Hjón ein höfðu verið gift í meira en 60 ár. Þau höfðu deilt öllu. Þau höfðu talað um allt. Engu var haldið leyndu. Eða næstum því engu. Þau höfðu ekki átt nein leyndarmál að því undanskildu að gamla konan átti kassa í efstu hillunni í fataskápnum sem hún hafði beðið eiginmann sinn um að spyrja aldrei út í.
Í öll þessi ár hafði hann aldrei hugsað um kassann, en dag einn varð gamla konan mjög veik og læknirinn sagði hjónunum að hún myndi ekki ná sér.
Kvöld eitt tók eiginmaðurinn kassann niður úr skápnum og fór með hann til konu sinnar. Hún samþykkti að nú væri kominn tími til að segja honum hvað væri í kassanum.
Þegar gamli maðurinn opnaði kassann fann hann tvö vettlingapör, prjóna og eina milljón í reiðufé! Maðurinn, sem var mjög hissa, spurði konu sína út í innihald kassans.
"Þegar við vorum trúlofuð sagði amma mín að lykillinn að góðu hjónabandi væri að rífast aldrei. Hún sagði mér að ef ég yrði einhverntíman reið út í þig þá skyldi ég byrgja það inni í mér og prjóna eitt par af vettlingum".
Gamli maðurinn var svo snortinn að hann átti erfitt með að halda aftur af tárunum sem byrjuðu að leka niður vanga hans. Aðeins tvennir vettlingar voru í kassanum! Hún hafði aðeins tvisvar sinnum orðið reið út í hann á öllum þessum árum!
Maðurinn fann ástina og hamingjuna streyma um sig. "En elskan mín" sagði hann, "það skýrir vettlingana og prjónana, en... hvað með alla þessa peninga? Hvaðan koma þeir?"
"Já" sagði konan, "Þetta eru peningarnir sem ég fékk fyrir að selja allar vettlingana."