Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

16.04.2012 01:11

Ótryggð

Konan var viss um að maðurinn hennar héldi við vinnukonuna svo hún lagði fyrir hann gildru.

Á föstudagskvöldi sendi hún vinnukonuna heim í helgarfrí án þess að láta mann sinn vita.

Um kvöldið þegar þau voru háttuð, þá sagði hann eins og oft áður:

"Afsakaðu mig elskan, mér er illt í maganum." Og hann fór á klósettið.

 Konan stökk upp og fór inn í vinnukonuherbergið, lagðist í rúmið og slökkti ljósið.

Þegar hann kom hljóðlega inn, sólundaði hann ekki tímanum og kom fram vilja sínum.

 Hann var enn másandi að því loknu þegar hún sagði: "Þú áttir ekki von á að finna mig í þessu rúmi, er það nokkuð?"

Svo kveikti hún ljósin.. 

"Nei frú" .. sagði garðyrkjumaðurinn... 

 

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 968
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 430824
Samtals gestir: 36538
Tölur uppfærðar: 14.7.2025 01:35:50

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar