Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Flokkur: Þjóðmálin28.01.2011 01:10Þorri landsmanna 2011Ölgerðin efndi til keppni um nafnbótina í tilefni bóndadagsins en þann dag kom Egils Þorrabjór í áfengisverslanir. Allir sem báru nafnið Þorri voru gjaldgengir í keppnina og skráðu fjölmargir Þorrar sig til leiks.
"Ég held að það verði erfitt að toppa þetta," segir Guðni Þorri Egilsson, nýkrýndur "Þorri landsmanna" 2011.
Guðni Þorri þótti bera höfuð og herðar yfir aðra Þorra, enda var hann einungis klæddur þingeyskum boxer-nærbuxum sem móðir hans, Sigurlína Jóhanna, prjónaði á hann. Skrifað af SigrJo 08.12.2010 14:50Ísland í dagSvona er Ísland í dag. Nú er Gunna á gömlu skónum, það var að falla lán. Siggi er í útrásinni og er að fremja rán. Pabbi enn í ógnarbasli á með víxilinn. Fljótur Siggi hringdu nú í bankastjórann minn. Heimilið í ljósum logum, pabbi drakk sig frá. Mamma er í athvarfinu gul og rauð og blá.. . Skrifað af SigrJo 13.11.2010 15:35Friðarhugleiðsla 2010Spakmæli dagsins eru í boði Friðarhugleiðslu Íslands: Má bjóða þér að taka þátt í Friðarhugleiðslu Íslands? Þú þarft ekki að kunna hugleiðslutækni til að geta tekið þátt! Í ljósi þess að það er mikil þörf fyrir meira ljós í hugum okkar Íslendinga, jákvæðara andrúmsloft, meiri von og trú á okkar land og þjóð, höfum við ákveðið að bjóða öllum þeim sem eru sama sinnis að taka þátt í einfaldri hugleiðslu heima hjá sér... Fyrsta Hugleiðslan fer fram: fimmtudagskvöldið 11.11. 2010 kl. 11:00 í 11 mínútur. Frá og með 11. nóvember mun hópur fólks fara í þessa hugleiðslu á fimmtudagskvöldum kl. 11:00, alltaf sama hugleiðslan í 11 mínútur. Þú tekur þátt þau kvöld sem þér hentar. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er: Þú lætur fara vel um þig hvar sem þú ert stödd/staddur, sitjandi eða liggjandi og hugleiðir í 11 mínútur á FRIÐ OG LJÓS. Með lokuð augu byrjar þú á að slaka á líkamlega og andlega, andar rólega og hugsar um ljós og frið fyrir þig. Leyfðu þér að finna frið innra með þér og ímyndaðu þér fallegt, hlýtt og notalegt ljós skína á þig og í gegnum þig. Gefðu þér þann tíma sem þarf til að finna frið og ljós innra með þér. Hugsaðu svo að ljósið og friðurinn færist yfir fjölskylduna þína, þú getur tekið eina manneskju í einu eða alla fjölskylduna saman. Sendu Frið og Ljós inní þau öll. Færðu síðan Ljósið og Friðinn yfir á nágrannana þína, vinnufélaga, hverfið þitt, bæjarfélagið þitt og endaðu á að senda þetta Ljós og Frið yfir allt Ísland. ATH. það skiptir ekki máli þó þér takist ekki að senda Ljósið og Friðinn frá þér. Það skiptir heldur ekki máli hversu langt þú sendir Ljós og Frið, ef þér tekst að finna Ljós og Frið innra með þér þá er tilganginum náð ! Tilgangurinn er: Að hver og einn Íslendingur upplifi FRIÐ og LJÓS í 11 mínútur. Það er upphaf þess að geta séð og hrundið í framkvæmd jákvæðri orku, breyttu hugarfari og aðstæðum okkar dásamlegu þjóðar. Þegar margir einstaklingar taka sig til og hugleiða á frið þá hefur það verið marg sannað að orkustig hækkar á jákvæðan hátt og hefur áhrif á umhverfið og líðan fólks allt í kring, andrúmsloftið breytist, ekkert ósvipað því sem gerist þegar farið er með bænir fyrir einstaklingum, en margir þekkja mátt bænarinnar. Þess vegna er tilvalið að fólk á heimilum eða jafnvel vinnustöðum sameinist í 11 mínútna ósk um frið og ljós, okkur öllum til handa. Til þess að gera öllum kleift að taka þátt í þessu jákvæða verkefni, hvaða trú sem þeir fylgja, ákváðum við að hafa Friðarhugleiðslu óháða öllum trúarstöðum. Ef þú hefur áhuga á að vera í hópnum "Friðarhugleiðsa Íslands" í framtíðinni endilega sendu póst með nafni og síma á eitt af eftirfarandi póstföng: hugleidsla@hotmail.com osk@osk.is birna@centrum.is hoopono@ymail.com kbaldursdottir@gmail.com Mundu að stilla símann þinn á áminningu, fimmtudaginn 11. nóvember. Þökkum þér innilega fyrir samhug og þátttökuna. Friður og Ljós. Arnbjörg, Birna, Guðrún, Katrín, Kristín og Ósk Skrifað af SigrJo 29.08.2010 22:41Lítillæti, kærleiki og skilningur fólksUmhugsunarvert. Skrifað af SigrJo 01.02.2010 01:56Silfur EgilsÉg sat fyrir framan sjónvarpið í kvöld og horfði á þáttinn Silfur Egils.. Ég er mjög ánægð með að hafa séð þennan þátt og hvet alla íslendinga til að horfa á hann. Eftir að hafa hlustað á fréttamanninn (sem ég missti af hvað heitir) tala um hvernig Ísland lenti í þessari bankakreppu.. og það að við ættum að halda í lýðræðið og segja NEI við samningnum um ICESAVE.. sem hann sagði að væri tilraun Alistair Darling og Gordon Brown til að gera Ísland gjaldþrota.. ásamt ýmsu öðru fróðlegu sem hann sagði.. og hvernig þeir hylma yfir íslensku fjárglæframönnunum.. sem ætti að dæma til dauða.. þá sannfærðist ég alveg og ég segi NEI í þjóðarkosningunni.. Skrifað af SigrJoh 01.04.2009 22:49FélagsfælniPersona.is Á sumrin fer
fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar.
Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr
bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því
indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir
öðrum er þetta hrikaleg þolraun. Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að
stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögulega
hugsað sér að taka þátt í félagslegum viðburðum eða umgangast fólk yfir
höfuð. Flest
upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel
daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða. Fyrir ákveðnum hópi
fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé
og forðast það sem vekur hjá því kvíða. Þegar fólk fer að forðast hluti
með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast. Fælni getur
myndast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu
og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin. Félagsfælni
felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum
aðstæðum. Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem
verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um
sjálft sig í slíkum aðstæðum. Í stað þess að taka þátt í samræðum og
njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi
fyrir sjónir. Það verður mjög sjálfsgagnrýnið á allt sem það segir og
gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að
það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því. Þetta
gerir það, að sjálfsögðu, að verkum að það verður líklegra að fólkið taki eftir
smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti
og ímyndar sér þá að þar sem það taki eftir þessu hljóti allir aðrir einnig að
gera það og að þau hljóti að líta út eins og verstu aumingjar. Þessi
mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að
fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þá framkallað vítahring
fyrir sjálft sig. Eftir að hafa lent í svona aðstæðum styrkist því óttinn
við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að
umgangast aðra eykst. Rannsóknir
hafa sýnt að algengi félagsfælni sé á bilinu 5-15% og því þriðja algengasta
geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkohólisma. Miðað við þessar
tölur má því ætla að á bilinu 15 - 45.000 íslendingar þjáist af
félagsfælni. Félagsfælni er mjög oft falin og uppgötvast ekki en nokkuð
algengara hefur verið að hún greinist hjá karlmönnum. Þessi kynjamunur
kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring á þessu sé sú að karlmenn
hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við
félagslegar aðstæður og því frekar þurft að leita sér aðstoðar. Þetta
kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á algengi þar sem ótal konur kunna
að þjást af þessum vanda án þess að gera neitt í því. Ef mann grunar að
maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að takast á við fælnina með því
að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar þar sem fælninni hættir til að
vinda upp á sig og versna ef ekkert er að gert. Félagsfælni
hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg. Andlegu einkennin eru
ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur
athyglinnar. Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða,
skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinning, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem
þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt
sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík
vandamál. Ekki má
gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í
talsverðri einangrun eins og til dæmis að hafa verið að læra mikið eða bara
ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum. Oftast er
hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað
með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda
sig við að horfast í augu við fólk þegar maður er í samræðum og einbeita sér á
að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins. Oft þegar
maður er orðinn svolítið félagslega einangraður verður maður hálfpartinn að
pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt
að vera bara heima og losna við að eiga í samskiptum við fólk. Að eiga
samskipti við aðra hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem
þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi. Eftir því sem maður æfir
sig því færari verður maður og þar að leiðandi sjálfsöruggari. Ef
félagsfælnin er þó orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er
mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila. Sálfræðingu Skrifað af SigrJoh 06.03.2009 00:36Hvað gerum við við reiði?Réttlæti. Eitt sinn kom ungur maður að máli við Abraham Lincoln forseta BNA. Skrifaðu manninum skammarbréf svaraði Lincoln að bragði og dragðu nú ekkert
undan sem þú vilt segja. Láttu fúlmennið fá ærlega fyrir ferðina eins og hann á
réttilega skilið! Ungi maðurinn var að vonum ánægður og vildi senda manninum bréfið undireins og kvaðst fara með það strax á pósthúsið. Bíddu aðeins hægur ungi maður kvað Lincoln alvarlegur í bragði. Bréfinu skaltu henda á eldinn sem hér logar glatt í arninum. Hversvegna spurði ungi maðurinn forviða. Það er vegna þess að nú ert þú búinn að fá útrás fyrir reiði þína í bréfinu
og ert maður meiri að láta hér við staðið og brenna reiðihugsunum þínum sem
skaða engan meir en þig sjálfan komi þær fyrir nokkurs manns sjónir annarra en
okkar. Ef fleiri færu að þessu fordæmi og hugsuðu sig um áður en skrifað er í
uppnámi og reiði og sett fyrir almannasjónir á netinu væri umræðan málefnalegri
og vandaðri. Skrifað af SigrJoh 22.11.2008 00:56StjórnmálinTillögu til þingsáyktunar um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar var dreift á Alþingi í dag. Flutningsmenn tillögunnar eru Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Þar segir: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 31. desember og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu. Sko ! Steingrímur ¨afi¨ Sigfússon er skólabróðir minn og Valgerður er fyrrverandi kærasta móðurbróður míns. Ég held bara að ég verði að styðja þau Skrifað af SigrJoh 04.10.2008 02:01BankarnirÞað kostar að
bjarga bönkunum frá snörunni Eftir Guðbjörn Guðbjörnsson Lífeyrissjóðirnir
eru að mínu mati heilagir og inneignir í þeim ætti því ekki að snerta til
að eyða í einhverjar áhættufjárfestingar. Fjárfestingar í íslenskum
fjárglæfrafyrirtækjum eða bönkum, sem eru á barmi gjaldþrots teljast til
slíkra áhættufjárfestinga. Á móti koma
þau sjónarmið, að hér á landi sé allt á heljarþröm. Atvinnulífið sé
að stöðvast og gífurlegt atvinnuleysi blasi við. Verðbólgan sé á leiðinni
í 20% og allir bankarnir séu leiðinni á hausinn. Verðbólgan undanfarna
mánuði hefur gert það að verkum að verðtryggð lán hafa hækkað mikið og
ekkert lát er á þeim hækkunum á næstunni. Vegna falls krónunnar hafa lán
tekin í erlendri mynt einnig hækkað um tugi prósenta á nokkrum mánuðum.
Almenningur er ráðþrota og á barmi örvæntingar. Illskásta
lausnin er því líklega að lífeyrissjóðirnir hjálpi til við lausn mála. Tryggja
verður að þeim fjármunum verði ekki fórnað af þeim sem komið hafa þjóðinni á
hausinn - sjálftökuliðinu. Til að almennt launafólk og lífeyrisþegar samþykki
slíkar ráðstafanir er eðlilegt að umbunin sé ríkuleg. Eðlilegt er að bankarnir
skipti um eigendur og fari í hendur þeirra, sem björguðu þeim. Þeir sem eru að
bjarga bönkunum eru þeir sömu og borgað hafa okurvexti á verðtryggðum
lánum eða sitja uppi með lán í erlendri mynt sem hækkað hafa gífurlega í
íslenskum krónum. Samúð almennings er skiljanlega minni en engin. Með öllum
ráðum verður að tryggja efnahagslegan stöðugleika í landinu og að
slíkar hörmunar dynji ekki aftur á þjóðinni. Það verður að mínu
mati aðeins gert með einu móti: aðild að ESB og upptöku
evru. Samtök atvinnulífsins og samtök launamanna eiga ekki sætta
sig við neina aðra lausn en að framan getur. Stjórnmálamenn allra
flokka verða loksins að leggja við hlustirnar, að öðrum kosti verður að
skipta þeim sem ekki hlusta út fyrir þá sem kunna að hlusta á þjóð sína. AthugasemdirVegna þess að lífeyrissjóðirninr eru "heilagir" eins og þú orðar það vel, -þetta er jú ævisparnaður launþega-, eru lögin um lífeyrissjóði mjög ströng. Lífeyrissjóðir hafa ekki "áhættufrelsi" eins og flestir aðrir fjárfestar. Ég sé ekkert sem getur teimt þessa peninga "heim" nema ríkistryggð skuldabréf. En hversvegna er aðeins talað um eignir lífeyrissjóðanna í þessu sambandi, hvað með eignir bankanna, stórfyrirtækjanna, auðmannanna.....???? sigurvin (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:08 Sigrún: Leyfi mér að birta þetta blogg vegna þess að ég er sammála Guðbirni og líka Sigurvini sem gerir athugasemd. Skrifað af SigrJoh
Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is