Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Atburðir tengdir Brúnahlíð 8

18.05.2012 16:19

Myndir af snjónum í maí

Var að setja inn myndir frá afmælisdegi húsbóndans og einnig myndir sem eru teknar hér í nágrenninu. 

31.12.2010 16:20

2011

11.12.2010 16:12

Fallegur himinn og glitský

Ég hef mjög gaman af að horfa til himins þessa dagana.
Í gær fór ég í heimsókn til Einars sonar míns og Lindu sem búa í Keilusíðu á Akureyri og þegar ég nálgaðist blokkina þá varð mér litið upp og þá voru þessi fallegu glitský yfir Glerárdal.
Ég var með myndavél  (því miður ekki þessa nýju) og náði nokkrum myndum.
Flesta daga sést til sólar hér um og eftir hádegi og það er mjög fallegt að horfa í suður  og vestur eftir Eyjafirðinum þangað sólin hverfur á bak við Kerlingu og Súlur.
Ég set inn myndir, af því sem ég næ á "filmu" og ég vil geyma, af og til þegar ég er í stuði til þess.   emoticon

06.09.2010 00:14

Enn 20° C í sept. 2010

Fimmta daginn í röð mælist yfir 20 stiga hiti á Norðurlandi, í þeirri óvenjulegu hitabylgju sem umlykur landið þessa dagana, á þeim árstíma sem venjulega telst til haustsbyrjunar. Mestur hefur hitinn í dag farið í 22,3 gráður í Ásbyrgi en nærri 22 stiga hiti hefur einnig mælst í Eyjafirði og Skagafirði í dag, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar.

Þar með hafa allir fyrstu fimm dagar þessa septembermánaðar sýnt yfir 20 stiga hita á einhverri veðurstöð norðanlands, og einstaka stöðvar, eins og Torfur í Eyjafirði, hafa slegið í 20 stigin alla dagana. Mest voru hlýindin í gær þegar 25 stiga hiti mældist á Möðruvöllum í Hörgárdal. 

Samkvæmt langtímaspá verður áfram hlýtt á landinu næstu daga, allt fram á miðvikudag.

05.06.2010 01:21

Myndlist og handverkssýningar

Nú er komið að sýningum á föndri vetrarins hjá okkur hjónum.

Nemendasýning verður í Myndlistarskóla Arnars Inga í Klettagerði 6 á Akureyri 5. og 6. júní 2010  kl. 14 til 18 báða dagana og eru allir velkomnir að skoða mjög fjölbreyttar myndir eftir nokkra nemendur.

Fyrri sýningin var um síðustu helgi og þar voru sýnd 28 falleg verk og þessi síðari verður ekki síðri en ég á þar 3 málverk, ekki kannski þau bestu en bara nokkuð ánægð með árangurinn sem vonandi á nú eftir að batna meira á komandi árum.

Handverkssýning verður einnig þessa helgi þar sem félag aldraðra í Eyjafirði verður með sýningu á ýmsum munum og handverki í Félagsborg í Hrafnagilsskóla og þar verður kaffihlaðborð þar sem hægt verður að láta ofan í sig ýmis konar góðgæti fyrir hæfilegan pening.

Hér hefst hinn margrómaði pönnukökubakstur Vigfúsar í fyrramálið þar sem hann snarar í c.a. 100 pönnkökur á hlaðborðið og hann á líka fallega muni á sýningunni,  bæði unnið í gleri og útskurð í tré.

Vonandi fáum við gott sumar því framundan eru hjá okkur hver ferðahelgin á fætur annarri svo sem;   ættarmót,  húsbílaferðir og vorferð kvenfélagsins svo eitthvað sé nefnt.


20.01.2010 13:47

Brúnahlíð

Séð heim til okkar, frá Leifsstaðavegi í Eyjafjarðarsveit

27.12.2009 13:43

Jól og snjór 2009

Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir allt það góða á liðnum árum.

Jólin hafa verið notaleg hjá okkur hjónum og fengum við heimsóknir bæði á jóladag og í gær 26. des.

Villi og fjölskylda komu á jóladag og borðuðu með okkur Húsavíkurhangikjötið og um kvöldið komu Valgeir og Ragga að líta á gömlu hjónin.

Jónberg og fjölskylda komu svo í gær þrátt fyrir allan snjóinn sem hefur kyngt niður síðustu daga. 

Einar og Linda fóru til Seyðisfjarðar fyrir jól og þau koma ekki til baka fyrr en á nýju ári.

Við höfum hins vegar ekki farið neitt nema hér út fyrir hús, Fúsi til að moka snjó og berja niður snjóhengjur af þakinu svo enginn verði nú undir þeim, og ég til að mynda snjóinn.
Ég hlít nú að hafa brennt einhverju á að vaða snjóinn allt upp í mitti til að komast hringinn í kringum húsið og suður á lóðina með myndavélina emoticon

Myndirnar koma bráðlega inn á myndasíðuna.

30. des verður faðir minn (Steini Mar) 75 ára og til stendur að fjölskyldan sameinist um að baka og gefa honum smá veislu þann dag.


28.09.2009 13:44

Haustlitirnir og fyrsti snjórinn 2009

Tók myndir hér í nágrenninu af haustlitunum og fleiru og snjónum sem kom (og fór aftur) á sunnudaginn 27 september 2009.

Ég á reyndar nokkrar myndir af haglélinu sem skall á okkur í júlí og þá sá svo mikið á blómunum að þau náðu sér ekki almennilega upp aftur í sumar.

Árið 1981 var ófært fyrir framhaldsskólakrakkana úr sveitunum að komast til Akureyrar eftir páskafrí.
Það var ekki einu sinni fært fyrir mjólkurbílana í nágrenni Akureyrar í töluverðan tíma.
Síðustu helgina í september fór að snjóa, og þann snjó tók ekki upp allan veturinn 1981 - 1982.


04.01.2009 16:24

Jól og áramót 08-09

Setti inn nokkrar myndir teknar um jólin og áramótin.
Því miður var myndavélin ekki rétt stillt svo myndirnar eru ekki góðar.
Ég var að fikta með stillingarnar í vélinnni fyrir jólin og setti inn stillingu sem ég fann svo ekki þegar ég ætlaði að taka hana af aftur (þvílíkur snillingur emoticon ).
Af þessum sökum þá myndaði ég ekki mikið eða svona rétt til þess að eiga einhverjar minningar.
Ætla að setja inn video af boxinu í bílskúrnum og líka af viðureign Dökkvu og Caspers.


20.09.2008 01:56

Dökkva hlustar á Elvis Prestley


Skemmtileg sería af kisunni Dökkvu og DVD spilaranum komin á myndasíðuna.   emoticon

My sons cat and Elvis.



15.08.2008 01:50

MA stúdentar 2008

Setti inn myndband frá 17.  júní 2008.

Stúdentar nýútskrifaðir frá MA koma í miðbæ Akureyrar um miðnætti.

Set meira inn seinna.

05.04.2008 22:55

Sævarsdóttir

Ég  eignaðist aðra litla frænku.

Hún fæddist 4 apríl og á því sama afmælisdag og Anna Marý dótturdóttir mín.

Hún  er dóttir Sævars og Guðrúnar.

Þar með er Svanlaugur litli bróðir minn orðinn afi og ég spái því að þetta barn sé það fyrsta af mörgum  barnabörnum hans og Heiðu því að þau hafa afrekað það að eignast 6 börn.

Þar sem ég erfði það frá föður mínum að eiga erfitt með að muna ýmislegt eins og afmælisdaga og hvað fólk er gamalt (og jafnvel nöfnin ef ég hef ekki heyrt þau nýlega) þá er það hentugt fyrir mig að ný börn fæðist sama dag og mín börn eða barnabörn því þá man ég frekar afmælisdaga þeirra.

Eins og að ég á gott með að muna að hann Stefán Daníel föðurbróðir litlu stúlkunnar er fæddur 27. maí  sama dag og Einar Þórir sonur minn (árið 2000 eins og Anna Marý).






18.03.2008 00:11

Ferming Sesselju

Setti inn myndir frá fermingu Sesselju Fanneyjardóttur.
Hún varð einnig 14 ára þennan dag 16.mars 2008.

03.03.2008 11:23

Netið

Nettengingin hefur að mestu legið niðri hjá okkur síðustu daga. Ég hef einstaka sinnum náð sambandi og þá er netið inni í stutta stund og dettur svo út aftur.
Ég er búin að vera á netinu núna í c.a. 10 mín. og mér sýnist á signalinu að það sé að detta út aftur svo að ef einhverjar villur eru í innsetningunni hjá mér þá verður bara að hafa það þangað til netið er nógu lengi inni í einu til þess að ég geti lagfært þær.
Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 217
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 244452
Samtals gestir: 27606
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 09:46:34

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar