Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Atburðir

09.06.2011 14:27

Niðjatalið

Enn vantar mig nokkrar myndir og líka upplýsingar um fjölskylduhagi hjá nokkrum svo ég geti farið að prenta niðjatal Einars Ásmundssonar út.
Ég verð að fá þær sem fyrst (helst í gær) til að ég nái að klára það fyrir ættarmótið 24. júní.

23.11.2010 17:04

Skjaldarvík

Fór í gærkvöld á sykurmassa/fondant námskeið í Skjaldarvík. 
Gaman að sjá hvað þessi ungu hjón eru búin að gera fínt hótel í Skjaldarvík  og það var sniðugt hjá Hildi að halda svona námskeið þarna og konur á ýmsum aldri skemmtu sér við að skreyta með sykurmassa og þemað var jólin. 
Myndir af kökunum sem voru skreyttar (frumraun hjá flestum) eru komnar inn.. og getraun: Hver þeirra er kakan mín?...  emoticon  

22.11.2010 16:22

Myndir frá Handverkshátíðinni

Var að setja inn myndir frá Handverkshátíðinni á Hrafnagili og líka frá uppskeruhátíðinni í Funaborg. 

23.11.2009 23:21

Óvissuferð og árshátíð SM

Laugardaginn 14.11.09 fórum við í óvissuferð með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar.
Um kvöldið var svo árshátíðin haldin á Vélsmiðjunni við Pollinn á Akureyri.

Þetta var góður dagur og maturinn góður um kvöldið og skemmtum við okkur vel.

Setti inn myndir af okkur konunum í óvissuferðinni og nokkrar frá kvöldinu.

15.08.2009 13:47

Fiskidagar á Dalvík 09

Vorum á Dalvík á Fiskidögum og áttum þar góða helgi í plássinu sem við höfum haft hjá Snjólaugu og Jóni við Böggvisbraut. Þetta er þriðja árið sem við holum okkur niður þar og þrengir að okkur með hverju ári sem líður, svo að Fúsi fór með hjólhýsið úteftir miðvikudeginum áður.
Setti inn myndir þaðan, en þar sem ég festi kortið úr myndavélinni minni í kortalesaranum í tölvunni á laugardeginum, þá á Fúsi heiðurinn af sumum myndunum.



11.06.2009 01:45

Útskriftarsýning

Fórum út í Arnarnes sunnudaginn 7. júní 2009 og skoðuðum útskriftarsýningu Eyglóar Jóhannesdóttur, en hún var að útskrifast frá myndlistarskóla Arnar Inga.

Við kíktum líka í galleríið hennar.

Síðan renndum við niður á Hjalteyri og fengum okkur af kaffihlaðborði á Kaffi Lísu, og skoðuðum síðan sýningu í Verksmiðjunni sem heitir Hertar sultarólar.

Setti inn myndir frá þessum sýningum.




22.05.2009 00:37

Myndlistarskóli Arnar Inga

Sýning á verkum nemenda í Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri verður laugardaginn  23. og sunnudaginn 24. maí 2009  frá kl. 14 til 18 í  Klettagerði 6.

Á sýningunni eru mörg mjög falleg málverk og eru allir velkomnir.

Ég á þar tvær myndir sem ég er bara nokkuð ánægð með a.m.k. finnst mér þær bara góðar miðað við að ég er að byrja að læra að mála og á mikið eftir ólært ennþá enda bara hobbý sem ég hef mjög gaman af.



01.03.2009 22:56

Sesselja í Fornhaga

Sesselja Ingólfsdóttir (Silla í Fornhaga) varð 60 ára þann 28.2.2009 og var veisla haldin í Þelamerkurskóla um kvöldið og fram á nótt.
Setti inn myndir sem ég tók í afmælisveislunni.


16.11.2008 21:07

Árshátíð SM starfsmanna

Þá er Árshátíð SM starfsmanna lokið.

Starfsmenn byrjuðu daginn á að fara á Þelamörk og spila bandí í íþróttasalnum. Til allrar lukku stórslasaðist enginn og síðan fóru þeir í keilu á Kaffi Jónsson.

Okkur mökum þeirra (sem flestir eru konur) buðu þeir upp á dekur í Hár og heilsu.

Ég byrjaði á að fara með bilaða sjónvarpið í Nortek til Valgeirs og tók myndir af sólinni og Súlum á meðan ég beið eftir að hann kæmi frá Glerartorgi þar sem hann var að laga einhverjar vitlausar tengingar í þjófavarnarkerfinu.

Síðan fór ég í slökunarnuddið sem ég valdi og Inga frænka fékk það hlutverk að nudda mig og gerði það vel.

Ég hafði að sjálfsögðu myndavélina með og smellti mynd af þeim konum sem ég náði í förðun og hárgreiðslu og má sjá afraksturinn af þeim fegrunaraðgerðum á myndum sem teknar eru á árshátíðinni um kvöldið.





  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar