Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Flokkur: Til skemmtunar17.11.2008 13:42Bjórinn og sjónvarpiðVið hjónin sátum við sjónvarpið og af því að það var ekkert spennandi í því þá spjölluðum við saman.
Meðal annars töluðum við um dauðann og hvað við myndum vilja að yrði gert ef hann bæri svona og svona að. Maðurinn minn sagði þá að hann vildi ekki að sér yrði haldið lifandi með tækjum og fljótandi fæði til að halda honum á lífi. Ég stóð náttúrulega strax á fætur, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans. Skrifað af SigrJoh 19.10.2008 21:45Safnasafnið og SveinbjarnargerðiHaustfundur hjá Öldunni-Voröld 2008 var haldinn laugardaginn 18. okt. Þar sem ekkert varð úr vorferð þetta árið þá var ákveðið að gera okkur eitthvað til skemmtunar í leiðinni og fórum við í Safnasafnið á Svalbarðsströnd og síðan héldum við í Sveinbjarnargerði og héldum fund og fengum okkur svo að borða. Maturinn bragðaðist alveg sérstaklega vel og álít ég að allar hafi farið saddar og ánægðar heim að því loknu. Þar voru líka starfsmenn á Heilsugæslustöðinni á Dalvík, ásamt læknisfrúnni, að borða og skemmta sér í skemmtilegum Týrólabúningum og smellti ég mynd af þeim líka. Skrifað af SigrJoh 13.10.2008 00:05Nýr peningaseðill ??
Hafið þið séð nýja íslenska seðilinn? Fann þennan á netinu og ákvað að deila honum með ykkur. Skrifað af SigrJoh 20.09.2008 14:22Mamma fer að sofa.Mamma og pabbi sátu
við sjónvarpið. Mamma segir:
Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppí rúm. Hún fór inn í eldhús
og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir
næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á
sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna. Svo setti hún nokkur
föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi
eina tölu. Hún tók saman
dagblöðin sem lágu á gólfinu. Hún safnaði saman
nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niðu í skúffu, svo
vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það
myndi þorna. Hún stoppaði við
skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin
og tók upp eina bók sem lá undir stól. Hún skrifaði eitt
afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo skrifaði hún
minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni. Svo fór hún að þvo
sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér. Pabbin hropaði
úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa. Já sagði hún og
hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk úr skugga um að
dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á
börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi
sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn,
tók rúmteppið af rúminu. Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann. Á sama tíma slökti
pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú fer ég að sofa - og það
gerði hann. PS. Svo eru kallarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar. Skrifað af SigrJoh 20.09.2008 14:14Tvær góðar sögurÍ tengslum við umgengni heimilisfólksins. Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni
kemur hann að öllu gjörs amlega á hvolfi í húsinu.. Mín kona líkist ekki mömmu. Það
er ekki neitt til í því að ég hafi valið konu, sem líkist mömmu. Svo ég byrji á
byrjuninni þá hirti mamma alltaf upp sokka, skyrtur og annað, sem ég henti frá
mér og það gerði hún samdægurs. Mín kona hirti þetta ekki upp fyrr en hálfu ári
eftir að við fórum að búa saman, en þá var sumt næstum því gróið við gólfið. Matur
var alltaf hjá mömmu á föstum tímum, en það kom líka fyrir í fyrstu að mín
kona var enn að vinna klukkan 7 og hafði ekki gert neinar ráðstafanir. Eftir að
ég gerði henni grein fyrir því hvað ég væri illa haldinn, þá mátti hún eiga það
að nú eru alltaf til 1944 réttir í ísskápnum. Eini gallinn er sá að ég veit
ekki hvað á að láta þá vera lengi í örbylgjuofninum og er því alltaf
glorhun-graður, þegar hún kemur heim. Segið svo að maður velji sér konu, sem líkist móður manns. Skrifað af SigrJoh 15.07.2008 14:36Háir hælarHáir hælar eru stórhættulegir að mínu mati og á þessu videoskoti sést það vel en það er hins vegar mjög fyndið að hlusta á hlátur fréttamannanna þegar þeir horfa á þetta fall. I know this has been posted before but this is
the full length version and is just too good to miss. A model falls on the
catwalk, gets up then falls again. It`s the laughter from the two newsreaders
that makes this one good. Skrifað af SigrJoh 04.07.2008 23:35Ljósmyndasamkeppni mbl.is og Nýherjahttp://www.mbl.is/folk/ljosmyndasamkeppni/images/big/486ea21bwfLy6Bgl.jpg Þetta er linkur á hreint út sagt frábæra mynd sem var send í ljósmyndasamkeppni mbl.is og Nýherja. Ég hef verið að fylgjast með myndum sem eru sendar inn og það koma margar fallegar og aðrar skemmtilegar myndir þar og alveg þess virði að skoða. Ég hef líka sent nokkrar myndir í keppnina, en ég sé svo margar góðar myndir þar að ég finn (aðeins) fyrir minnimáttarkennd. Svo að ég tali nú ekki um að ljósmyndarinn Pálmi Guðmyndsson á þar nokkrar mjög fallegar myndir enda er hann eflaust með góðar græjur en ég er bara með mína Sony Cybershot DSC-W80 7.2 pixla. Ég er samt mjög ánægð með þessa vél og hún er mjög góð fyrir það verð sem ég greiddi fyrir hana eða ca kr. 25.000.- og ákaflega lítil og hentug í vasa og veski. Skrifað af SigrJoh 20.04.2008 23:00Jón KlaufiFórum í 60 ára afmæli í gær. Jón Klaufi hennar Snjólaugar Kóngsdóttur hélt upp á 60 ára afmælið sitt í Rimum í Svarfaðardal í gærkvöld. Við skelltum okkur þangað og áttum góða kvöldstund. Gaman að hitta fólkið að sunnan og líka héðan að norðan því að við förum ákaflega sjaldan í heimsóknir og hingað koma fáir nema þeir séu sérstaklega boðnir. En þannig er nú heimurinn í dag. Í það fyrsta var sólin í stuði á leiðinni þangað. Ekki gott fyrir bílstjórann en farþeginn (ég) naut þess að horfa á fjöllin og af því að þau eru hvít ennþá, þá sá ég þau í nýju ljósi og naut þess að horfa á alla gilskorningana, fjallstoppana og aðrar ójöfnur í þessum fallegu fjöllum sem eru á þessari leið frá Eyjafjarðarsveit og í Svarfaðardalinn. Ég sé svolítið eftir því að hafa ekki beðið Fúsa að stoppa oftar og taka fleiri myndir á leiðinni. Tók þó myndir af Kaldbak og Múlanum og nágrennið fylgdi með. Gott ef sést ekki aðeins í Vaðlaheiðina þar sem ég bý. Á heimleiðinni var tunglið fullt og birtist okkur hvar sem fjöllin náðu ekki að hylja það. Ég held bara að það hafi verið á undan okkur heim. Set inn nokkrar myndir frá þessu kvöldi. Skrifað af Sigrún 14.04.2008 01:53Einn góður
Sú ljóshærða: Af hverju er það svo slæmt? Sú brúna: Alltaf þegar hann gefur mér blóm ætlast hann til að fá Ljóshærða: Núú.. áttu ekki blómavasa? Skrifað af Sigrún 26.03.2008 23:20TvíburarTVÍBURARNIR Setti þetta inn því þetta er mitt merki og nokkurra annara í fjölskyldunni svo sem Ásu systir, Einars sonar míns og Evu barnabarns míns, Regínu Óskar, Vigfúsar og Vals, svo og nokkurra fleiri. Skrifað af Sigrún 26.03.2008 22:53BrandararRakst á góða brandara og kóperaði þá á mína síðu. Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem. Ljóskubrandari Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að stjórinn myndi ekki taka það í mál. Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður. Svo að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér furðuleg hljóð. Samstarfskona mín - sem er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra daga leyfi. Skömmu síðar birtist stjóri á skrifstofunni og sagði við mig: "Drottinn minn, hvað ertu að gera?" Ég sagði honum að ég væri ljósapera. Hann sagði: "Þú ert yfir þig stressaður, það fer ekki á milli mála. Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér." Ég stökk niður og gekk út úr skrifstofunni. Þegar samstarfskona mín (ljóskan) elti mig spurði stjóri hana hvert hún væri eiginlega að fara. Hún sagði: "Ég er líka farin heim. Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér að ég vinni í þessu myrkri!" Skrifað af Sigrún Flettingar í dag: 1074 Gestir í dag: 236 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 236270 Samtals gestir: 26714 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:22:50 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is