Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

10.09.2012 22:39

Fyrsta snjókoma vetrarins

Veðrið í dag hefur verið óvenjulega slæmt miðað við að nú er einungis10. september. Árið er 2012 og haustlitir rétt farnir að sjást, en enn er garðurinn í blóma og laufið á gljámispilnum er ennþá grænt.
Hér hefur verið norðan rok og slyddurigning í dag og hitinn um frostmark.

En á hálendinu og á heiðum víða á landinu, sérstaklega á Norðurlandi, hefur verið enn verra veður og meiri snjókoma t.d. í Mývatnssveit þar sem féll 20 - 30 cm. snór. Það var búið að spá þessu fyrir helgina og sem betur fer fyrir Flakkara þá sluppu allavega flestir heim áður en veður fór að versna verulega enda voru flestir farnir af stað fyrir kl. 11:00 á sunnudagsmorgun en þá var ausandi rigning.

Á laugardag var betra veður en spáð hafði verið og þó að það gengi á með skúrum þá sáum við til sólar á Ídölum í þó nokkurn tíma um miðjan daginn. Haustfundurinn var haldinn og um kvöldið var árshátíðin sem að þessu sinni var veglegri í tilefni af 25 ára afmæli Flakkara.
Nokkrir hættu samt við að koma vegna slæmrar veðurspár enda ekki gaman að vera á ferð á húsbílum í roki og jafnvel snjókomu með tilheyrandi hálku.


Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar