofan CTK greindi frá þessu í dag. Lögregla rannsakar nú hvort ruslamaðurinn hafi gætt að því að opna ruslagáminn og kannað innihald hans, líkt og krafist er samkvæmt öryggisreglum.

Þessi frétt er á mbl.is

13.10.2008 00:05

Nýr peningaseðill ??

Hafið þið séð nýja íslenska seðilinn?


http://jensgud.blog.is/img/tncache/500x500/5b/jensgud/img/c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_peningur_694116.jpg

Fann þennan á netinu og ákvað að deila honum með ykkur.


04.10.2008 02:01

Bankarnir

Það kostar að bjarga bönkunum frá snörunni

Eftir Guðbjörn Guðbjörnsson

Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati heilagir og inneignir í þeim ætti því ekki að snerta til að eyða í einhverjar áhættufjárfestingar. Fjárfestingar í íslenskum fjárglæfrafyrirtækjum eða bönkum, sem eru á barmi gjaldþrots teljast til slíkra áhættufjárfestinga.

Á móti koma þau sjónarmið, að hér á landi sé allt á heljarþröm. Atvinnulífið sé að stöðvast og gífurlegt atvinnuleysi blasi við. Verðbólgan sé á leiðinni í 20% og allir bankarnir séu leiðinni á hausinn. Verðbólgan undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að verðtryggð lán hafa hækkað mikið og ekkert lát er á þeim hækkunum á næstunni. Vegna falls krónunnar hafa lán tekin í erlendri mynt einnig hækkað um tugi prósenta á nokkrum mánuðum. Almenningur er ráðþrota og á barmi örvæntingar.

Illskásta lausnin er því líklega að lífeyrissjóðirnir hjálpi til við lausn mála. Tryggja verður að þeim fjármunum verði ekki fórnað af þeim sem komið hafa þjóðinni á hausinn - sjálftökuliðinu. Til að almennt launafólk og lífeyrisþegar samþykki slíkar ráðstafanir er eðlilegt að umbunin sé ríkuleg. Eðlilegt er að bankarnir skipti um eigendur og fari í hendur þeirra, sem björguðu þeim. Þeir sem eru að bjarga bönkunum eru þeir sömu og borgað hafa okurvexti á verðtryggðum lánum eða sitja uppi með lán í erlendri mynt sem hækkað hafa gífurlega í íslenskum krónum. Samúð almennings er skiljanlega minni en engin.

Með öllum ráðum verður að tryggja efnahagslegan stöðugleika í landinu og að slíkar hörmunar dynji ekki aftur á þjóðinni. Það verður að mínu mati aðeins gert með einu móti: aðild að ESB og upptöku evru. Samtök atvinnulífsins og samtök launamanna eiga ekki sætta sig við neina aðra lausn en að framan getur.

Stjórnmálamenn allra flokka verða loksins að leggja við hlustirnar, að öðrum kosti verður að skipta þeim sem ekki hlusta út fyrir þá sem kunna að hlusta á þjóð sína.

Athugasemdir

Augnablik...

Vegna þess að lífeyrissjóðirninr eru "heilagir" eins og þú orðar það vel, -þetta er jú ævisparnaður launþega-, eru lögin um lífeyrissjóði mjög ströng. Lífeyrissjóðir hafa ekki "áhættufrelsi" eins og flestir aðrir fjárfestar. Ég sé ekkert sem getur teimt þessa peninga "heim" nema ríkistryggð skuldabréf.

En hversvegna er aðeins talað um eignir lífeyrissjóðanna í þessu sambandi, hvað með eignir bankanna, stórfyrirtækjanna, auðmannanna.....????

sigurvin (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:08

Sigrún:  Leyfi mér að birta þetta blogg vegna þess að ég er sammála Guðbirni og líka Sigurvini sem gerir athugasemd.

20.09.2008 14:22

Mamma fer að sofa.

Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið.

Mamma segir:  Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.  Ég ætla að fara uppí rúm. 

Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi eina tölu. 

Hún tók saman dagblöðin sem lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.

Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.

Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.  Svo skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.

Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér. Pabbin hropaði úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa.

Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.  Gekk úr skugga um að dyrnar væru læstar. 

Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. 

Í svefnherbergi sínu  stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók  rúmteppið af rúminu. Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú fer ég að sofa - og það gerði hann.

PS.

Svo eru kallarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar.


20.09.2008 14:14

Tvær góðar sögur

Í tengslum við umgengni heimilisfólksins.

 

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörs amlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina.
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf..
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, "Hvað skeði hér í dag?"
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
"Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?"
"Já" segir hann tortrygginn.
Hún svarart. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

 

 

Mín kona líkist ekki mömmu.

Það er ekki neitt til í því að ég hafi valið konu, sem líkist mömmu. Svo ég byrji á byrjuninni þá hirti mamma alltaf upp sokka, skyrtur og annað, sem ég henti frá mér og það gerði hún samdægurs. Mín kona hirti þetta ekki upp fyrr en hálfu ári eftir að við fórum að búa saman, en þá var sumt næstum því gróið við gólfið.

Matur var alltaf hjá mömmu á föstum tímum, en það kom líka fyrir í fyrstu að mín kona var enn að vinna klukkan 7 og hafði ekki gert neinar ráðstafanir. Eftir að ég gerði henni grein fyrir því hvað ég væri illa haldinn, þá mátti hún eiga það að nú eru alltaf til 1944 réttir í ísskápnum. Eini gallinn er sá að ég veit ekki hvað á að láta þá vera lengi í örbylgjuofninum og er því alltaf glorhun-graður, þegar hún kemur heim.

Segið svo að maður velji sér konu, sem líkist móður manns.


20.09.2008 01:56

Dökkva hlustar á Elvis Prestley


Skemmtileg sería af kisunni Dökkvu og DVD spilaranum komin á myndasíðuna.   emoticon

My sons cat and Elvis.



10.09.2008 12:24

Nýjar myndir

Loksins eru myndirnar komnar inn sem ég tók á mærudögum á Húsavík í sumar.

Einnig setti ég myndir frá dönskum dögum Í Stykkishólmi, ferð okkar á Eyjalín út í Brokey og svo ókum við um í Snæfellsbæ og stoppuðum í Skarðsvík og við vitann í Svörtuloftum.


15.08.2008 13:04

Sumarfrí

Fúsi fór loksins í sumarfrí 9. ágúst.
Byrjuðum á því að fara á fiskidaga á Dalvík og settum hjólhýsið okkar sunnan við húsið hjá Snjólaugu og Jóni við Böggvisbraut ( hjá Klaufa og Kóngsdóttur).
Inga og Ingi komu á miðvikudag og gistu hjá okkur áður en við fórum á Dalvík og einnig á sunnudagskvöld. Þau voru búin að vera á hringferð um landið og þótti þeim gott að sleppa við að sofa í tjaldi þessar nætur.
Ása og fjölskylda komu líka. Gaman að hitta þau aðeins því að  það er svo langt að keyra til þeirra á Kirkjubæjarklaustur.

Erum að taka okkur til fyrir dönsku dagana í Stykkishólmi þessa helgi og verðum kanski nokkra daga á ferðalagi.

Set inn myndir frá ýmsu í sumar seinna m.a. frá Mærudögum á Húsavík, Fiskidögum á Dalvík og Dönskum dögum í Stykkishólmi.

Svo má geta þess að báðir strákarnir mínir eru ástfangnir og ég er að kynnast tveim verðandi tengdadætrum.

Linda Björk Rúnarsdóttir er kærastan hans Einars og varð hún stúdent frá MA 17. júní og hún er frá Seiðisfirði og vinnur þar í sumar.

Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir er kærastan hans Valgeirs og var hún að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur. Hún er Akureyringur.



15.08.2008 01:50

MA stúdentar 2008

Setti inn myndband frá 17.  júní 2008.

Stúdentar nýútskrifaðir frá MA koma í miðbæ Akureyrar um miðnætti.

Set meira inn seinna.

18.07.2008 13:00

Mótorhjól

Linkur á óhugnanlegt  videoskot á síðu hjá áhugamanni um mótorhjól.

http://st1300.blog.is/blog/st1300/entry/594250/

Þetta er í sambandi við frétt á mbl.is um tvítugan mann á Akureyri sem ók mótorhjóli á 121 km hraða innanbæjar og hann hafði ekki mótorhjólapróf.



Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235486
Samtals gestir: 26597
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:38

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar