Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Flokkur: Til skemmtunar

16.12.2014 00:04

Hátíð nálgast

Frið á jörð og farsæld mikla

flesta oftast dreymir um.

Þarf nú oftar þó að stikla

þrautir yfir og í kringum.

 

Hátíð þessi heldur innreið 

í húsin björtu, skreyttu, fín.

Kætumst flest, ku þó leiðin ógreið

koma jólin og gleðin skín. 

16.04.2012 01:11

Ótryggð

Konan var viss um að maðurinn hennar héldi við vinnukonuna svo hún lagði fyrir hann gildru.

Á föstudagskvöldi sendi hún vinnukonuna heim í helgarfrí án þess að láta mann sinn vita.

Um kvöldið þegar þau voru háttuð, þá sagði hann eins og oft áður:

"Afsakaðu mig elskan, mér er illt í maganum." Og hann fór á klósettið.

 Konan stökk upp og fór inn í vinnukonuherbergið, lagðist í rúmið og slökkti ljósið.

Þegar hann kom hljóðlega inn, sólundaði hann ekki tímanum og kom fram vilja sínum.

 Hann var enn másandi að því loknu þegar hún sagði: "Þú áttir ekki von á að finna mig í þessu rúmi, er það nokkuð?"

Svo kveikti hún ljósin.. 

"Nei frú" .. sagði garðyrkjumaðurinn... 

 

15.12.2011 19:28

Líkamshluti sem stækkar tífalt..

Kennari við 10. bekk spyr nemendurna: "Hver getur sagt mér, hvaða hluti líkamans getur stækkað tífalt á við sína upprunalegu stærð þegar hann verður fyrir ertingu?"
Enginn gerir sig líklegan til að svara, svo hann spyr Maríu, "María, getur þú svarað þessu?"
"Hvernig vogarðu þér að spyrja okkur að þessu?" segir María og er greinilega mikið niðri fyrir, "ég ætla að kvarta í foreldra mína, sem kvarta í skólastjórann, sem rekur þig!"
Kennaranum bregður við þessi viðbrögð Maríu en lætur sig hafa það að spyrja aftur. Í þetta sinn svarar Nonni litli: "Já, Nonni?" spyr kennarinn. "Það er augað!" segir Nonni litli stoltur.
"Mjög gott," segir kennarinn og snýr sér að Maríu. "María, ég hef þrennt að segja við þig. Í fyrsta lagi, þá er greinilegt að þú hefur ekki lesið heima. Í öðru lagi, þá hugsar þú dónalega. Og í þriðja lagi, einn góðan veðurdag áttu eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum!" 

19.11.2011 00:16

Sveitaball

Þetta hefði getað verið á Melaballi forðum daga.. 

Lögreglan frétti að menn gerðu mikið af því í þorpi einu norður í landi að aka nokkuð hressir heim af sveitakrá þorpsins. Ríkislögreglustjórinn sendi nokkra vaska menn norður á sérútbúnum bíl til svo þeir gætu nú skoðað málið. 
Þegar lögreglan mætir á staðinn er kráin sneisafull og mikill glaumur og gleði. Lögreglumennirnir bíða og kl. 00:50 kemur fyrsti gesturinn út og hann er greinilega óstöðugur á fótunum. Maðurinn slumpast inn í bifreið og ekur af stað. Maðurinn er snöggur af stað svo lögreglumennirnir ná honum ekki fyrr en þeir eru búnir að aka í 5 mínútur frá kránni.
Maðurinn er tekinn inn í bíl og yfirheyrður, hann er þvoglumæltur en þegar hann er spurður, "hvað drakkstu mikið?" Svara hann: "fimmtán glös." Maðurinn er látinn anda í tölvuna en ekkert mælist svo löggan fær grun um að maðurinn gæti hafa neytt annarra efna og fara að spyrja hann. Maðurinn neitar fyrst að svara nokkru svo þeir láta hann ganga nokkur skref og viti menn allt í einu gekk maðurinn eins og eðlilegt er. Þeir þefuðu andann úr honum, fundun enga lykt svo þeir spurðu hann: "Hvað drakkstu eiginlega?" og maðurinn sagði: "Ég drakk bara gos."
Næst var spurt: "Hvers vegna reikaðir þú svona þegar þú komst út?" Maðurinn svaraði: "Ég er tálbeitan í kvöld. Félagar mínir þurftu að komast heim."

29.10.2011 15:49

Stjörnumerkin og ljósaperurnar

Þetta er svo skemmtilegt og á alveg við!!  Sérstaklega þar sem naut og tvíburi eru hér á þessum bæ.. 
  
Stjörnumerkin og ljósaperurnar!!!

*Hvað þarf margar hrúta til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en það þarf margar perur.

*Hvað þarf mörg naut til að skipta um ljósaperu?
Ekkert, nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu.

*Hvað þarf marga tvíbura til að skipta um ljósaperu?
Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhaldslit hvers og eins sem kemur inní herbergið.

*Hversu marga krabba þarf til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn.

*Hversu mörg ljón þarf til að skipta um ljósaperu?
Ljón skipta ekki um perur, í mesta lagi heldur hann henni á meðan heimurinn snýst í kringum hann.

*Hversu margar meyjur þarf til að skipta um ljósaperu?
Sjáum nú til: eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk og hvenær hún var keypt, aðra
til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna.

*Hversu margar vogir þarf til að skipta um ljósaperu?
Í raun veit ég það ekki.. það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir einn ef þetta er bara venjuleg
ljósapera, tvo ef hann veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og áhyggjum yfir því.

*Hversu marga sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu?

Og hver veit það? Af hverju viljiði vita það? Eruði kannski lögreglumenn?

* Hversu marga bogamenn þarf til að skipta um ljósaperu?
Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af einhverri ljósaperu???

*Hversu margar steingeitur þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Steingeitur skipta ekki um ljósaperur því eftir góðar og athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er
miklu skynsamlegra að hún skipti um sig sjálf.

*Hversu marga vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu?
Það koma helling af vatnsberum í keppni um hver þeirra er sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur.

*Hversu marga fiska þarf til að skipta um ljósaperu?
Af hverju?!  Fór ljósið?

02.10.2011 00:56

Golf

Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni fór inn miðjan hóp karlmanna.
Einn maðurinn hné til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Konan var miður sín og bauðst til að aðstoða manninn, en hann hafnaði allri aðstoð enda myndi þetta allt jafna sig.
Vinkonan gafst ekkert upp og sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast, konar tók hendurnar hans úr klofinu, renndi niður buxnaklaufinn og byrjaði að nudda hann.
Þegar hún var búinn að nudda hann í nokkurn tíma og manninum virtist vera farið að líða betur spurði hún hann hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í þumalputtanum!" 

16.06.2011 13:58

Bóndinn

Bóndi situr á þorpsbarnum og er orðinn all drukkinn, þegar maður kemur inn og spyr bóndann; "Hei, af hverju situr þú hérna á þessum fallega degi -  útúrdrukkinn?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist svona rosalegt?"
Bóndinn:"Nú ef þú þarft endilega að vita það.... Í dag var ég að mjólka kúnna mína og sat við hliðina á henni. Um leið og fatan varð full, sparkaði beljan fötunni niður með vinstri fætinum.
Maðurinn: "Nú það er ekki svo rosalegt, hvað er svona mikið mál við það?
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Nú hvað gerðist næst?"
Bóndinn: "Ég tók vinsti fót hennar og batt hann við stólpann á básnum með reipi. Svo settist ég niður og mjólkaði. Um leið og fatan var að verða full. Sparkaði beljan í hana með hægri fætinum og velti henni líka.
Maðurinn: "Aftur?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég tók þá hægri fótinn og batt hann líka við stólpa á básnum."
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu þá?"
Bóndinn: "Ég settist niður og hélt áfram að mjólka hana, og um leið og fatan var að verða full þá velti helvítis beljan fötunni niður með halanum."
Maðurinn: "Vá þú hlýtur að hafa verið orðið pirraður þá?"
Bóndinn: "Suma hluti er bara ekki hægt að útskýra"
Maðurinn: "Og hvað gerðirðu næst?"
Bóndinn: "Sko.ég hafði ekki meira reipi svo ég tók af mér beltið og batt þannig halann á henni upp.
Akkúrat þá.. duttu  buxurnar mínar niður og um leið kom konan mín inní fjósið." 

14.05.2011 16:57

Vínbúðin

Ég hringdi í forstjóra ÁTVR um miðnætti í gær og spurði klukkan hvað búðin opnaði.
Ekki fyrr en klukkan 9 í fyrramálið sagði forstjórinn pirraður!!
Nokkrum tímum seinna hringir ég aftur, ofurölvi og spurði " Hvunrr í fjand... opniiiiiið essa búð"
Þér verður nú ekki hleypt inn í þessu ástandi segir forstjórinn.
É atla eki innnn...  é þarf komast út!!  

28.04.2011 20:12

Þegar hún reiddist við hann.

Hjón ein höfðu verið gift í meira en 60 ár. 
Þau höfðu deilt öllu. Þau höfðu talað um allt. Engu var haldið leyndu. Eða næstum því engu. Þau höfðu ekki átt nein leyndarmál að því undanskildu að gamla konan átti kassa í efstu hillunni í fataskápnum sem hún hafði beðið eiginmann sinn um að spyrja aldrei út í.  
Í öll þessi ár hafði hann aldrei hugsað um kassann, en dag einn varð gamla konan mjög veik og læknirinn sagði hjónunum að hún myndi ekki ná sér. 
Kvöld eitt tók eiginmaðurinn kassann niður úr skápnum og fór með hann til konu sinnar. Hún samþykkti að nú væri kominn tími til að segja honum hvað væri í kassanum.  
Þegar gamli maðurinn opnaði kassann fann hann tvö vettlingapör, prjóna og eina milljón í reiðufé!  Maðurinn, sem var mjög hissa, spurði konu sína út í innihald kassans.  
 "Þegar við vorum trúlofuð sagði amma mín að lykillinn að góðu hjónabandi væri að rífast aldrei. Hún sagði mér að ef ég yrði einhverntíman reið út í þig þá skyldi ég byrgja það inni í mér og prjóna eitt par af vettlingum".  
Gamli maðurinn var svo snortinn að hann átti erfitt með að halda aftur af tárunum sem byrjuðu að leka niður vanga hans. Aðeins tvennir vettlingar voru í kassanum! Hún hafði aðeins tvisvar sinnum orðið reið út í hann á öllum þessum árum! 
Maðurinn fann ástina og hamingjuna streyma um sig. "En elskan mín" sagði hann, "það skýrir vettlingana og prjónana, en... hvað með alla þessa peninga? Hvaðan koma þeir?"  
 "Já" sagði konan, "Þetta eru peningarnir sem ég fékk fyrir að selja allar vettlingana."  

12.04.2011 19:35

Brandari

Hjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar.

Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Blessuð konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum er við henni blasti bréfið.

Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:

"Til: Konunnar sem varð eftir.

Frá: Manninum sem fór á undan.

Efni: Er kominn á áfangastað.

Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi. Er einnig búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.

Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður.

P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá"... 

22.03.2011 01:25

Íslenskt fyrirtæki

 Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu. 
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. 
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra.
Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafafyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda. Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. 
Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð". Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

29.01.2011 14:34

Ektamaki

"Ektamaki illa reynist þú." 
 Undur blítt svo mælti konan trú. 
"Þú klórar hvorki kvígunni né mér. 
"Þú klórar alltaf bara sjálfum þér." 

Höfundur: Þorsteinn Magnússon. 

03.01.2011 20:07

Sænskur málsháttur


Óttastu minna, vonaðu meira,
Borðaðu minna, tyggðu meira.
Kvartaðu minna, andaðu meira.
Talaðu minna en segðu meira,
...Elskaðu meira...
Þá öll heimsins gæði munu falla þér í skaut.

16.05.2010 01:57

Brandarar

 Magga litla var að fylgjast með þegar foreldrar hennar höfðu fataskipti til að fara út að skemmta sér. 
Þegar hún sá pabba sinn fara í jakkafötin sagði hún aðvarandi  "pabbi, þú skalt ekki fara í þessi föt". "Og af hverju ekki elskan mín" spyr pabbinn. "Þú veist þú færð alltaf höfuðverk daginn eftir að þú hefur notað þessi föt".

Vitiði hvað ljóskan sagði þegar hún eignaðist tvíbura?   
Gvvöð, hver gerði copy/paste??

04.05.2010 00:18

Þjónarnir

Skeið og spotti!

Í síðustu viku fór ég með nokkrum vinum út að borða á vinsælum veitingastað. Ég tók eftir því að þjónninn sem tók pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér. Þegar "glasabarnið" kom með vatnið til okkar, tók ég eftir því að hann var einnig með skeið í skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir því að allt starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum. Þegar þjónninn kom aftur með súpuna til okkar spurði ég hann: "Hvað er með skeiðina?" "Sko...", útskýrði hann, "eigendur veitingastaðarins réðu ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar. Eftir margra mánaða greiningu og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri það áhald sem oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar á hvert borð á klukkustund. Ef starfsólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem varar 15 mannstundum á hverri vakt." Eins og örlögin kusu þá misst ég skeiðina í gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. "Ég næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka ferð þangað núna." Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn: "Afsakið, en geturðu sagt mér af hverju þið hafið þessa spotta hangandi þarna...". "Já, það...", sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan, fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu." "Hvernig þá?" "Sko", hélt hann áfram, "með því að binda þennan spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án þess að snerta hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með stytt tímann á klósettinu um 76.39%." "En eftir að þú nærð honum út, hvernig seturðu hann þá inn aftur?" "Ja...", hvíslaði hann jafnvel enn lægra, "ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina." 

 


Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 249702
Samtals gestir: 28557
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:58:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar