Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Til skemmtunar

22.01.2008 00:03

Hrútasýning???

Þetta minnir mig á hrútasýningu þar sem velja á hrúta til undaneldis og kjötframleiðslu.

http://www.dv.is/divi/spila/902zbqccdu2qvcndtwy7i9zdxwq

11.01.2008 00:01

Gott þetta

http://www.dv.is/divi/spila/6fiityiphxhxtoxs3nrt3uvv754

Þetta er linkur á videoskot sem mér fannst fyndið.

22.11.2007 11:30

Frinsar

http://www.dramadrottning.com/konnun2/img/frog_small.png" Þú fellur fyrir froskum.

Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).

Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.

Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.

 

Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 185
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235814
Samtals gestir: 26663
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:40:38

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar