Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

30.10.2011 19:23

Einelti

Þessi saga er á netinu og getur alveg verið er sönn.. Góð er hún allavega.. Hvernig væri nú að kennarar tækju smá tíma í að framkvæma þetta verkefni.. 
Pappírsbúturinn sem notaður er getur varla sett skólastarfið á hausinn.. 
Kennari í New York var að kenna bekknum um einelti og lét þau framkvæma smá æfingu. Hún fékk börnunum pappírsbút og sagði þeim að hnoða og kuðla og trampa svo á kuðlinu.. og skemma eins og þau gætu, bara ekki að rífa niður. Svo lét hún börnin breiða úr pappírnum og prófa að slétta krumpurnar, en ekki síst, virða fyrir sér hvernig þau hefðu skemmt pappírinn og gera sér grein fyrir hvað hann var orðinn óhreinn. Síðan sagði kennarinn börnunum að biðja pappírinn afsökunar. Hversu mikið sem börnin báðu pappírinn afsökunar og reyndu að laga það sem þau hefðu krumpað og óhreinkað, þá hurfu skemmdirnar ekki. 
Kennarinn fékk börnin til að ræða og skilja að hvað sem þau reyndu eða vildu slétta og laga það sem þau hefðu gert við pappírinn, myndi aldrei lagast og búið væri að skemma pappírinn varanlega.. 
Þetta væri einmitt það sem gerðist þegar einelti væri beitt gegn öðrum. Hversu oft sem gerandinn bæði fórnarlambið afsökunar, þá væru örin komin til að vera og fylgja fórnarlömbunum allt þeirra líf. Upplitið á börnunum í bekknum sagði kennurunum að hún hafði hitt í mark. 

Flettingar í dag: 618
Gestir í dag: 185
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235814
Samtals gestir: 26663
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:40:38

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar