Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|||
Flokkur: Ýmis fróðleikur26.07.2012 16:22Eru eldri borgarar óvitar?Vasklegir eldri
borgarar Það er furðulega sterk
hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk nánast sem óvita sem þurfi að
hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að vo... Það er furðulega sterk hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk
nánast sem óvita sem þurfi að hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að
voða. Þannig finnast einstaklingar sem skotra stöðugt áhyggjuaugum til gamla
fólksins og telja brýnt að hafa vit fyrir því og helst geyma það á stofnun þar
sem ekkert ónæði stafi af því. Nú er samt svo að gamalt fólk hefur yfirleitt
sjálfstæðan vilja og á ekki í erfiðleikum með að mynda sér skoðanir. Það þarf
ekki stöðugt að taka ákvarðanir fyrir þetta fólk eins og það sé ómálga börn
heldur á það, eins og aðrir fullorðnir, rétt á því að velja úr sem flestum
möguleikum. Ellin á ekki að verða til þess að fólk sé sett á geymslustað þar
sem er komið fram við það eins og það sé úr sér gengið eintak af manneskju sem
sé búin að glata öllum sjálfstæðum vilja og því þurfi að hugsa fyrir hana. Eins
og aðrir þarf gamalt fólk hæfilegan frið til að fá að vera það sjálft. Nú eru deilur um það
hvort rétt sé að heimila sölu á áfengi á veitingastað á Hrafnistu. Það er alveg
dæmigert fyrir íslenska umræðu að hópur manna skuli rísa upp vegna þessarar
hugmyndar og góla af angist yfir því að gömlu fólki verði heimilað að kaupa sér
rauðvínsglas á veitingastað á dvalarheimilinu þar sem það býr. Þessi vælandi
hópur, sem segist bera hagsmuni eldri borgara fyrir brjósti, dregur síðan upp
hrollvekjandi mynd af útúrdrukknum og afvelta gamlingjum
skapandi alls kyns vandræði á viðkomandi dvalarheimili. Semsagt: allsherjar
sukk og svínarí. Það var leitt að sjá
forstjóra Hrafnistu viðurkenna í kvöldfréttum sjónvarps að hann hefði að sumu
leyti fengið bakþanka vegna harðrar gagnrýni á fyrirhugaða vínsölu til
vistmanna. Svo virðist sem alls kyns þrýstihópar geti haldið fram hvaða
vitleysu sem er og haft áhrif vegna þess að of margir þola ekki gagnrýni og
hætta jafnvel við ágætar fyrirætlanir sínar af því öðrum líkar þær ekki. Bulli
á annaðhvort að svara fullum hálsi eða láta eins og maður viti ekki af því.
Síst af öllu eiga menn að láta kverúlanta ráða för. Það var því hressandi að
heyra þetta sama kvöld í tveimur eldri borgurum sem hafa fengið nóg af bullinu
og mótmæla því kröftuglega. Á skjáinn birtist eldri kona, vistmaður á
Hrafnistu, greinilega mikill kvenskörungur, sem mislíkaði að talað væri til
eldra fólks eins og stöðugt þyrfti að passa það. Hún sagðist hafa verið
húsmóðir í um sjö áratugi og taldi það sjálfsagðan hlut að geta boðið gestum
sínum upp á rauðvín með steikinni, eins og hún hefði gert áður í
húsmóðurhlutverkinu. Annar eldri borgari, fyrrverandi sjómaður, tjáði sig svo í
fréttatíma á annarri sjónvarpsstöð um bann við neftóbaki og sagðist alfarið
vera á móti boðum og bönnum. Það var einkar ánægjulegt að heyra í fulltrúum
gamla fólksins sem töluðu svo hressilega gegn forræðishyggjunni. Megum við sem
flest verða jafn vasklegir eldri borgarar. Skrifað af SigrJo 03.05.2012 00:48SkapvonskaÞetta
er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka
og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann
negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Skrifað af SigrJo 07.03.2012 17:56Dali Lama
"Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningum til að ná aftur heilsu sinni.
Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins.
Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð.
Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja og svo deyr hann án þess að hafa lifað.“
Dalai Lama
Skrifað af SigrJo 04.02.2012 15:10Ég er mamman
Skrifað af SigrJo 29.01.2012 16:15Auðvelt að plata okkur neytendur" Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson ( Jói Fel)." Hvað veistu um sykur og hveiti? Er til hollur sykur? Er lífrænt ræktaður matur hollari en annar? Og er spelt betra en venjulegt hveiti?
Því miður er ekki allt rétt sem haldið er fram um hollustu vissra matvæla, svo sem sykurs og hveitikorns, og ýmislegt ekki eins óhollt og haldið er fram," segir Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara. Hann segir sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, en hvað er þá hrásykur? "Hrásykur er alveg sami sykurinn en hefur ekki farið í gegnum síðasta vinnsluferli sykurs, sem telst mikið unnin vara. Því verður eftir dökkt síróp sem kallast melassi og er stundum bætt við hvítan sykur svo úr verður hrásykur, og þannig er púðursykur búinn til," segir Jói og bætir við að melassi innihaldi örlítið af bætiefnum sem þó hafi engin teljandi áhrif á næringargildið. "Hrásykur meltist og nýtist líkamanum nákvæmlega eins og hvítur sykur og ótrúlegt að fólk komist upp með að halda því fram að hann sé hollari, en því miður er auðvelt að plata neytendur á fölskum forsendum," segir Jói og áréttar að agave-síróp sé í engu skárri lausn. "Agave-síróp er mikið unnin vara úr agave-plöntu. Það samanstendur aðallega af ávaxta- og þrúgusykri, en í þær sykrur brotnar einmitt hvítur sykur í líkamanum. Agave-síróp hækkar blóðsykur hægar, en á endanum virkar það á sama hátt fyrir líkamann. Því er alls ekki hollara að neyta agave-síróps eða hrásykurs, og sé verið að hugsa um hollari sykur en hvítan sykur, þá er hann ekki til." Jói segir sama eiga við þegar fullyrt er um heilsubót speltis umfram hveiti. "Munur á venjulegu hveiti og spelti er nánast enginn sé litið er á næringarinnihald. Spelt er hægþroska, aðeins hægt að nýta um 60% korns þess og þar af leiðandi er það allt að helmingi dýrara en venjulegt hveitikorn. Næringarinnihald og hollusta er hins vegar sú sama, hvort sem kornin eru lífrænt ræktuð eður ei, því álíka mikið glúten er í báðum korntegundum og í sumum mælingum er meira glúten í spelthveiti," segir Jói og vísar í næringartöflu sem fylgir greininni. "Korn er ýmist malað í fínt eða gróft mjöl, en líka malað í heilkorn sem er næringarríkast. Við mölun missir fínna korn meira af vítamínum og steinefnum, en brauð sem er bakað úr heilkorni, sykurlaust og með ferskum, góðum súr er afar næringar- og trefjaríkt og einhver hollasta kornvara sem völ er á, en flest þurfum við að bæta við grófu korni og heilkorni í fæðu okkar," segir Jói og ítrekar að eini munur á venjulegu hveiti og spelti sé sá að spelt sé helmingi dýrara. "Því er neytendum sagt ósatt þegar þeim er talin trú um að brauð þeirra verði hollara úr spelti. Þá hafa margar rannsóknir sýnt að lífrænt ræktaður matur er ekki hollari þegar litið er eingöngu á næringarinnihald," segir Jói. "Öll þörfnumst við orku svo líkaminn komist vel frá amstri dagsins og æskilegt að 60% hennar komi úr kolvetnum. Gróf, sykurlaus brauð gefa góða orku, innihalda mikið af trefjum, vítamínum og steinefnum, og þá sama hvort borðað er brauð úr spelti eða hveitikorni. Allt er gott í hófi og farsælast að njóta alls sem lífið hefur upp á að bjóða." Skrifað af SigrJo 17.01.2012 00:46Ömmur og afar nauðsynlegÖmmur og afar nauðsynleg þroska barna Rannsóknarmenn
frá Sviss og Ástralíu hafa komist að því að ömmur og afar eru lykillinn að
þroska barna. Ást
þeirra og hæfileiki til að hlusta á vandamál ungs fólks stuðlar síðan að
aukinni sjálfsbjargarviðleitni. þau
stuðla að áframhaldandi þroska tegundarinnar. Ég tek alveg undir þessa rannsókn.. ég get ekki séð fyrir mér æskuár mín án ömmu og afa.. og það tvö sett.. sem höfðu mikil áhrif á minn þroska Skrifað af SigrJo 14.01.2012 14:22Góð heilræðiÞessi
heilræði eru rétt og góð og ætti að hafa þau prentuð upp á vegg þar sem við sjáum
þau alla daga: 5. Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði.
6. Þú þarft ekki að
vinna öll deilumál.. Samþykktu að vera
ósammála. þeirra líf er. En sú seinni er alveg undir þér komin og
engum öðrum. "Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5
ár" ? þá myndum við hrifsa okkar til baka. Skrifað af SigrJo 30.10.2011 19:23EineltiÞessi saga er á netinu og getur alveg verið er sönn.. Góð er hún allavega.. Hvernig væri nú að kennarar tækju smá tíma í að framkvæma þetta verkefni.. Pappírsbúturinn sem notaður er getur varla sett skólastarfið á hausinn.. Kennari í New York var að kenna bekknum um einelti og lét þau framkvæma smá æfingu. Hún fékk börnunum pappírsbút og sagði þeim að hnoða og kuðla og trampa svo á kuðlinu.. og skemma eins og þau gætu, bara ekki að rífa niður. Svo lét hún börnin breiða úr pappírnum og prófa að slétta krumpurnar, en ekki síst, virða fyrir sér hvernig þau hefðu skemmt pappírinn og gera sér grein fyrir hvað hann var orðinn óhreinn. Síðan sagði kennarinn börnunum að biðja pappírinn afsökunar. Hversu mikið sem börnin báðu pappírinn afsökunar og reyndu að laga það sem þau hefðu krumpað og óhreinkað, þá hurfu skemmdirnar ekki. Kennarinn fékk börnin til að ræða og skilja að hvað sem þau reyndu eða vildu slétta og laga það sem þau hefðu gert við pappírinn, myndi aldrei lagast og búið væri að skemma pappírinn varanlega.. Þetta væri einmitt það sem gerðist þegar einelti væri beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf. Upplitið á börnunum í bekknum sagði kennurunum að hún hafði hitt í mark. Skrifað af SigrJo 22.09.2011 12:50Góð ráð einkaþjálfaraViltu
grennast án þess að fara í ræktina eða velta þér um of upp úr mataræðinu? Þá er einkaþjálfarinn James Duigan með svarið
fyrir þig. Duigan er með þeim frægari í bransanum en meðal viðskiptavina hans
eru ofurkroppurinn Elle Mcpherson og Rosie Huntington-Whiteley. Samkvæmt nýlegri rannsókn er
þetta ekki endilega spurning um hvað þú borðar heldur hvernig. Hér fyrir neðan
er listi sem tekinn var saman af téðum James Duigan og næringarfræðingunum
Marlyn Glenville og Kim Pearson fyrir dagblaðið Daily Mail. Einbeittu þér að
því að tyggja Rannsóknir sýna að því
lengur sem þú tyggur, því færri hitaeiningar borðar þú. Það tekur heilann
tuttugu mínútur að fá skilaboðin um að maginn sé fullur. Á þessum mínútum eru
því óþarfa hitaeiningar borðaðar. Borðaðu innan klukkustundar
frá því að þú vaknar Sérfræðingar eru sammála um
að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og að fólk sem borðar
morgunverð sé yfirlétt grennra, léttara og sæki síður í óhollustu milli mála. Einbeittu þér að
matnum Rannsóknir sýna að ef þú ert
upptekinn við allt annað en að borða þá fær heilinn misvísandi skilaboð um það
magn sem hann hefur innbyrt. Einbeittu þér því að matnum og borðaðu hægt. Ekki ofelda
matinn Gættu þess vel að ofelda
ekki matinn þar sem dýrmæt næringarefni geta skemmst. Borðaðu fyrst
ávöxt Ávextir innihalda einfaldar
sykrur sem meltast hratt. Sérfræðingar vilja meina að ef ávaxta er neytt
í lok máltíðar hægi það á meltingunni og sykrurnar staldri lengur við í
meltingarkerfinu en þurfa þykir, sem er ekki gott. Muna því að borða áður en
flóknari fæðu er neytt. Ekki borða eftir
klukkan átta á kvöldin Ef að búið er að neyta
góðrar fæðu með reglulegu millibili yfir daginn þarf ekki að borða eftir átta á
kvöldin. Slíkt er óþarfi og fitandi. Borðaðu minna
þegar þú ert undir álagi Þegar álagi er mikið fer
orkan í allt annað en að melta mat. Því á að draga úr áti þegar stressið er
mikið þar sem þú ert líklegri til að fitna við þær aðstæður. Skerðu matinn í
bita Nýleg könnun leiddi í ljós
að fólk sem sker matinn í bita borðar að meðaltali 20% færri hitaeiningar en
þeir sem borða sama mat óskorinn. Er skurðurinn talinn valda því að viðkomandi
er meðvitaðri um hvað hann er að borða, hversu mikið er verið að borða og
meltingin fær meiri tíma til að vinna næringuna úr fæðunni. Borðaðu oft og
lítið í senn Annars gæti líkaminn haldið
að hann væri að svelta og neitað að brenna dýrmætar hitaeiningar. Án gríns.
Flestir sérfræðingar eru sammála um gildi þess að borða oft og lítið í senn. Heimild: Daily
Mail Skrifað af SigrJo 06.09.2011 16:42Gamla fólkið í dag.Hvernig við förum með gamla fólkið í dag. Lausnin: Setjum gamla fólkið í fangelsi og glæpamenn á elliheimili!. Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði, tölvu, sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu, eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga háan hluta af ellilífeyrinum sínum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á aðfangadag! Glæpamennirnir fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku, þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn. Látið þetta ganga ef ykkur finnst að ellilífeyrisþegar eigi betra skilið! Skrifað af SigrJo 15.03.2011 01:14HugleiðingÞað þarf mjög lítið til að láta aðra vita að við sjáum, heyrum, skiljum og okkur þykir vænt um þá. Góðleg og glettileg augu, eitt lítið vink og vingjarnlegt bros er allt sem þarf til. Skrifað af SigrJo 15.02.2011 00:36Viðbót við fyrri grein.Vil geta þess að hin yndislega Eydís Valgarðsdóttir sjúkraþjálfari á Eflingu hefur sérhæft sig í meðferð og leikfimi fyrir vefjagiktarsjúklinga og það er frábært að hafa komist í meðferð hjá henni. Ég er í leikfiminni núna og það er í fyrsta skiptið í mörg ár sem leikfimi gerir mér gott og mér líður vel með. Einnig er Sigrún Jónsdóttir í Eflingu líka mjög góð í nuddi og heilun fyrir okkur. Skrifað af SigrJo 14.02.2011 20:07Þinn Ósýnilegi Óvinur. Ég
heiti Fibromyalgia. Ég er Ósýnilegur Krónískur
sjúkdómur og ég er nú þinn fylgisveinn til æviloka. Aðrir í kringum þig geta
hvorki séð eða heyrt mig, en ÞINN kroppur finnur fyrir mér. Ég get ráðist á þig
hvar, hvenær og hvernig sem ég vil. Ég get valdið þér ómældum sársauka eða, ef
ég er í góðu skapi, þá gefið þér verki allstaðar. Ég man þegar þú og Orka
fluguð saman útum allt og höfðuð það flott. Ég tók orkuna frá þér og gaf þer
magnleysi í staðinn. Reyndu að hafa það
flott núna ! Ég tók
jafnvel Góðan Svefn frá þér og skipti á honum og Fibro-myrkri. Ég get fengið
þig til að titra innvortis, eða fengið þig til að frjósa eða svitna meðan öðrum
líður vel. Ójá.. Ég gert valdið þér kvíða eða þunglyndi líka. Ef þú ert búin að plana eitthvað, eða hlakkar til spennandi dags, get ég tekið það frá þér. Þú baðst ekki um mig, ég valdi þig af ólíkum ástæðum, t.d. útaf vírusnum, sem þú losnaðir aldrei við, eða útaf bílslysinu, eða var það kannski útaf árinu, sem þú brotnaðir saman útaf álagi ? Hvað svo sem það var þá ég er komin til að vera. Ég heyrði að þú værir að hugsa um að fara til læknis til að reyna að losna við mig. Ég míg á mig af hlátri. Reyndu það bara. Þú neyðist til að fara til margra lækna áður en þú finnur einhvern sem getur hjálpað þér á einhvern máta. Þú kemur til með að fá endalausar verkjatöflur, svefntöflur, orkupillur, þú færð að heyra að þú þjáist af þunglyndi og eða kvíða, mælt er með að þú prófir geðlyf, farir í nudd, verður sagt að ef þú sefur og æfir reglulega komi ég til með að hverfa, sagt að hugsa jákvætt, öðruvísi, mönuð til að rífa þig upp, og HELST AF ÖLLU, það verður aldrei tekið mark á því þegar þú segir hvernig þér líður þegar þú kvartar við læknana um hve orkulaus þú sért hvern einasta dag. Fjölskyldan þín, vinirnir, og vinnufélagarnir munu hlusta á þig þangað til þeir þreytast á að heyra hvernig ég fæ þér til að líða og hversu orkudrepandi sjúkdómur ég sé. Hluti af þeim kemur til segja hluti eins og "Hva, þú átt bara lásí dag í dag eins og fleiri!" eða " jájá, ég veit veit að þú getur ekki gert það sem þú gast fyrir 20 ÁRUM" án þess að heyra að þú sagðir eiginlega fyrir 20 DÖGUM.. Einhverjir byrja að baktala þig á meðan þú smám saman ferð að sjá að þú ert á góðri leið með að missa alla virðingu við að reyna að fá þá til að skilja. Sérstaklega þegar þú ert í miðjum samræðum við "normal" manneskju og gleymir hvað þú ætlaðir að segja. Svona til að enda þetta! (Ég vonaðist til að geta haldið þessum hluta leyndum en ég held að þú sért búin að komast að því). Eini staðurinn þar sem þú getur fengið stuðning eða skilning frá varðandi mig.. ER HJÁ ÖÐRUM MANNESKJUM
MEÐ FIBROMYALGIA (vefjagigt). Þinn Æruverðugi
Ósýnilegi Króníski Sjúkdómur. Þessi texti er þýddur úr sænskum pistli og ég afritaði hann og límdi án þess að bæta eða breyta neinu. Kveðja Helga J. Andrésdóttir (setti inn á Facebook) Skrifað af SigrJo 14.09.2010 12:24ÞunglyndiÉg ætla að leyfa mér að setja inn link að síðu sem ung kona, sem ég kannaðist við (en þó kynntist ég meira foreldrum hennar árin áður en þau skildu), skrifar um lífsreynslu sína. http://nurseimba.posterous.com/ Ég hef sjálf kynnst þunglyndi og barðist við það í nokkur ár og ég veit að ég ætla ekki þangað aftur. Það er alltaf vinna í sjálfum sér og á meðan verðum við sjálfselsk og dofin og hrindum tilfinningum frá okkur því það er ákaflega erfitt að eiga við allar tilfinningar þegar við erum þunglynd. En ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem ég hef í dag og lífið sem ég lifi núna en enn er ég mjög viðkvæm fyrir öllu áreyti og forðast það eins og ég get svo að ég reyni að hafa lífið sem ánægjulegast og hrindi frá mér öllu óþægilegu eins og ég get. Auðvitað getum við ekki forðast allar óþægilegar uppákomur og ég er líka misjafnlega upplögð og þá þarf bara að reyna að taka á því á hverjum tíma og enn nota ég þá aðferð að draga mig í hlé ef mér finnst umhverfið ógnandi. Eitt stendur þó alltaf uppúr; ég forðast fólk sem reiðist auðveldlega og er oft reitt og veit jafnvel ekki af hverju það er reitt en hefur sig ekki í að vinna í sínum málum. Eða jafnvel veit ekki að það sé svona reitt inni í sér. Ég lærði það á sjálfstyrkingarnámskeiði að við reiðumst oftast þegar við getum ekki stjórnað. Hvort sem það eru aðstæður sem við ráðum ekki yfir eða einhver er ekki nógu meðfærilegur að okkar mati, þá verðum við reið af því að við ráðum ekki og getum ekki stjórnað. Eða jafnvel þegar við erum svo þröngsýn að við viljum ekki heyra annarra skoðanir og teljum okkar álit vera best. Til er gott spakmæli sem segir: Sannleikanum er hver sárreiðastur. Skrifað af SigrJo
Flettingar í dag: 2020 Gestir í dag: 179 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 251428 Samtals gestir: 28644 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 11:36:39 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is