Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

07.04.2012 13:31

Gaman hjá okkur

Það stóð til hjá okkur hjónum að fara í ferðalag í maí (í tilefni af ákveðnum atburði 10. maí ;) en svo droppaði inn tilboð frá Plúsferðum föstudaginn 9. mars og við slógum til og mánudaginn 12. mars var ekið suður, gist hjá Ingu og Inga í Njarðvík og þriðjudaginn 13. mars flugum við til Gran Canaria og vorum þar til 28. mars í góðum hita og sól næstum alla dagana. Þetta var yndisleg ferð og við mjög sátt við að hafa skellt okkur í hana. 
Við áttum að gista á Montemar, en upp á miðri Holtavörðuheiði fékk ég símtal og var sagt að það væri yfirbókað þar. Við fengum að velja hvort við vildum vera 4 daga á öðru hóteli og flytja okkur svo þangað, eða að við myndum vera á Las Arenas allan tímann. Svo datt síminn út og við náðum ekki sambandi aftur fyrr en við vorum að nálgast Borgarnes. Við völdum að vera á Las Arenas í stúdíóíbúð og það var bara ágætt. Stutt á ströndina, Sænska kirkjan, verslunarmiðstöðvar og veitingahús hinum megin við götuna og Foto Harry í 5 mín göngufæri. 
Nokkrar myndir eru komnar á síðuna og fleiri koma innan tíðar.

Í gærkvöld fórum við í Hof á "Fjölskylduferð á Skódanum"þar sem Margrét Blöndal kynnti Ingimar Eydal og tónlistarferil hans og fjölskyldusögu. Þetta var góð skemmtun og þar sungu Helena Eyjólfs, Þorvaldur Halldórsson, Inga Eydal og Ingimar sonur hennar, Guðrún Gunnars, Stefán Hilmars og svo kom Jóhann Vilhjálmsson sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar líka, en hann hafði komið til Akureyrar í fjölskylduferð. 
Ég var með myndavélina og set fljótlega inn myndir og myndbönd af þessu frábæra söngfólki. 

Og síðast en ekki síst þá er ég búin að festa mér viku ferð til Svíþjóðar í lok maí til að heimsækja Valgeir og Röggu og fá að sjá yngsta ömmubarnið sem er stúlka fædd 20. febrúar 2012 og auðvitað hlakka ég líka til að hitta skemmtilega strákinn Jóhann Þórir sem þá verður orðinn tveggja ára.

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar