Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
Flokkur: Til skemmtunar29.03.2010 03:09Kynlífið...Stúlka nokkur bauð kærastanum sínum að koma á föstudagskvöldi til að hitta foreldra sína fyrsta sinni og borða með þeim kvöldverð. Hann sig íapótekið til að ná sér í verjur. Hann sagði lyfsalanum að þetta yrði fyrsta skiptið hans í kynlífi. Lyfsalinn tók ljúflega á móti honum og í nærri heila klukkustund leiddi hann strákinn í allan sannleik um kynlíf og getnaðarvarnir. Við sjóðsvélina spurði lyfsalinn strákinn hversu margar verjur hann vildi kaupa. Hægt var að kaupa öskjur með þremur eða 10 verjum nú eða þá fjölskylduöskjuna stóru. Strákurinn kvaðst endilega vilja kaupa fjölskylduöskjuna þar sem hann ætlaði sér að taka til óspilltra málanna enda taldi hann að þau myndu ekki draga neitt af sér - enda í fyrsta sinni að þessu og svona. Sama kvöldið kom kærastinn að húsi foreldra stúlkunnar og hitti fyrir kærustuna í anddyrinu. Skrifað af SigrJoh 04.03.2010 16:53Vetrarmyndir úr Eyjafirði 2010Setti inn myndir sem ég hef tekið á leið heim úr vinnunni frá um miðjan janúar til mars 2010. Og einn góður af Flakkarasíðunni: GUÐMUNDUR OG PROCESSUS ARTICULARIS,,,,,,,,,,,,,,, Guðmundur tók eftir því einn góðan veðurdag að fermingabróðirinn á honum var að lengjast og var lengur stinnur. Varð hann gríðarlega ánægður, svo ekki sé minnst á Millu, konuna hans. En eftir nokkrar vikur var hann orðinn hátt í 50 sentimetrar. Og alltaf var Milla brosandi. En þegar hann náði 55cm lengd, var Guðmundur orðinn verulega áhyggjufullur, svo að þau hjónin fóru til dr Villhjálms, en hann var einnig vel metinn þvagfæraskurðlæknir. Eftir ítarlega og nákvæma skoðun kvað dr Vilhjámur upp úrskurð sinn; "Að þetta ástand væri afar sjaldgæfur sjúkdómur sem kallaðist "processus articularis" eða "liðatindur" en það væri hægt að bæta hann með skurðaðgerð". ,,Og hversu lengi verður hann Guðmundur minn á hækjum?"spurði Milla áhyggjufull. Ha, hvað áttu við?, hvað meinar þú Milla mín,? Spurði Vilhjámur læknir hissa. ,,Já á hækjum, sagði Milla kuldalega. Þú ætlar að lengja á honum fæturnar, er það ekki? ***** Skrifað af SigrJoh 24.02.2010 14:19Kalli BerndsenLas í Fréttablaðinu í dag að Karl Berndsen reiknar ekki með að missa áhorf þó að Skjár einn sé ekki lengur ókeypis fyrir áhorfendur. Hann hefur fengið fagra stúlku til liðs við sig og segir að öllum hljóti að finnast gaman að horfa á "eitthvað" fagurt. Og hann segir líka: "Ef konur tíma ekki að borga 500 kall á viku fyrir að njóta mín í klukkutíma á viku þá veit ég ekki hvað. Þetta er ekki nema hálfur sígarettupakki á viku. Það finnst öllum erfitt að borga fyrir hlutina en í staðinn fær fólk eitthvað sem gaman er að." Ég verð að viðurkenna að þessir þættir voru með því eina sem ég horfði stundum á á Skjá einum en ég ætla samt ekki að kaupa áskrift í viðbót við annað sem ég er að borga fyrir. Skrifað af SigrJoh 20.02.2010 00:48Flottir farþegarMaðurinn sem sér um að fjarlægja dýr sem eru á vitlausum stöðum fékk upphringingu og hann beðinn að fjarlægja kind sem var á golfvelli. Hann var úti í bæ á einkabílnum sínum og nennti ekki að fara heim og skipta um farartæki svo hann hugsaði með sér að hann gæti bara sett kindina aftur í. Þegar þangað var komið, kom í ljós að kindin var með tvö lömb, svo hann fékk stráka sem voru þarna til að fanga lömbin en setti kindina í framsætið og öryggisbeltið á hana. Strákarnir settu svo lömbin í aftursætið og öryggisbelti á þau. Afgreiðslustelpunni varð dálítið starsýnt á farþegana, fer svo inn og kemur nokkrum mínútum seinna með sígaretturnar og spyr hvort það sé eitthvað fleira. Hann snýr sér þá að kindinni í framsætinu og spyr: "Villt þú eitthvað?" Þá byrja lömbin í aftursætinu að jarma og maðurinn segir: "Þegiði, ég er að tala við mömmu ykkar"! Skrifað af SigrJoh 08.02.2010 00:02ÞorrablótsbragurEf þig langar mikið, á eitthvert stefnumót ekkert veit ég betra, en íslenskt þorrablót. Sviðasultan fína, sést á borðum þar hvað þær eru mjúkar, hveitikökurnar. Þvílíkt nammanamm; þvílíkt nammanamm Lundabaggar og lambakjammakjamm. Vasapelinn minn, besti vinurinn ekta landa ég á honum finn. Í eina þorraveislu, yfir langan veg komum við að kveldi, kerla mín og ég. Keyptum okkur aðgang, settumst sætin í fórum svo að borða, þetta fínerí. Fjögur stærðarföt, full með hangikjöt mér fannst konan mín væri ei við það löt. Ég tók pelann minn, upp með landann sinn þar í brjósthýru fína ég finn. Bringukollar feitir, borðast trogum úr glóðarbakað brauðið, beljujúgur súr. Allt í einu heyrði ég voða mikið hljóð þetta var þá konan sem sagði sár og móð: Éttu punginn Jón, éttu punginn Jón ég get alls ekki horft á þessa sjón! Éttu kona þinn, ég hef nóg með minn það er langbest að hver hafi sinn. (höf. óþektur) Skrifað af SigrJoh 11.12.2009 14:24Sony DVDirectÞetta er græja sem ég vildi eignast En þegar ég valdi íslenska þýðingu með því að klikka á íslenska fánann, þá kom þýðingin svona út: Sony DVDirect VRD-MC6 Multi- Virka DVD Uppt?kut?ki Me? St?r 2.7? S?na?tlit fyrir ??kve?inn greinir ? ensku ??gilegur, ??gilegur lausn til flytja ?inn d?rm?tur minni inn ? DVDs? Sony hefur ?hyggjufullur af ?inn af nau?syn me? the n?stur- kynsl?? multi- virka DVDirect DVD uppt?kut?ki, nafndagur eins og Sony DVDirect VRD-MC6, hver f?r til flytja b??ir SD og HD v?de? og stafr?nn lj?smynd til DVD diskur ?n the ??rf af a Einkat?lva, l?gun st?r 2.7- tomma KRISTALSKJ?R skj?r fyrir fors?ning v?de? e?a upp til 6 stafr?nn lj?smynd ? a t?mi. "margir vi?skiptavinur enn hafa ?eirra gamall heimili b?? ? myndvefna?ur og ert ?tlit fyrir ??kve?inn greinir ? ensku ??gilegur lausn til skjalasafn ?eirra pers?nulegur stafr?nn hugsanlegur innihald ? DVD diskur" Shige Nakayama, jata af the DVDirect vi?skipti, Sony. "me? the st?r innbygg?ur- ? KRISTALSKJ?R K?lnarvatn skj?r ? a l?till l?kami, the n?r DVDirect l?kan br??abirg?a- ?a? au?veldlega fyrir vi?skiptavinur til flytja the innihald til DVD diskur fyrir skjalav?r?ur, nj?ta og hlutdeild me? fj?lskylda og vin?tta" According to til Sony, 4.7GB DVDR+/+RW diskur geta hlj?mplata upp til 6 ?rat?mi af SD v?de?, upp til 95 m?n?ta af AVCHD v?de? e?a upp til 2,000 stafr?nn lj?smynd. The n?r Sony DVDirect VRD-MC6 ?essi halda Dolby Stafr?nn 5.1 umger? hlj??, eins og heilbrig?ur eins og 43: og 169: hli? hlutfall me? sam???anlegur camcorders er v?ntanlegur til h?gg the marka?ur ? tilkoma September fyrir ??ur ? $230. mikilv?gur: The bla?s??a er v?l ???a og me? ?v? skilyr?i " eins og er" ?n ?byrg?. T?lvu???ing mega vera erfi?ur til skilja. ??knast v?sa til tilfrumeintak Englendingar hlutur alltaf ?egar m?gulegur. Skrifað af SigrJoh 09.11.2009 23:24Herbergisfélaginn og mammaEkki reyna að plata mömmu !!?!? Frú Bacciagalupe var boðin í kvöldverð til Tony sonar síns og herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðari og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Tony og Maríu en bara vinskapur. Kveðja, Tony
Kveðja, mamma. Skrifað af SigrJoh 08.11.2009 02:20Heldri kona og tölvunámiðEldri kona sem hafði unnið til fjölda ára á saumastofu hafði loksins
haft sig út í að skrá sig á tölvunámskeið. Hún dreif sig síðan í Elko
og keypti sér nýja tölvu til að æfa sig á heima áður en námskeiðið
byrjaði. Viku síðar fór hún aftur í Elko og kvartaði við Gunna
afgreiðslumann og sagði að fótstigið sem fylgdi tölvunni virkaði illa.
Hvaða fótstig? spurði Gunni hissa. Þetta hérna sagði konan og rétti
honum músina.... :o) Tók þennan af síðunni hjá Dæda, en hann setti hann á Facebook Skrifað af SigrJoh 30.10.2009 00:54Gott í kreppunni..Ekki vandamál að flytja eins og eitt stykki nautgrip á milli staða í henni Afríku Skrifað af SigrJoh 18.04.2009 18:03EiturlyfjaframleiðslaVonlaust að fá þá til að játa. Lögreglumönnum gengur auðveldlega að finna kanabisgróðrastíur sem eiturlyfjasalar hafa "plantað" víðsvegar um bæinn. það þarf ekki nema að hleypa einum hasshundi nokkra metra út fyrir Lögreglustöðina þá er hann búinn að renna á slóðina eða fá upplýsingar hjá rafmagnsveitunni um óeðlilega háan hitareikning. Vandamál lögreglunar er sem sé ekki að uppræta starfsemi kannabisgrænmetis bænda heldur mun frekar að fá þá til að játa. Sjáum dæmi lagregluþjónn Jæja ... svo þú hefur varið staðin að verki að selja milljónir hassplanta hasshaus- Hei djöfull er þetta kúl húfa maður lögregluþjónn .. Ha uu já... en þú gengst við þessari kanabisrækt ekki satt ? hasshaus- Hei er þér sama að ég fái að reykja hérna inni Lögreglu þjónn - já já en ætlarðu að svara spurningunni, stóðst þú að þessari kanabisrækt eða ekki? hasshaus ..Djöfull er þetta heví stöff.. má ég bjóða þér að prófa ? lögregluþjónn- ertu að reykja hass hérna inni á lögreglustöðinni drengur hasshaus-Hei tjillaðu á því maður lögregluþjónn- VERÐIR VILJIÐ ÞIÐ HANDTAKA ÞENNAN MANN EINS OG SKOT hann er að reykja kanabis hérna inni. hasshaus- Já en ég er inn á lögreglustöð maður... Slappaðu af... Höfundur: Brynjar Jóhannsson háðfugl Skrifað af SigrJoh 22.03.2009 20:39Grái fiðringurinn!Ég horfði gagnrýnum augum á konuna sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði: Heyrðu elskan - fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu. Núna á ég 50 miljóna hús, 8 miljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá - en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: Ekki vandamálið..."Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu!! Ég sé um að þú fáir hitt aftur; ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp." "Og eftir þessi 30 ár veistu að ég meina það sem ég segi!!!" Er konan mín ekki frábær - grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!! Skrifað af SigrJoh 12.02.2009 19:12Lauganemar 73Setti inn myndir frá því að nemendur sem útskrifuðust frá Laugaskóla í Reykjadal 1973 hittust aftur eftir 20 ár, eða árið 1993. Ungir og sætir krakkar ekki satt??? Skrifað af SigrJoh 04.02.2009 23:56Davíð lagður í einelti?"Yfirlýsingar Jóhönnu [Sigurðardóttur forsætisráðherra, innsk. blm.] um
störf bankastjórnarinnar eru pólitískar og þær jaðra, eins og sumir
segja, við að vera einelti," segir Halldór Blöndal, formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands. (Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is) Sigurveig Eysteinsdóttir bloggar: ¨"Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin. Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum. Af hverju fór hann ekki þá ??? Það
er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að
ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður
og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver
hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera. Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna. Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla." Mikið er ég sammála henni.Ég skil heldur ekki þessa hugsun Sjálfstæðismanna. Skrifað af SigrJoh 25.11.2008 00:14Ást í hugum ungra barnaHvað er ást í hugum ungra barna? 4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína. Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar. Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta" Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 997 Gestir í dag: 83 Flettingar í gær: 166 Gestir í gær: 34 Samtals flettingar: 238226 Samtals gestir: 26885 Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:58:47 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is