Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Ýmis fróðleikur

04.09.2010 22:29

Hitabylgja í September 2010

Hitabylgja er nú á norðanverðu landinu og hefur hitinn í dag farið hæst upp í 25 gráður í Eyjafirði, nánar tiltekið á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem hitamælir sýndi 24,9 gráður. Á Akureyri mældist 24 stiga hiti, á Mánárbakka norðan Húsavíkur fór hitinn í 24,3 gráður og raunar hefur verið um og yfir 20 stiga hiti um allt Norðurland.

Óvenju hlýtt er á öllu landinu, miðað við að septembermánuður er genginn í garð. Veðurstöðvar á fjöllum og á hálendi hafa sýnt allt upp í 19 stiga hita, eins og á Mývatnsheiði, Vatnsskarði og Vaðlaheiði.

Á heimasíðu Veðurstofu Íslands má sjá að í Reykjavík mældust 16,4 gráður, í Stykkishólmi 17,6 gráður, á Bíldudal 19,2 gráður og á Blönduósi 21,4 gráður. Á Egilsstöðum voru 18 gráður, í Skaftafelli 20,7 gráður og á Hellu mældust 18,9 gráður. 

Flettingar í dag: 997
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 166
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 238226
Samtals gestir: 26885
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:58:47

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar