Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Fjölskyldan

29.04.2014 12:33

Páskar 2014

Stefán Daníel Svanlaugsson var fermdur annan í pákum í Grensáskirkju og var okkur boðið í ferminguna. 
Myndir úr fermingunni eru komnar á myndasíðuna mína. 
Við pabbi fengum far með Manna og Indu suður um páskana. 
Við fengum lánaðan bíl hjá Einari og Lindu og skruppum í nokkrar heimsóknir, svo helgin nýttist okkur vel. 
Gistum fyrri nóttina hjá Ásu og fórum svo í Njarðvík til Ingu á páskadag þar sem okkur var boðið í mat ásamt Manna og Indu og gistum síðan þar síðari nóttina. Inga lánaði okkur bílinn sinn til að við pabbi kæmumst í kirkjuna kl. 11  og notuðum við tækifærið og heimsóttum Fjólu Ósk í nýju íbúðina hennar. Ég er mjög ánægð eftir þessa skemmtilegu ferð með fólkinu mínu. 
Svo styttist í að við Fúsi förum til Svíþjóðar í heimsókn til Valgeirs og fjölskyldu. Eigum flug út 15. maí og vonum að það verði ekkert vesen s.s. verkfall og þess háttar tafir. 

26.06.2011 17:55

Ættarmót í Árskógi 2011

Um helgina 24. - 26. júní 2011 var haldið ættarmót niðja Einars Ásmundssonar.
Þar mættu 86 einstaklingar og áttu saman góða helgi. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið mitt og einnig eru góðar myndir inn á síðu Ingibjargar Maríu Gylfadóttur. Slóðin á síðuna hennar er: http://img1969.123.is

01.05.2011 14:40

Niðjatal Einars Ásmundssonar

Kæru ættingjar í föðurætt minn. Nú er hver að verða síðastur til að senda mér myndir í niðjatalið.
Ég þarf að klára að vinna það í næstu viku því svo fer ég til Svíþjóðar og verð þar í tvær vikur og þá er kominn júní og stutt í ættarmótið í Árskógi og nóg annað að gera.

14.02.2011 15:14

Niðjatal Einars Ásmundssonar

Nú eiga afkomendur Einars Ásmundssonar að geta skoðað Niðjatalið frá 2005 hér á síðunni.
Þar sem ekki er æskilegt að hver sem er hafi aðgang að þessum upplýsingum sem eru í Niðjatalinu þarf aðgangsorð til að opna síðuna. Þeir ættingjar mínir og aðstandendur þeirra sem vilja skoða geta beðið um aðgangsorðið annað hvort hér á síðunni eða sent mér tölvupóst til að fá meiri upplýsingar. 

28.09.2010 20:22

28. sept.2010

Þá er búið að þrífa hjólhýsið eftir ferðir sumarsins og fer það væntanlega í vetrarhýðið á morgun.

Það verður nú að teljast til tíðinda að vera úti á stuttermabol við svoleiðis þrif
 28. september, en hitinn hefur verið +10 til +16 °C síðustu daga og stendur mælirinn
 í 12 °C núna kl. 20:30.  Ég frétti að hitinn á Öxnadalsheiði mælist +13 °C kl. 21:00.

Þennan dag árið 1903 fæddist Marinó Steinn afi og 1979 fæddist barnabarn hans.. 
En nei... hún heitir ekki Marín Steina, heldur Fjóla Ósk.

24.05.2010 18:30

Skírn og brúðkaup

Í dag fórum við í Laufáskirkju í Höfðahverfi við Eyjafjörð til að vera við skírn sonarsonar míns.

Jóhann Þórir var skírður og það kom skemmtilega á óvart að foreldrarnir, Valgeir Árnason og Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, giftu sig á eftir og síðan var veisla í þjónustuhúsinu í Laufási.

 Í gær fórum við í fermingarveislu til Elvars Óla bróðursonar míns og í fyrradag héldu tvíburarnir Vigfús og Valur upp á 13 ára afmæli sitt, en þeir eiga afmæli 26. maí.

Sem sagt þriggja daga veisluhöld og ekki hægt að segja annað að maður sé vel haldinn þessa dagana.

27.04.2010 09:09

Ragnheiðar og Valgeirsson

Fæddur er drengur, 4265 gr. og 56 cm.
Hann kom í heiminn í dag kl. 7:45 og er sonur Valgeirs Árnasonar, sonar míns, og Ragnheiðar Diljá Gunnarsdóttur (Röggu).

Fyrir stuttu eða 23. mars 2010 fæddist Elmar Leó sonur Stellu dóttur minnar og Aðalsteins Kjartanssonar. Þeir eiga líklega eftir að fylgjast að í uppvextinum þessir tveir.

24.04.2010 01:03

Nýjar myndir

Myndir sem ég tók þegar Valgeir sonur minn varð þrítugur eru komnar inn í myndaalbúmið.
Einnig myndirnar sem ég tók á Húsavík þegar barnabörnin mín Eva Rakel var fermd og Elmar Leó bróðir hennar var skírður.

03.01.2010 02:43

75 ára

Faðir minn Þorsteinn Marinósson varð 75 ára þann 30. 12. 2009.

Börn og barnabörn sameinuðumst um að baka og gefa honum smá veislu í afmælisgjöf.

Ég setti inn myndir sem voru teknar í tilefni af afmælinu og vona að þær segi sína sögu þrátt fyrir að vera misgóðar.

Ég óska ykkur gleðilegs árs 2010 og vona að árið verði okkur svo gott sem hægt er á þessum tímum.

02.11.2008 11:50

Marinó Þorsteinsson 50 ára

Manni bróðir náði þeim áfanga að verða 50 ára 28. október 2008.

Veisla var haldin í Árskógi 1. nóvember og tók ég myndir og setti þær svo á myndasíðuna þar sem hægt er að skoða þær.

Veislan heppnaðist vel og þegar við fórum heim var komið fram á nótt og Manni var ennþá að dansa og það brosandi út að eyrum.

Gaman væri nú að fá kvitt í gestabókina frá ykkur sem skoðið myndirnar.





07.05.2008 20:24

Ónefnd Sævarsdóttir

Dædi sendi mér nokkrar myndir af barnabarni þeirra Svanlaugs og Heiðu, dóttir Sævars og Guðrúnar.
Ég stalst til að setja sumar þeirra á mína síðu.
Anna Marý fékk frænkuna í afmælisgjöf þann 4.4.2008.
Myndarleg stúlka ekki satt?


  • 1
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235486
Samtals gestir: 26597
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:49:38

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar