Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

27.04.2012 17:33

Kartöflugarðurinn

Gamall maður bjó einn úti á landi. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil erfiðisvinna fyrir hann. Venjulega sá sonur hans um þessi mál en nú vildi svo til að hann sat innilæstur á Hrauninu.
Gamli sendi honum tölvupóst og sagði honum frá vandræðum sínum: 

"Elsku Bubbi minn.
Mér líður hálfilla því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum því ég veit að þú mundir stinga þau upp fyrir mig.  Áttu kannski von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."

Eftir örfáa daga, fékk hann svar frá syni sínum:
"Elsku Pabbi i guðanna bænum ekki stinga upp garðinn!!!
Ég gróf nefnilega dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi."

Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og stungu upp öll beðin, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.
Sama daginn fékk hann annan tölvupóst frá syninum:

"Elsku pabbi.
Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi."
Flettingar í dag: 1335
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 166
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 238564
Samtals gestir: 26908
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:47

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar