Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Flokkur: Ferðalag19.06.2010 14:58Meiri ferðalögNú erum við stödd á ættarmóti niðja Bergvins og Rósu sem er haldið á Reykjum í Hrútafirði. Jón Bergvins og Haukur Berg eru einu börn þeirra á lífi ennþá og eru ættarhöfðingjarnir hér og ekki annað að sjá en þeir séu bara hressir báðir. Veður er þurrt og hlýtt, en óþarflega mikill vindur. Sunnudaginn 13. júní fórum við í kvenfélaginu Öldunni-Voröld í vorferðina og þær tóku mig með þar sem ég var stödd í Ljósvetningabúð og við héldum í Öxarfjörð þar sem kvenfélag Öxfirðinga tók vel á móti okkur með veitingum og leiðsögn um sveitina. Ferðin lukkaðist vel í alla staði og fengum við frábært veður. 16. júní fórum við hjónin í siglingu með Húna frá Grenivík til Húsavíkur og það var líka frábær ferð og mjög gott veður. Myndir sem ég tók í þessum ferðum eru komnar inn, en myndir af ættarmótinu koma inn síðar. Skrifað af SigrJo 20.08.2009 01:16Á suðurlandinu ágúst 09Er í sumarfríi þessa viku og lögðum við af stað til Reykjavíkur seinnipart sunnudagsins 16. ágúst. Skrifað af SigrJoh 30.04.2008 10:45Nýjar myndirFórum á Kirkjubæjarklaustur miðvikudaginn 23. apríl, þar sem Ása systir mín og fjölskylda hennar býr, til að vera á sumardaginn fyrsta við fermingu Herdísar Lindar Jónsdóttur og við skírn litla bróður hennar Gunnars Vals Sigurðarsonar. Setti inn myndir frá því ferðalagi. Í bakaleiðinni á föstudag komum við við í Njarðvík hjá Ingu og Inga fengum gistingu þar og þegar heim var komið um kl. 10:30 á laugardagskvöld þá höfðum við ekið tæplega 1500 km. Fúsi skutlaði mér svo að Leifstöðum sem er hér stutt frá og þar hitti ég hluta af þeim sem útskrifuðust með mér frá Laugaskóla 1973. Setti inn nokkrar myndir af þeim sem mættir voru. Nokkrir makar fylgdu með og var gaman að sjá þá. Skrifað af Sigrún 18.02.2008 00:10Flottur ferðavinningur!Var aldeilis heppin í gær!! Fékk hringingu frá ferðaskrifstofu í gær og karlmannsrödd tjáði mér á ensku að ég hefði unnið ferð fyrir 4 til Flórída. Og ekki nóg með það, ég á líka að fara á skemmtiferðaskipi til Bahamaeyja! Aldeilis flott það. Eftir að hafa talað við manninn í dágóða stund á ensku þá náði ég því að þetta væri nú aldeilis góður vinningur að verðmæti um 3000 dollara. Enskan mín er ekki eins góð því að ég þurfti nokkrum sinnum að biðja hann að endurtaka það sem hann var að segja því að ég náði því ekki alltaf. Og ég var ekki nógu spennt fyrir þessu! Vinningurinn er bara fyrir þá sem hrópa húrra, eða þannig. Hann var með netfangið mitt, nafn og heimilisfang og ég átti að hafa skráð mig á netinu hjá ferðaskrifstofu og var dregin út og fékk þennan flotta vinning. Aðeins einn hængur var á. Ég þurfti að gefa þeim upp kortanúmerið mitt svo að þeir gætu tekið út 998 dollara eða að þeirra sögn aðeins15% af kostnaði við ferðina s.s. skatt og eitthvað fleira. Ég gat nú ekki skilið af hverju ég þyrfti nauðsynlega að gefa upp kortanúmerið í símann strax, en jú það var vegna þess að þeir ætluðu að póstleggja farseðilinn samdægurs þó svo að ég ætti að hafa 18 mánuði til að ákveða hvenær ég færi. Ég sættist ekki á það og mér var sagt að fara í tölvuna og slá inn veffangi sem væri heimasíðan á ferðaskrifstofunni þeirra. Ég gerði það en fékk enga síðu upp honum til mikillar undrunar?? Ég sagði honum að hann yrði bara að senda mér tölvupóst með þessum upplýsingum því ég væri ekki viss um að ég skildi þetta alveg og hann jánkaði því og lagði frekar snöggt á. Engan hef ég fengið tölvupóstinn ennþá. Aumingja mennirnir. Að þurfa að borga fyrir hálftíma utanlandssímtal og ekki getað fengið upp kortanúmerið mitt!! Ágúst Örn bauð okkur í kaffi í tilefni af 6 ára afmælinu sínu þann 19. febrúar og ég tók nokkrar myndir og setti á síðuna. Skrifað af Sigrún 30.11.2007 22:47KaupmannahöfnFórum til Kaupmannahafnar með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar 8. - 11.(12.) nóvember 2007. Fín ferð og stóðst að miklu leiti. Þ.e.a.s. lögðum bara einum klukkutíma of seint af stað vegna þess að flugvél Iceland Express var ekki lent í Keflavík þegar við áttum að fara af stað frá Akureyri. En hvað um það, "Fríhöfnin og barinn" opinn. Í Kaupmannahöfn var ágætt að vera og héldum við skemmtilega árshátíð að vanda, að þessu sinni í gömlu klaustri. Á sunnudaginn ( daginn eftir árshátíð ) þurftum við að losa hótelherbergin kl. 12 á hádegi, en fórum ekki út á flugvöll fyrr en kl. 17:30 og voru margir ansi framlágir á þessum tíma (þar á meðal ég sem hefði gjarnan þegið að sofa lengur en til kl. 10:00 að ísl. tíma) og dagurinn fór að mestu í það að bíða eftir flugi heim og ekki margar búðir opnar á þessum sunnudegi. Magga og Gunni bentu okkur á að það væri fallegt svæði stutt frá hótelinu sem væri áhugavert að skoða og eru nokkrar myndir á síðunni úr þeirri göngu. Heimferðin, þ.a.s.beina flugið, átti að vera í lagi og lending áætluð um kl. 23 að ísl. tíma. Stuttu fyrir þann tíma þá tilkynnir flugstjórinn að því miður þá sé ekki hægt að lenda á Akureyri og verði því lent á Egilsstöðum. Viðbrögðin voru allt frá því að vera algjör þögn og annars vegar klapp fyrir því frá nokkrum sem höfðu lýst því yfir fyrr um daginn að þeir vonuðust eftir því að það yrði ekki hægt að lenda á Akureyri, heldur yrði lent á Egilsstöðum. Ehemm. Þannig að það var lent á Egilsstöðum um kl 23:00, tollskoðað þar, töskurnar selfluttar í rútur á vegum Svenna (Ferðaskrifstofan Tanni) og ekið til Akureyrar (enginn Fríhöfn). U.þ.b. 4 klukkutímar auka og það að næturlagi. Við vorum komin heim og farin að sofa eftir kl. 4:00 aðfaranótt mánudags. Og einhverjir áttu að byrja að vinna kl. 6. á mánudagsmorgun. Skrifað af Sigrún
Flettingar í dag: 294 Gestir í dag: 92 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 249702 Samtals gestir: 28557 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is