Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
18.11.2011 01:06Eldri borgararTrúir nokkur eldri borgurum.. hljóta þeir ekki að vera elliærir? Eldri hjón, sem voru búin að vera saman frá barnsaldri, fögnuðu demantsbrúðkaupi sínu. Hugsið ykkur.. eftir sextíu ára hjónaband voru þau flutt aftur í gamla hverfið sitt, héldust í hendur og gengu í átt að gamla skólanum sínum. Skólinn var ólæstur, svo þau gengu inn og fundu gamla borðið þar sem þau höfðu setið saman og Alli hafði rispað í viðinn "Ég elska þig Lóa." Brynvarinn bíll ók framhjá þeim á leiðinni heim og af honum féll peningasekkur sem lenti rétt við fætur þeirra. Lóa var snögg að hrifsa sekkinn, en í vafa um hvað gera skyldi, svo hún bar hann heim. Þar hvolfdu þau peningunum úr sekknum og töldu. Það reyndust vera tæpar sex milljónir króna! "Við verðum að skila þessu" sagði Alli ákafur. "Sá á fund sem finnur" sagði Lóa pollróleg, setti seðlana aftur í sekkinn og faldi hann uppi á háalofti. Tveir lögreglumenn sem fínkembdu hverfið í leit að peningunum, bönkuðu uppá daginn eftir. "Afsakið, en fann annað hvort ykkar poka sem féll af brynvörðum bíl í gær?" "Nei" svaraði Lóa og sýndi engin svipbrigði. "Hún er að ljúga.. hún faldi pokann uppi á háalofti" sagði Alli sem nötraði og skalf af stressi. "Ekki trúa honum.. þetta eru bara elliglöp hjá honum blessuðum" sagði Lóa pollróleg sem fyrr. Lögreglumennirnir sneru sér samt að Alla og tóku til við að yfirheyra hann. "Byrjaðu nú á byrjuninni og segðu okkur hvernig þetta var" sagði annar þeirra og Alli byrjaði: "Sjáðu til, þegar við Lóa vorum að ganga heim úr skólanum í gær..." Þá sneri löggan sér að félaga sínum og sagði: "Komdu.. við skulum drífa okkur héðan!" Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 158 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250379 Samtals gestir: 28623 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is