Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
17.10.2012 12:57Sparperur og kvikasilfurHvorki má nota kúst né ryksugu á
kvikasilfur Sparperur innihalda kvikasilfur Mega
ekki fara í ruslið Sparperur Henda þarf
ljósaperum í sérstök ílát á endurvinnslustöðvum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sparperurnar, sem taka
nú við af gömlu glóperunum, innihalda kvikasilfur og því má alls ekki henda
þeim beint í ruslafötuna. Kvikasilfur er hættulegt umhverfinu og heilsu manna
og því flokkast perurnar sem spilliefni og skal skila þeim á endurvinnslustöðvar
þar sem þær eru meðhöndlaðar á réttan hátt, segir á vef Umhverfisstofnunar,
ust.is. Í september síðastliðinn gekk í gildi reglugerð hjá aðildarríkjum EES sem bannar framleiðendum ljósapera að selja og dreifa glærum glóperum. Bannið kemur til vegna reglna um orkusparnað en sparperur eru sagðar nota allt að 80% minna rafmagn en glóperur. Glóperurnar verða þó í sölu eitthvað áfram hér á landi því verslanir mega tæma lagerinn sinn. Hægt er að velja á milli þriggja tegunda sparpera; halogen-, LED- og flúrpera, þær síðastnefndu innihalda kvikasilfur. Hætta af brotinni sparperu Það eru að hámarki 5
mg (0,005 g) af kvikasilfri í hverri sparperu og ef hún brotnar losnar lítið
magn af kvikasilfurögnum sem forðast þarf að anda að sér. Á ust.is má sjá
leiðbeiningar um rétt viðbrögð við brotinni peru, einnig má lesa leiðbeiningar
á vef IKEA. Ef sparpera brotnar má
ekki nota ryksugu því hún getur dreift kvikasilfurdropunum um loftið. Ekki má
heldur nota kúst því hann getur dreift kvikasilfrinu enn meira um herbergið.
Gluggi á herberginu þarf að vera opinn á meðan brotin eru þrifin upp. Skrapa á
brotin upp með pappaspjaldi og nota svo límband eða blautan eldhúspappír til að
ná upp smáu ögnunum. Setja á brotin í loftþétt ílát eins og glerkrukku eða
frystipoka og skila inn sem spilliefni á næstu endurvinnslu- eða móttökustöð.
»Til vonar og vara er gott að lofta vel út í 15 mínútur eftir þrifin og vera
meðvitaður um að lofta aðeins aukalega næstu 14 dagana,« segir á ust.is. Ef
peran er heit er hún brotnar er mælt með því að loka dyrunum að herberginu
strax, opna glugga, yfirgefa það og sjá til þess að það sé tómt í 20-30 mínútur
eftir brotið áður en byrjað er að þrífa. Fyrir utan þessar upplýsingar á netinu hafa engar opinberar leiðbeiningar verið gefnar út hérlendis um meðhöndlun og förgun sparpera en samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu mun fara fram kynning á perunum og hvernig á að haga sér í kringum þær. Vekja fólk til vitundar Hjá
endurvinnslustöðvum Sorpu er merkt kar fyrir ljósaperur. Einnig er tekið við
perum í raftækjaverslunum og hjá viðurkenndum móttökuaðilum spilliefna. Það eru RR-skil:
skilakerfi fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang sem sér um endurvinnslu á
ljósaperum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri RR-skila, segir að á öllum
endurvinnslustöðvum sé sérstakt ílát fyrir perur. »Þær fara allar sömu leiðina,
ofan í sérstaka tunnu þar sem þær eru maskaðar. Þá er kvikasilfrið sogað frá og
málmar teknir frá. Glersallinn er urðaður. Það er alveg sama hvort um er að
ræða gömlu glóperurnar eða flúrperur, vinnsluferlið er það sama.« Sigurður segir að
litlu hafi verið skilað af gömlu glóperunum á söfnunarstöðvar, þær virðist fara
í ruslið á heimilunum. Aðallega séu það ljósrör, svokallaðar flúrperur, frá
stofnunum og fyrirtækjum sem sé skilað inn, í þeim er kvikasilfur. Hann segir
litla vakningu hafa verið fyrir því að setja ljósaperur í endurvinnslu en nú
þegar sparperur með kvikasilfri taki alfarið við verði að vekja fólk til
vitundar um að þær megi ekki fara með venjulegu heimilissorpi. »Það er hlutverk
sveitafélagana samkvæmt lögum að koma þeim skilaboðum til fólks og annarra
stjórnvalda.« Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 123 Gestir í dag: 70 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 49 Samtals flettingar: 244230 Samtals gestir: 27539 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 16:33:40 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is