Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
26.07.2012 16:22Eru eldri borgarar óvitar?Vasklegir eldri
borgarar Það er furðulega sterk
hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk nánast sem óvita sem þurfi að
hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að vo... Það er furðulega sterk hneigð í íslensku samfélagi að líta á gamalt fólk
nánast sem óvita sem þurfi að hafa stöðuga gát á svo þeir fari sér ekki að
voða. Þannig finnast einstaklingar sem skotra stöðugt áhyggjuaugum til gamla
fólksins og telja brýnt að hafa vit fyrir því og helst geyma það á stofnun þar
sem ekkert ónæði stafi af því. Nú er samt svo að gamalt fólk hefur yfirleitt
sjálfstæðan vilja og á ekki í erfiðleikum með að mynda sér skoðanir. Það þarf
ekki stöðugt að taka ákvarðanir fyrir þetta fólk eins og það sé ómálga börn
heldur á það, eins og aðrir fullorðnir, rétt á því að velja úr sem flestum
möguleikum. Ellin á ekki að verða til þess að fólk sé sett á geymslustað þar
sem er komið fram við það eins og það sé úr sér gengið eintak af manneskju sem
sé búin að glata öllum sjálfstæðum vilja og því þurfi að hugsa fyrir hana. Eins
og aðrir þarf gamalt fólk hæfilegan frið til að fá að vera það sjálft. Nú eru deilur um það
hvort rétt sé að heimila sölu á áfengi á veitingastað á Hrafnistu. Það er alveg
dæmigert fyrir íslenska umræðu að hópur manna skuli rísa upp vegna þessarar
hugmyndar og góla af angist yfir því að gömlu fólki verði heimilað að kaupa sér
rauðvínsglas á veitingastað á dvalarheimilinu þar sem það býr. Þessi vælandi
hópur, sem segist bera hagsmuni eldri borgara fyrir brjósti, dregur síðan upp
hrollvekjandi mynd af útúrdrukknum og afvelta gamlingjum
skapandi alls kyns vandræði á viðkomandi dvalarheimili. Semsagt: allsherjar
sukk og svínarí. Það var leitt að sjá
forstjóra Hrafnistu viðurkenna í kvöldfréttum sjónvarps að hann hefði að sumu
leyti fengið bakþanka vegna harðrar gagnrýni á fyrirhugaða vínsölu til
vistmanna. Svo virðist sem alls kyns þrýstihópar geti haldið fram hvaða
vitleysu sem er og haft áhrif vegna þess að of margir þola ekki gagnrýni og
hætta jafnvel við ágætar fyrirætlanir sínar af því öðrum líkar þær ekki. Bulli
á annaðhvort að svara fullum hálsi eða láta eins og maður viti ekki af því.
Síst af öllu eiga menn að láta kverúlanta ráða för. Það var því hressandi að
heyra þetta sama kvöld í tveimur eldri borgurum sem hafa fengið nóg af bullinu
og mótmæla því kröftuglega. Á skjáinn birtist eldri kona, vistmaður á
Hrafnistu, greinilega mikill kvenskörungur, sem mislíkaði að talað væri til
eldra fólks eins og stöðugt þyrfti að passa það. Hún sagðist hafa verið
húsmóðir í um sjö áratugi og taldi það sjálfsagðan hlut að geta boðið gestum
sínum upp á rauðvín með steikinni, eins og hún hefði gert áður í
húsmóðurhlutverkinu. Annar eldri borgari, fyrrverandi sjómaður, tjáði sig svo í
fréttatíma á annarri sjónvarpsstöð um bann við neftóbaki og sagðist alfarið
vera á móti boðum og bönnum. Það var einkar ánægjulegt að heyra í fulltrúum
gamla fólksins sem töluðu svo hressilega gegn forræðishyggjunni. Megum við sem
flest verða jafn vasklegir eldri borgarar. Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 174 Gestir í dag: 82 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 49 Samtals flettingar: 244281 Samtals gestir: 27551 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:53:12 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is